Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar 28. nóvember 2025 13:32 Þroskahjálp gerir alvarlega athugasemd við orð borgarstjóra Reykjavíkur um að til lífsgæðaskerðinga geti komið leggi ríkið sveitarfélögum ekki til aukið fjármagn vegna þjónustu við fatlað fólk. Slík framsetning er ekki aðeins villandi heldur lýsir hún fullkomlega óásættanlegum viðhorfum sem eru rót þeirrar kerfisbundnu vanrækslu sem fatlað fólk má þola. Það er algjörlega óviðunandi að borgarstjóri láti í veðri vaka að réttindi fatlaðs fólks — lögbundin og óumdeilanleg — séu í beinni samkeppni við lífsgæði á Íslandi. Að færa ábyrgðina yfir á fatlað fólk, eins og réttindi þess séu byrði en ekki grunnforsenda mannréttinda og samfélagslegs réttlætis, er algjörlega galið. Fatlað fólk býr nú þegar við skert lífsgæði. Það hefur þurft að bíða árum saman eftir þjónustu sem það á lögbundinn rétt á. Þessi staða er bein afleiðing pólitískra ákvarðana — ekki afleiðing tilveru fatlaðs fólks. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr: sveitarfélög bera ábyrgð á þjónustunni, fjármögnun hennar og framkvæmd. Þegar borgarstjóri mætir þeirri skyldu með því að stilla henni upp sem samkeppni milli réttinda fatlaðs fólks og almennra lífsgæða er það birtingarmynd úreltra viðhorfa sem hafa hindrað framgang mannréttinda og jaðarsett fatlað fólk alla tíð. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki valfrjáls útgjaldaliður sem hægt er að draga úr eftir hentugleika – og hafa aldrei verið. Um er að ræða lögbundna skyldu og grunnforsendu í samfélagi sem einkennist af réttlæti og jafnrétti. Þroskahjálp krefst þess að borgarstjóri dragi þessi ummæli til baka og axli ábyrgð á því að leiða umræðuna með mannréttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að standa vörð um réttindi allra en ekki að stilla réttindum fatlaðs fólks upp sem ógn við lífsgæði annarra. Lífsgæði fatlaðs fólks hafa verið skert allt of lengi. Lífsgæði á Íslandi verða ekki bætt með því að gera fatlað fólk að blóraböggli. Þvert á móti er það forsenda lífsgæða að standa við lög og skuldbindingar um mannréttindi sem stjórnvöld hafa undirgengist. Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þroskahjálp gerir alvarlega athugasemd við orð borgarstjóra Reykjavíkur um að til lífsgæðaskerðinga geti komið leggi ríkið sveitarfélögum ekki til aukið fjármagn vegna þjónustu við fatlað fólk. Slík framsetning er ekki aðeins villandi heldur lýsir hún fullkomlega óásættanlegum viðhorfum sem eru rót þeirrar kerfisbundnu vanrækslu sem fatlað fólk má þola. Það er algjörlega óviðunandi að borgarstjóri láti í veðri vaka að réttindi fatlaðs fólks — lögbundin og óumdeilanleg — séu í beinni samkeppni við lífsgæði á Íslandi. Að færa ábyrgðina yfir á fatlað fólk, eins og réttindi þess séu byrði en ekki grunnforsenda mannréttinda og samfélagslegs réttlætis, er algjörlega galið. Fatlað fólk býr nú þegar við skert lífsgæði. Það hefur þurft að bíða árum saman eftir þjónustu sem það á lögbundinn rétt á. Þessi staða er bein afleiðing pólitískra ákvarðana — ekki afleiðing tilveru fatlaðs fólks. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr: sveitarfélög bera ábyrgð á þjónustunni, fjármögnun hennar og framkvæmd. Þegar borgarstjóri mætir þeirri skyldu með því að stilla henni upp sem samkeppni milli réttinda fatlaðs fólks og almennra lífsgæða er það birtingarmynd úreltra viðhorfa sem hafa hindrað framgang mannréttinda og jaðarsett fatlað fólk alla tíð. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki valfrjáls útgjaldaliður sem hægt er að draga úr eftir hentugleika – og hafa aldrei verið. Um er að ræða lögbundna skyldu og grunnforsendu í samfélagi sem einkennist af réttlæti og jafnrétti. Þroskahjálp krefst þess að borgarstjóri dragi þessi ummæli til baka og axli ábyrgð á því að leiða umræðuna með mannréttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi. Það er hlutverk kjörinna fulltrúa að standa vörð um réttindi allra en ekki að stilla réttindum fatlaðs fólks upp sem ógn við lífsgæði annarra. Lífsgæði fatlaðs fólks hafa verið skert allt of lengi. Lífsgæði á Íslandi verða ekki bætt með því að gera fatlað fólk að blóraböggli. Þvert á móti er það forsenda lífsgæða að standa við lög og skuldbindingar um mannréttindi sem stjórnvöld hafa undirgengist. Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar