Innlent

Lög­maðurinn neitar sök og kærir til Lands­réttar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
image
Vísir/Vilhelm

Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti.

Morgunblaðið hefur þetta eftir Baldvin Má Kristjánssyni, verjanda lögmannsins.

Baldvin vildi ekkert annað segja um málið en að skjólstæðingur hans neiti alfarið sök.

Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá því í dag að embættið hefði undanfarna mánuði unnið að umfangsmikilli rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi.

Vegna þeirra rannsókna hafi starfandi lögmaður verið handtekinn þann 18. nóvember síðastliðinn grunaður um skipulagða brotastarfsemi sem felst í skipulagðri starfsemi til að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×