Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 12:51 Erlingur Erlingsson Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, glímir við eina flóknustu og erfiðustu stöðu sem bandalagið hefur staðið frammi fyrir í árafjöld að mati hernaðarsagnfræðings. Bæði er uppi breytt pólitísk staða innan sjálfs bandalagsins vegna afstöðu Bandaríkjastjórnar en einnig er ófriðvænlegt í álfunni. Íslandsheimsókn Rutte er hans fyrsta frá því hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur svaraði því játandi að uppi væru einir flóknustu og erfiðustu tímar hjá NATÓ í langan tíma, bæði hvað varðar innri pólitík og öryggismál. „Afstaða Bandaríkjastjórnar gagnvart NATÓ og gagnvart sameiginlegri varnarskuldbindingu bandalagsins, svokallaðri fimmtu grein, er mjög í vafa og hefur verið allt frá fyrra kjörtímabili Trumps en líka aftur núna. Það er stórt pólitískt vandamál fyrir NATÓ og svo er bandalagið með landvinningastríð við landamærin í austri og Rússar hafa verið í óhefðbundnu stríði við NATÓ-ríki allt frá 2022.“Bandaríkjastjórn hefur hvatt Úkraínu til að gefa eftir gagnvart Rússum til að friður geti orðið. Erlingur segir að Vesturlönd þurfi að hugleiða hvort þau vilji styðja betur við Úkraínu eða hvort þau sætti sig við að stríðið malli áfram án niðurstöðu.„Sem framkvæmdastjóri NATÓ er auðvitað hans hlutverk að huga að þeim helstu áskorunum sem bandalagið stendur frammi fyrir og reyna að afla því fylgis að aðildaþjóðirnar verði sammála um að bregðast við. Það eru ekki bara Bandaríkin sem eru á sérkennilegri vegferð, það eru ríki inni í NATÓ líka sem hafa ekki sömu sýn á árásarstríð Rússa gegn Úkraínu og flest ríki á Vesturlöndum hafa og á Norðurlöndum sérstaklega. Hann er í mjög erfiðri stöðu en það er ekki svo að þetta sé einungis verkefni NATÓ og það er hefð fyrir því innan Atlandshafsbandalagsins að hópar ríkja innan bandalagsins taki sig saman um aðgerðir þegar ekki næst samstaða allra aðildarríkjanna.“ En svo þyrfti Rutte að horfa til lengri tíma.„Hann hefur talað mjög skýrt, eins og Jens Stoltenberg forveri hans gerði, um að hervæðing Rússlands og hervæðing alls rússnesks samfélags og efnahagslífs, sem hefur verið í stríðinu, að miklu leyti þýði það að NATÓ standi frammi fyrir átökum við Rússland innan fárra ára. Hann er með tvöfalda áskorun, það er kapphlaup bandalagsins að vera tilbúið til að vonandi fæla Rússa frá slíkum átökum eða þá að verjast af krafti ef til þeirra kemur og síðan er hitt verkefnið að tryggja að Úkraínustríðið fái réttlátan og ásættanlegan endi.“ Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. 27. nóvember 2025 11:55 Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. 27. nóvember 2025 06:32 Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. 25. nóvember 2025 12:51 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Íslandsheimsókn Rutte er hans fyrsta frá því hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur svaraði því játandi að uppi væru einir flóknustu og erfiðustu tímar hjá NATÓ í langan tíma, bæði hvað varðar innri pólitík og öryggismál. „Afstaða Bandaríkjastjórnar gagnvart NATÓ og gagnvart sameiginlegri varnarskuldbindingu bandalagsins, svokallaðri fimmtu grein, er mjög í vafa og hefur verið allt frá fyrra kjörtímabili Trumps en líka aftur núna. Það er stórt pólitískt vandamál fyrir NATÓ og svo er bandalagið með landvinningastríð við landamærin í austri og Rússar hafa verið í óhefðbundnu stríði við NATÓ-ríki allt frá 2022.“Bandaríkjastjórn hefur hvatt Úkraínu til að gefa eftir gagnvart Rússum til að friður geti orðið. Erlingur segir að Vesturlönd þurfi að hugleiða hvort þau vilji styðja betur við Úkraínu eða hvort þau sætti sig við að stríðið malli áfram án niðurstöðu.„Sem framkvæmdastjóri NATÓ er auðvitað hans hlutverk að huga að þeim helstu áskorunum sem bandalagið stendur frammi fyrir og reyna að afla því fylgis að aðildaþjóðirnar verði sammála um að bregðast við. Það eru ekki bara Bandaríkin sem eru á sérkennilegri vegferð, það eru ríki inni í NATÓ líka sem hafa ekki sömu sýn á árásarstríð Rússa gegn Úkraínu og flest ríki á Vesturlöndum hafa og á Norðurlöndum sérstaklega. Hann er í mjög erfiðri stöðu en það er ekki svo að þetta sé einungis verkefni NATÓ og það er hefð fyrir því innan Atlandshafsbandalagsins að hópar ríkja innan bandalagsins taki sig saman um aðgerðir þegar ekki næst samstaða allra aðildarríkjanna.“ En svo þyrfti Rutte að horfa til lengri tíma.„Hann hefur talað mjög skýrt, eins og Jens Stoltenberg forveri hans gerði, um að hervæðing Rússlands og hervæðing alls rússnesks samfélags og efnahagslífs, sem hefur verið í stríðinu, að miklu leyti þýði það að NATÓ standi frammi fyrir átökum við Rússland innan fárra ára. Hann er með tvöfalda áskorun, það er kapphlaup bandalagsins að vera tilbúið til að vonandi fæla Rússa frá slíkum átökum eða þá að verjast af krafti ef til þeirra kemur og síðan er hitt verkefnið að tryggja að Úkraínustríðið fái réttlátan og ásættanlegan endi.“
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. 27. nóvember 2025 11:55 Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. 27. nóvember 2025 06:32 Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. 25. nóvember 2025 12:51 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. 27. nóvember 2025 11:55
Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, heimsækir Ísland í dag. Hann mun eiga fundi með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og með fulltrúum utanríkismálanefndar og Íslandsdeildar NATO þingsins. 27. nóvember 2025 06:32
Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. 25. nóvember 2025 12:51
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent