Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 15:30 Fyrr í haust kom inn á Samráðsgátt stjórnvalda samantekt um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Málið fór ekki hátt enda „aðeins“ um samantekt að ræða. Ekki voru send út boð um þátttöku í samráðinu og voru umsagnir við málið aðeins 10 talsins. Dalabyggð rýndi samantektina og skilaði umsögn vegna málsins sem taldi sjö blaðsíður. Í umsögn Dalabyggðar er m.a. fjallað um áhættugreiningar, áburð, innflutning, styrki, alþjóðaviðskipti, eldsneyti, fyrirbyggjandi aðgerðir, flokkun landbúnaðarlands, framleiðslu mismunandi búgreina, kornrækt, birgðahald, samgöngur, raforku, matvælaverð, matvælaframboð, loftslagsmál og fleira. Enda af nægu að taka. Það er í framhaldinu eðlilegt að velta fyrir sér hvað eigi að gera með slíkt mál, sem ekki er talin þörf á að senda á hagaðila til þátttöku í umsagnarferli. Nú birtist í dag, tveimur mánuðum eftir að umsagnarferli lauk, á vefsíðu Stjórnarráðsins tilkynning um málþing undir yfirskriftinni: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Sem fyrrum bóndi og starfsmaður bænda, búfræðingur, áhugamanneskja um landbúnað og í dag staðgengill sveitarstjóra í sveitarfélagi sem byggir á landbúnaði rýndi ég að sjálfsögðu dagskránna. Meðal annars til að sjá hvaða fulltrúi bændastéttarinnar væri þátttakandi í dagskránni. Svarið er: Enginn. Í pallborðum, verður samkvæmt dagskránni, varpað fram tveimur spurningum. Sú fyrri: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? og sú seinni: Er nauðsynleg seigla samfélagsins til staðar? Með fullri virðingu fyrir vel gefnu og meinandi fólki sem mun flytja erindi og taka þátt í pallborðum á þessu málþingi, þá er að mínu mati galið að ekki sé fenginn aðili til að vera málsvari þeirrar stéttar sem mun þurfa að bregðast hvað mest við tillögum og aðgerðum sem að þessu málefni snúa hérna innan lands. Það ber enginn ábyrgð á að gefa okkur að borða. Samt eigum við heila starfsstétt sem vinnur að því allt árið um kring, 365 daga ársins, að geta framleitt mat fyrir okkur. Nú á að halda tveggja klukkustunda málþing um fæðuöryggi landsins og þar eru m.a. fulltrúar samtaka iðnaðar, verslunar, ráðuneyta og háskóla við borðið en enginn frá bændum. Þegar þinga á um málefni sem stendur svo nærri bændum, út frá skýrslum sem fjalla um starfsumhverfi þeirra að stórum hluta, hljóta fleiri að velta fyrir sér hver sé ástæða fjarveru bænda á slíkum viðburði. Því hefur verið fleygt að atvinnuvegaráðherra sé enn að koma sér fyrir í ráðuneytinu. Samt sem áður hlýtur hún að geta nálgast tengiliðaupplýsingar Bændasamtaka Íslands, eða svo skyldi maður ætla. Höfundur er staðgengill sveitarstjóra hjá Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna María Sigmundsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fyrr í haust kom inn á Samráðsgátt stjórnvalda samantekt um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Málið fór ekki hátt enda „aðeins“ um samantekt að ræða. Ekki voru send út boð um þátttöku í samráðinu og voru umsagnir við málið aðeins 10 talsins. Dalabyggð rýndi samantektina og skilaði umsögn vegna málsins sem taldi sjö blaðsíður. Í umsögn Dalabyggðar er m.a. fjallað um áhættugreiningar, áburð, innflutning, styrki, alþjóðaviðskipti, eldsneyti, fyrirbyggjandi aðgerðir, flokkun landbúnaðarlands, framleiðslu mismunandi búgreina, kornrækt, birgðahald, samgöngur, raforku, matvælaverð, matvælaframboð, loftslagsmál og fleira. Enda af nægu að taka. Það er í framhaldinu eðlilegt að velta fyrir sér hvað eigi að gera með slíkt mál, sem ekki er talin þörf á að senda á hagaðila til þátttöku í umsagnarferli. Nú birtist í dag, tveimur mánuðum eftir að umsagnarferli lauk, á vefsíðu Stjórnarráðsins tilkynning um málþing undir yfirskriftinni: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Sem fyrrum bóndi og starfsmaður bænda, búfræðingur, áhugamanneskja um landbúnað og í dag staðgengill sveitarstjóra í sveitarfélagi sem byggir á landbúnaði rýndi ég að sjálfsögðu dagskránna. Meðal annars til að sjá hvaða fulltrúi bændastéttarinnar væri þátttakandi í dagskránni. Svarið er: Enginn. Í pallborðum, verður samkvæmt dagskránni, varpað fram tveimur spurningum. Sú fyrri: Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? og sú seinni: Er nauðsynleg seigla samfélagsins til staðar? Með fullri virðingu fyrir vel gefnu og meinandi fólki sem mun flytja erindi og taka þátt í pallborðum á þessu málþingi, þá er að mínu mati galið að ekki sé fenginn aðili til að vera málsvari þeirrar stéttar sem mun þurfa að bregðast hvað mest við tillögum og aðgerðum sem að þessu málefni snúa hérna innan lands. Það ber enginn ábyrgð á að gefa okkur að borða. Samt eigum við heila starfsstétt sem vinnur að því allt árið um kring, 365 daga ársins, að geta framleitt mat fyrir okkur. Nú á að halda tveggja klukkustunda málþing um fæðuöryggi landsins og þar eru m.a. fulltrúar samtaka iðnaðar, verslunar, ráðuneyta og háskóla við borðið en enginn frá bændum. Þegar þinga á um málefni sem stendur svo nærri bændum, út frá skýrslum sem fjalla um starfsumhverfi þeirra að stórum hluta, hljóta fleiri að velta fyrir sér hver sé ástæða fjarveru bænda á slíkum viðburði. Því hefur verið fleygt að atvinnuvegaráðherra sé enn að koma sér fyrir í ráðuneytinu. Samt sem áður hlýtur hún að geta nálgast tengiliðaupplýsingar Bændasamtaka Íslands, eða svo skyldi maður ætla. Höfundur er staðgengill sveitarstjóra hjá Dalabyggð.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun