Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2025 11:00 Reglulega fáum við fréttir sem unnar eru úr tölum frá Þjóðskrá um að svo og svo margir Íslendingar séu skráðir utan trúar- og lífskoðunarfélaga. Að sama skapi þykir það fréttnæmt að fólk skrái síg úr þjóðkirkjunni. Það er hins vegar fréttnæmt að mati undirritaðs að um 80% þjóðarinnar séu í dag skráð innan trúfélaga. Það er einnig áhugavert að þeir sem játa kaþólska trú og flytja til landsins skrá sig áfram í kaþólska söfnuðinn hér og kjósa að iðka trú sína í íslenska söfnuðinum. Jafnframt fjölgar enn í öðrum kristnum söfnuðum utan þjóðkirkjunnar. Vandi þjóðkirkjunnar snýr ekki að kristnum trúarboðskap hennar, það sannar góð kirkjusókn við stórar stundir í lífi okkar. Frekar er um samskiptavanda að ræða og klaufaskap. Allt slíkt má laga. Kristin trú hefur fylgt íslensku samfélagi frá landnámi Íslands. Áður en kristin trú var formlega samþykkt á Alþingi árið 1000 voru hér kristnir menn sem komu með og á undan fyrstu landnemunum. Trúin hefur því lagt grunninn að gildismati okkar sem byggir á náungakærleika gangvart öllum mönnum. Trúarbrögðin hafa því miður verið túlkuð af misvitrum mönnum um aldanna rás og oftar en ekki valdið usla og átökum. Þau hafa einnig verið misnotuð í pólitískum tilgangi sem er vítavert. Trú sem byggir á trausti er aftur á móti annar teningur en trúarbrögðin. Við megum ekki láta trúarbrögðin og misgóða túlkun á þeim trufla okkar trú. Hrein og fölskvalaus trú á hina góðu sköpun Guðs sem birtist okkur í kristnum trúarboðskap á að vera okkar leiðarljós. Ég hvet alla kristna einstaklinga að standa vörð um þær stofnanir kristninnar sem þeir treysta, og þó þeir kjósi að yfirgefa einn kristinn söfnuð að færa sig þá í annan. Það er ekki síður mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar sýni í verki að samfélag okkar byggir á kristinni trúarhefð. Þannig viðhöldum við þeirri hefð sem okkur hefur verið treyst fyrir um stundarsakir. Minnumst þessa mikla trúararfs nú í aðdraganda jólanna. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega fáum við fréttir sem unnar eru úr tölum frá Þjóðskrá um að svo og svo margir Íslendingar séu skráðir utan trúar- og lífskoðunarfélaga. Að sama skapi þykir það fréttnæmt að fólk skrái síg úr þjóðkirkjunni. Það er hins vegar fréttnæmt að mati undirritaðs að um 80% þjóðarinnar séu í dag skráð innan trúfélaga. Það er einnig áhugavert að þeir sem játa kaþólska trú og flytja til landsins skrá sig áfram í kaþólska söfnuðinn hér og kjósa að iðka trú sína í íslenska söfnuðinum. Jafnframt fjölgar enn í öðrum kristnum söfnuðum utan þjóðkirkjunnar. Vandi þjóðkirkjunnar snýr ekki að kristnum trúarboðskap hennar, það sannar góð kirkjusókn við stórar stundir í lífi okkar. Frekar er um samskiptavanda að ræða og klaufaskap. Allt slíkt má laga. Kristin trú hefur fylgt íslensku samfélagi frá landnámi Íslands. Áður en kristin trú var formlega samþykkt á Alþingi árið 1000 voru hér kristnir menn sem komu með og á undan fyrstu landnemunum. Trúin hefur því lagt grunninn að gildismati okkar sem byggir á náungakærleika gangvart öllum mönnum. Trúarbrögðin hafa því miður verið túlkuð af misvitrum mönnum um aldanna rás og oftar en ekki valdið usla og átökum. Þau hafa einnig verið misnotuð í pólitískum tilgangi sem er vítavert. Trú sem byggir á trausti er aftur á móti annar teningur en trúarbrögðin. Við megum ekki láta trúarbrögðin og misgóða túlkun á þeim trufla okkar trú. Hrein og fölskvalaus trú á hina góðu sköpun Guðs sem birtist okkur í kristnum trúarboðskap á að vera okkar leiðarljós. Ég hvet alla kristna einstaklinga að standa vörð um þær stofnanir kristninnar sem þeir treysta, og þó þeir kjósi að yfirgefa einn kristinn söfnuð að færa sig þá í annan. Það er ekki síður mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar sýni í verki að samfélag okkar byggir á kristinni trúarhefð. Þannig viðhöldum við þeirri hefð sem okkur hefur verið treyst fyrir um stundarsakir. Minnumst þessa mikla trúararfs nú í aðdraganda jólanna. Höfundur er guðfræðingur.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun