Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 19:00 Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari gagnrýnir viðbrögð Evu Bryndísar Helgadóttur, réttargæslumanns konunnar sem kærði Albert Guðmundsson fyrir nauðgun, við sýknudómi Landsréttar. Vilhelm/Arnar Halldórsson Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, gagnrýnir orð Evu Bryndísar Helgadóttur, réttargæslumanns konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, um að sýknudómur yfir Alberti hafi verið tæpur. Dómur í máli fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Í samtali við fréttamann sagði Eva Bryndís að dómurinn hefði komið sér á óvart og að hún hefði átt von á sakfellingu. „En það er vert að taka fram að það er sératkvæði í málinu, ekki bara eitt heldur tvö, og mismunandi röksemdir fyrir hverju. Og einn dómenda vildi sakfella. Þannig að þetta er mjög tæpt.“ Helgi Magnús, sem lét af störfum sem vararíkissaksóknari í sumar, gagnrýnir þessi orð Evu Bryndísar í opinberri athugasemd á Facebook. Undir frétt um viðbrögð Evu Bryndísar á Facebooksíðu Vísis skrifar hann eftirfarandi athugasemd. „Það er ekkert tæpt í þessum efnum. Annaðhvort er hann sekur eða saklaus, og hann var fundinn ekki sekur og þar með saklaus. Þetta er ekki fótboltaleikur.“ Helgi Magnús starfaði hjá embætti ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins og fer með yfirstjórn rannsókna sakamála hér á landi, í um fjórtán ár og því hefur athugasemdin vakið athygli, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Aðspurð hvort henni fyndist að málinu eigi að vera áfrýjað til Hæstaréttar sagði Eva að ríkissaksóknari verði að segja til um það. „En það er mjög óvenjulegt, myndi ég segja, að sjá þríklofinn þriggja manna dóm,“ sagði hún. „Og ég tala nú ekki um þegar það er sýkna á línu, eins og maður segir.“ Mál Alberts Guðmundssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. 27. nóvember 2025 17:23 Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. 27. nóvember 2025 15:57 „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundsssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðsaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. 27. nóvember 2025 16:17 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Dómur í máli fótboltamannsins Alberts Guðmundssonar var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Landsréttur klofnaði en meirihluti réttarins sýknaði Albert. Í samtali við fréttamann sagði Eva Bryndís að dómurinn hefði komið sér á óvart og að hún hefði átt von á sakfellingu. „En það er vert að taka fram að það er sératkvæði í málinu, ekki bara eitt heldur tvö, og mismunandi röksemdir fyrir hverju. Og einn dómenda vildi sakfella. Þannig að þetta er mjög tæpt.“ Helgi Magnús, sem lét af störfum sem vararíkissaksóknari í sumar, gagnrýnir þessi orð Evu Bryndísar í opinberri athugasemd á Facebook. Undir frétt um viðbrögð Evu Bryndísar á Facebooksíðu Vísis skrifar hann eftirfarandi athugasemd. „Það er ekkert tæpt í þessum efnum. Annaðhvort er hann sekur eða saklaus, og hann var fundinn ekki sekur og þar með saklaus. Þetta er ekki fótboltaleikur.“ Helgi Magnús starfaði hjá embætti ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvaldsins og fer með yfirstjórn rannsókna sakamála hér á landi, í um fjórtán ár og því hefur athugasemdin vakið athygli, líkt og sjá má hér að neðan. Facebook Aðspurð hvort henni fyndist að málinu eigi að vera áfrýjað til Hæstaréttar sagði Eva að ríkissaksóknari verði að segja til um það. „En það er mjög óvenjulegt, myndi ég segja, að sjá þríklofinn þriggja manna dóm,“ sagði hún. „Og ég tala nú ekki um þegar það er sýkna á línu, eins og maður segir.“
Mál Alberts Guðmundssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. 27. nóvember 2025 17:23 Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. 27. nóvember 2025 15:57 „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundsssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðsaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. 27. nóvember 2025 16:17 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Landsréttardómarinn Símon Sigvaldason, skilaði sératkvæði í máli Alberts Guðmundssonar og taldi að sakfella hefði átt Albert og dæma í tveggja ára og sex mánaða fangelsi. Hann hefur verið kallaður Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls hans í gegnum tíðina. 27. nóvember 2025 17:23
Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Eva Bryndís Helgadóttir, réttargæslumaður konu sem Albert Guðmundsson fótboltamaður var ákærður fyrir að nauðga, segir sýknudóm Alberts sem Landsréttur felldi í dag koma sér á óvart. 27. nóvember 2025 15:57
„Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts Guðmundsssonar, kveðst ánægður með sýknudóm Landsréttar í máli Alberts. Með honum hafi lagalega réttur og vel rökstuddur dómur héraðsdóms verið staðfestur. Ríkissaksóknari hafi bæði verið í lögvillu og staðreyndavillu þegar hann ákvað að ákæra í málinu, þrátt fyrir að héraðsaksóknari hafi ákveðið að fella málið niður. Niðurstaða Landsréttar sé Alberti mikill léttir. 27. nóvember 2025 16:17