Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 13:16 Cristiano Ronaldo er svo velkominn á HM í Bandaríkjunum að sjálfur forsetinn Donald Trump bauð honum í heimsókn. Ronaldo er alls ekki sá eini sem fengið hefur bann stytt fyrir HM og er Mario Mandzukic annað dæmi. Samsett/Instagram/Getty Margir hafa sett spurningamerki við það að Cristiano Ronaldo fái að vera með á HM í fótbolta næsta sumar frá byrjun, þrátt fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Írunum hans Heimis Hallgrímssonar. Bullandi spilling eða eitthvað sem mörg fordæmi eru fyrir? Ronaldo fékk rautt fyrir olnbogaskot í Dara O‘Shea, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi 13. nóvember. Samkvæmt agareglum FIFA um ofbeldisfulla hegðun hefði það þýtt þriggja leikja bann. Fyrsta leikinn tók Ronaldo svo út í lokaleik undankeppninnar, gegn Armeníu þremur dögum síðar. Hann var svo mættur líkt og Gianni Infantino, forseti FIFA, og krónprins Sádi-Arabíu, Mohammad bin Salman, í hátíðarkvöldverð hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 19. nóvember. Síðasta þriðjudag tilkynnti aganefnd FIFA svo að tveggja leikja bannið sem Ronaldo ætti eftir yrði skilorðsbundið, og að hann gæti því spilað fyrsta leik á HM. Maðkur í mysunni? Þessi atburðarás fékk marga til að trúa því að verið væri að beita brögðum og Ronaldo fengi sérmeðferð svo að hann yrði með frá byrjun í Bandaríkjunum næsta sumar, þegar augu heimsbyggðarinnar verða á heimsmeistaramótinu. Aganefnd FIFA, sem á að vera óháð, hefur hins vegar fulla heimild fyrir sinni ákvörðun út frá gildandi reglum. BBC bendir í ítarlegri grein á fyrri dæmi um það að bönn hafi verið stytt í aðdraganda HM, sem fer aðeins fram á fjögurra ára fresti, þó að ekki sé beinlínis til alveg eins dæmi um að tveir leikir af þremur séu gerðir skilorðsbundnir. Koscielny, Mandzukic og Cocu í svipuðum sporum Fyrir HM 2014 fékk Frakkinn Laurent Koscielny til að mynda bann fyrir að slá Oleksandr Kucher, leikmann Úkraínu, í fyrri leik í HM-umspili. Líkt og Ronaldo fór Koscielny sjálfkrafa í eins leiks bann en það var hins vegar ekki lent og gat þessi þáverandi miðvörður Arsenal spilað á HM frá byrjun. Annað dæmi er frá sama HM-umspili, sem Íslendingar vilja kannski gleyma, þegar Króatinn Mario Mandzukic fékk rautt spjald fyrir að grafa takkana í læri Jóhanns Bergs Guðmundssonar í seinni leiknum við Ísland í Króatíu. Mandzukic fékk aðeins eins leiks bann og gat því spilað annan leik Króata á HM í Brasilíu 2014, og skoraði þar tvö mörk í 4-0 sigri gegn Kamerún. Fleiri dæmi eru rakin í grein BBC. Hollendingurinn Phillip Cocu gat verið með frá byrjun á HM 2006, Japaninn Makoto Hasebe missti bara af fyrsta leik á HM 2010 og hið sama má segja um Íranann Saeid Ezatolahi á HM 2018, og Mexíkóann Jesus Arellano á HM 2002. Fleiri dæmi eru svo nefnd í greininni sem lesa má hér. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Ronaldo fékk rautt fyrir olnbogaskot í Dara O‘Shea, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi 13. nóvember. Samkvæmt agareglum FIFA um ofbeldisfulla hegðun hefði það þýtt þriggja leikja bann. Fyrsta leikinn tók Ronaldo svo út í lokaleik undankeppninnar, gegn Armeníu þremur dögum síðar. Hann var svo mættur líkt og Gianni Infantino, forseti FIFA, og krónprins Sádi-Arabíu, Mohammad bin Salman, í hátíðarkvöldverð hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 19. nóvember. Síðasta þriðjudag tilkynnti aganefnd FIFA svo að tveggja leikja bannið sem Ronaldo ætti eftir yrði skilorðsbundið, og að hann gæti því spilað fyrsta leik á HM. Maðkur í mysunni? Þessi atburðarás fékk marga til að trúa því að verið væri að beita brögðum og Ronaldo fengi sérmeðferð svo að hann yrði með frá byrjun í Bandaríkjunum næsta sumar, þegar augu heimsbyggðarinnar verða á heimsmeistaramótinu. Aganefnd FIFA, sem á að vera óháð, hefur hins vegar fulla heimild fyrir sinni ákvörðun út frá gildandi reglum. BBC bendir í ítarlegri grein á fyrri dæmi um það að bönn hafi verið stytt í aðdraganda HM, sem fer aðeins fram á fjögurra ára fresti, þó að ekki sé beinlínis til alveg eins dæmi um að tveir leikir af þremur séu gerðir skilorðsbundnir. Koscielny, Mandzukic og Cocu í svipuðum sporum Fyrir HM 2014 fékk Frakkinn Laurent Koscielny til að mynda bann fyrir að slá Oleksandr Kucher, leikmann Úkraínu, í fyrri leik í HM-umspili. Líkt og Ronaldo fór Koscielny sjálfkrafa í eins leiks bann en það var hins vegar ekki lent og gat þessi þáverandi miðvörður Arsenal spilað á HM frá byrjun. Annað dæmi er frá sama HM-umspili, sem Íslendingar vilja kannski gleyma, þegar Króatinn Mario Mandzukic fékk rautt spjald fyrir að grafa takkana í læri Jóhanns Bergs Guðmundssonar í seinni leiknum við Ísland í Króatíu. Mandzukic fékk aðeins eins leiks bann og gat því spilað annan leik Króata á HM í Brasilíu 2014, og skoraði þar tvö mörk í 4-0 sigri gegn Kamerún. Fleiri dæmi eru rakin í grein BBC. Hollendingurinn Phillip Cocu gat verið með frá byrjun á HM 2006, Japaninn Makoto Hasebe missti bara af fyrsta leik á HM 2010 og hið sama má segja um Íranann Saeid Ezatolahi á HM 2018, og Mexíkóann Jesus Arellano á HM 2002. Fleiri dæmi eru svo nefnd í greininni sem lesa má hér.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira