„Það er enginn að banna konum að vera heima“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:35 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Vísir/Egill Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram þingsályktunartillöguna en vilja með henni kalla eftir sveigjanlegri tilhögun á fæðingarorlofi. Núverandi fæðingarorlofsréttur á Íslandi er tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Þingmennirnir vilja að málum verði háttað þannig að foreldrar geti skipt þessu öðruvísi og annað verið þá í lengri tíma í fæðingarorlofi en hitt. Kvenréttindafélag Íslands leggst alfarið gegn tillögunni. „Það sem við sjáum í þessu er að jafnt skipt orlof er grundvöllur fyrir atvinnuþátttöku kvenna og þar af leiðandi fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Þannig að það er mjög mikilvægt að orlofinu sé jafnt skipt. En það eru hins vegar áunnin réttindi á vinnumarkaði sem á ekki að framselja eins og hefur verið og var í síðustu fæðingarorlofslögum. Við viljum bara halda þessu eins og þetta er núna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um gagnrýni ungrar konu, Guðfinnu Kristínar Björnsdóttur, á núverandi fæðingarorlofskerfi. Hún sagði marga bíða lengi með að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins og hvatti Kvenréttindafélag Íslands, sem hefur sett sig á móti breytingum, til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. „Við erum ekkert að skipta okkur af því hvort konur vilji vera heima með börnin sín eða ekki. Þetta varðar bara réttindi sem okkur finnst að feður eigi að hafa til jafns á við mæður. Það er enginn að banna konum að vera heima,“ segir Auður. Guðfinna benti á að á Norðurlöndunum er orlofsskylda föður til að mynda aðeins þrír mánuðir. Auður segir að reynslan þaðan sýni að feður taki styttra orlof. „Ef tillagan næði fram að ganga þá yrði það sannarlega afturför. Þá yrðu réttindi tekin defakto af feðrum því að þeir fengju þá minna fæðingarorlof og það er það sem við höfum séð í öðrum löndum þar sem svona breytingar hafa verið gerðar,“ segir Auður. „Til dæmis eins og í Noregi. Fæðingarorlof þeirra hefur verið skert og tími þeirra með börnunum sínum.“ Þá segist Auður upplifa breytingar þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. „Það er mjög mikið bakslag í gangi og það er verið að gera breytingar á reglum og lögum sem að eru klárlega jafnréttismál, án þess að skoða það út frá jafnréttismálum. Ég nefni bara gjaldskrárhækkanir í leikskólum sem dæmi. Sem eru þá ekki skoðaðar út frá jafnréttismálum, þó að þetta sé klárlega jafnréttismál. Svo sjáum við bara miklu meiri heift í umræðunni,“ Sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram þingsályktunartillöguna en vilja með henni kalla eftir sveigjanlegri tilhögun á fæðingarorlofi. Núverandi fæðingarorlofsréttur á Íslandi er tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Þingmennirnir vilja að málum verði háttað þannig að foreldrar geti skipt þessu öðruvísi og annað verið þá í lengri tíma í fæðingarorlofi en hitt. Kvenréttindafélag Íslands leggst alfarið gegn tillögunni. „Það sem við sjáum í þessu er að jafnt skipt orlof er grundvöllur fyrir atvinnuþátttöku kvenna og þar af leiðandi fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Þannig að það er mjög mikilvægt að orlofinu sé jafnt skipt. En það eru hins vegar áunnin réttindi á vinnumarkaði sem á ekki að framselja eins og hefur verið og var í síðustu fæðingarorlofslögum. Við viljum bara halda þessu eins og þetta er núna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um gagnrýni ungrar konu, Guðfinnu Kristínar Björnsdóttur, á núverandi fæðingarorlofskerfi. Hún sagði marga bíða lengi með að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins og hvatti Kvenréttindafélag Íslands, sem hefur sett sig á móti breytingum, til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. „Við erum ekkert að skipta okkur af því hvort konur vilji vera heima með börnin sín eða ekki. Þetta varðar bara réttindi sem okkur finnst að feður eigi að hafa til jafns á við mæður. Það er enginn að banna konum að vera heima,“ segir Auður. Guðfinna benti á að á Norðurlöndunum er orlofsskylda föður til að mynda aðeins þrír mánuðir. Auður segir að reynslan þaðan sýni að feður taki styttra orlof. „Ef tillagan næði fram að ganga þá yrði það sannarlega afturför. Þá yrðu réttindi tekin defakto af feðrum því að þeir fengju þá minna fæðingarorlof og það er það sem við höfum séð í öðrum löndum þar sem svona breytingar hafa verið gerðar,“ segir Auður. „Til dæmis eins og í Noregi. Fæðingarorlof þeirra hefur verið skert og tími þeirra með börnunum sínum.“ Þá segist Auður upplifa breytingar þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. „Það er mjög mikið bakslag í gangi og það er verið að gera breytingar á reglum og lögum sem að eru klárlega jafnréttismál, án þess að skoða það út frá jafnréttismálum. Ég nefni bara gjaldskrárhækkanir í leikskólum sem dæmi. Sem eru þá ekki skoðaðar út frá jafnréttismálum, þó að þetta sé klárlega jafnréttismál. Svo sjáum við bara miklu meiri heift í umræðunni,“ Sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira