Þekktu efnin enn þau vinsælustu Bjarki Sigurðsson skrifar 26. nóvember 2025 13:00 Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir talsvert færri sprauta sig með fíkniefnum en áður. Litlar breytingar á götuverði efna bendi til þess að nægt framboð sé á fíkniefnamarkaði. Amfetamín og kókaín séu enn vinsælustu ólöglegu efnin hér á landi. Fréttastofa hefur í vikunni fjallað um mikla aukningu í fíkniefnainnflutningi en lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur aldrei lagt hald á jafn mikið magn fíkniefna og í ár. Þá er gríðarleg fjölgun í stórfelldum fíkniefnamálum tengdum komum Norrænu til Seyðisfjarðar. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði hefur sérstaklega tekið eftir fjölgun nýgeðvirkra efna, eða falsaðra fíkniefna, svo sem Nitazene. Fleiri noti ketamín Hvort þetta þýði að fíkniefni streymi í meira magni til landsins eða hvort aðgerðir lögreglu séu að skila meiri árangri en áður skal ósagt látið. Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir þá sem leiti á Vog oftast nota bara þau efni sem bjóðast hverju sinni. Fleiri séu farnir að nota ketamín. „Þeir sem leita til meðferðar eru meira að nota örvandi vímuefni, róandi lyf, áfengi og kannabis heldur en ópíóíða. Þeir eru færri með ópíóíðafíkn heldur en fíkn í hin efnin. Amfetamín og kókaín hafa átt vinninginn í ólöglegri vímuefnaneyslu mjög lengi og það er enn þannig,“ segir Valgerður. Vilja valda minni skaða Eitt jákvætt sem SÁÁ hefur tekið eftir er að talsvert færri sprauta sig í æð. „Þó að það séu enn talsvert margir. Því fylgir mjög mikil lífshætta að sprauta sig í æð þannig ef neyslan getur breyst frá því og yfir í aðra tegund neyslu er það skárra. Allt sem vinnur að því að minnka neyslu er auðvitað betra og veldur minni skaða,“ segir Valgerður. Götuverð breytist lítið Þá haldi sú þróun áfram að færri yngri en 25 ára leiti á Vog sem sé líklegast afrakstur mikils forvarnarstarfs. Götuverð fíkniefna hefur lítið breyst síðustu ár. „Þannig það er örugglega betra aðgengi að vímuefnum hvað varðar verð en fyrir nokkrum árum síðan. Það eru engar sviptingar, þetta er greinilega mjög stabílt. Sem þýðir að það er nægt framboð,“ segir Valgerður. Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Fréttastofa hefur í vikunni fjallað um mikla aukningu í fíkniefnainnflutningi en lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur aldrei lagt hald á jafn mikið magn fíkniefna og í ár. Þá er gríðarleg fjölgun í stórfelldum fíkniefnamálum tengdum komum Norrænu til Seyðisfjarðar. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði hefur sérstaklega tekið eftir fjölgun nýgeðvirkra efna, eða falsaðra fíkniefna, svo sem Nitazene. Fleiri noti ketamín Hvort þetta þýði að fíkniefni streymi í meira magni til landsins eða hvort aðgerðir lögreglu séu að skila meiri árangri en áður skal ósagt látið. Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, segir þá sem leiti á Vog oftast nota bara þau efni sem bjóðast hverju sinni. Fleiri séu farnir að nota ketamín. „Þeir sem leita til meðferðar eru meira að nota örvandi vímuefni, róandi lyf, áfengi og kannabis heldur en ópíóíða. Þeir eru færri með ópíóíðafíkn heldur en fíkn í hin efnin. Amfetamín og kókaín hafa átt vinninginn í ólöglegri vímuefnaneyslu mjög lengi og það er enn þannig,“ segir Valgerður. Vilja valda minni skaða Eitt jákvætt sem SÁÁ hefur tekið eftir er að talsvert færri sprauta sig í æð. „Þó að það séu enn talsvert margir. Því fylgir mjög mikil lífshætta að sprauta sig í æð þannig ef neyslan getur breyst frá því og yfir í aðra tegund neyslu er það skárra. Allt sem vinnur að því að minnka neyslu er auðvitað betra og veldur minni skaða,“ segir Valgerður. Götuverð breytist lítið Þá haldi sú þróun áfram að færri yngri en 25 ára leiti á Vog sem sé líklegast afrakstur mikils forvarnarstarfs. Götuverð fíkniefna hefur lítið breyst síðustu ár. „Þannig það er örugglega betra aðgengi að vímuefnum hvað varðar verð en fyrir nokkrum árum síðan. Það eru engar sviptingar, þetta er greinilega mjög stabílt. Sem þýðir að það er nægt framboð,“ segir Valgerður.
Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira