Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar 30. nóvember 2025 10:30 Í febrúar síðastliðnum gáfu Samtök iðnaðarins og félag ráðgjafaverktaka út skýrsluna „Innviðir á Íslandi 2025 – Ástand og framtíðarhorfur“. Óhætt er að segja að þær áskoranir sem þar blasa við séu umfangsmiklar. Ef bara er litið til vegakerfisins er uppsöfnuð innviðaskuld þess 265–290 milljarðar króna. Hér ber að athuga að eingöngu er horft til þess að koma núverandi innviðum í samt horf, ekki er gert ráð fyrir nýjum framkvæmdum í þessum útreikningum. Í sömu skýrslu kemur einnig skýrt fram að staða mála sé í raun óbreytt frá árinu 2017. Ástæður þessarar stöðu eru nokkrar. Fyrst ber sennilega að nefna að okkur hefur fjölgað umtalsvert, eða um 90 þúsund manns frá árinu 2010. Á sama tímabili hefur ferðamönnum sem sækja okkur heim fjölgað úr um 500 þúsund í meira en tvær milljónir. Þessir tveir þættir sérstaklega hafa valdið verulega auknu álagi á flesta innviði, þá ekki síst vegakerfið. Ekki síst hefur fjármögnun viðhalds og framkvæmda í vegakerfinu verið áskorun sem setið hefur á hakanum. Um aldamótin síðustu stóðu gjöld af eldsneyti og innflutningi farartækja til sem svaraði 3% af vergri landsframleiðslu. Síðan þá hefur hvoru tveggja gerst, bílar hafa orðið sí sparneytnari og þar afleiðandi greitt lægri eldsneytisgjöld og til hafa komið til sögunnar rafmagnsbílar, sem bæði greiða engin eldsneytisgjöld og lægri innflutningsgjöld. Þetta hlutfall var orðið um það bil 1,7% árið 2010 og hélst við það til ársins 2017. Lægst hefur hlutfall slíkra gjalda farið í 1% af landsframleiðslu og er það staðan nú að óbreyttu. Að gera, nú eða ekki gera Allir flokkar sem á þingi sitja eru með það á stefnuskrám sínum að efla vegakerfið um allt land. En það er eitt að segja og svo er það allt annað að gera. Til þess að hefja slíka sókn þarf að forgangsraða og fjármagna. Það þarf með öðrum orðum að taka pólitískar ákvarðanir. Það er nefnilega ekki hægt að búa til eitthvað úr engu. Á þingi sitja flokkar sem höfðu öll tækifæri til að hefja sókn í viðhaldi innviða og uppbyggingu þeirra. Afraksturinn er takmarkaður svo kurteist sé orðað. En þá líkt og nú voru vissulega fyrirheit. Í fjármálastefnu og fjármálaáætlun sem þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, lagði fram þingveturinn 2021-22, kemur sú ætlun þáverandi stjórnvalda skýrt fram að stefnt skuli að því að notkunargjöld kæmu í stað eldri eldsneytisgjalda og þeim yrði ætlað ná sama hlutfalli af vergri landsframleiðslu og var árin 2010-2017, 1.7%. Voru þessar fyrirætlanir samþykktar, raunar fékk þessi liður engar umræðu í ræðustól Alþingis í það sinnið. Þrátt fyrir þessi fyrirheit varð þáverandi ríkisstjórn lítið áleiðis að ná þessu markmiði sínu. 1,7% af vergri landsframleiðslu Í fjármálaáætlun sem núverandi fjármálaráðherra, Daði Már Kristófersson, lagði fram vorið 2025 var einnig gert ráð fyrir að gjöld af notkun farartækja stæðu undir sem svaraði 1,7% af vergri landsframleiðslu. Þessi fyrirætlan fékk ekki mikla umræðu við það tilefni. Enda hefði það verið skrítið þar sem tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum, stóðu að samskonar markmiði og höfðu ekki kynnt neinar fyrirætlanir um að þau hefðu breytt um stefnu eða sýn í málaflokknum. Þá kemur að því erfiða, að ná þessu markmiði. Þegar hlutfall gjalda af notkun og innflutningi er eingöngu 1% af landsframleiðslu og allir eru sammála um að það skuli vera 0,7 prósentustigum hærra. Eru tveir möguleikar í boði. Að minnka landsframleiðsluna eða hækka gjöldin. Bæði ritari og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og fundið boðaðri hækkun vörugjalda á bifreiðar flest til foráttu. Annar talar um „barnaskatt“ og hinn um „delluvegferð“. Gott og vel, það er ekkert við það að athuga að fólk greini á um hluti. En þá hlýtur sú spurning að sitja eftir, hvernig hyggst Sjálfstæðisflokkurinn ná fram þeim markmiðum sem hann sjálfur setti sér? Allt að einu, verður að gera þá kröfu til forystu Sjálfstæðisflokksins að þar sé sýnd lágmarksábyrgð þegar kemur að umræðu um samgöngumál og fjármögnun þess. Hið minnsta verður flokkurinn að gangast við ábyrgð á sínum fyrri verkum og útskýra hvort hann standi við eigin orð og litlar efndir. Frá stöðnun til framkvæmda Það kemur skýrt fram yfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar að hún stefni á að hefjast handa við að vinna á þeirri innviðaskuld sem safnast hefur, jafnframt að halda áfram að byggja upp þjóðvegi landsins og hefja að nýju borun jarðganga. Við það skal staðið, jafnvel þótt að í því felist miklar áskoranir, sem eru samhliða öðrum verkefnum, svo sem að ná stöðugleika í ríkisfjármálum og efla grunnþjónustu á öllum sviðum samfélagsins. Þá hefur ríkisstjórnin einsett sér að ná fram hagræðingu í ríkisrekstri upp á 110 milljarða á kjörtímabilinu. Þá skal þetta allt gert án þess að hækka almenna skatta og án þess að skuldsetja ríkissjóð enn meir en nú er. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur verið treyst til erfiðra verka. Að hækka gjöld vegna notkunar á innviðum sem renna til uppbyggingar þessara sömu innviða er ekki neitt sem gert er í léttu tómi. Það er þó mun sanngjarnari leið en að skera niður í annarri grunnþjónustu eða jafna út þær byrðar með almennum skattahækkunum. Það er sömuleiðis í samræmi við stefnu stjórnvalda síðustu þrjú kjörtímabil að það sé leitast við að þeir borgi sem nýti. Af þeim fjármögnunarleiðum sem í boði eru til sóknar í innviðauppbyggingu er þessi sanngjörnust. Fólki getur svo greint á um leiðir, en það verður þá að gera þá kröfu að hluti þess samtals séu aðrar lausnir sem viðkomandi telur fýsilegri. Höfundur er starfsmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Njarðarson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í febrúar síðastliðnum gáfu Samtök iðnaðarins og félag ráðgjafaverktaka út skýrsluna „Innviðir á Íslandi 2025 – Ástand og framtíðarhorfur“. Óhætt er að segja að þær áskoranir sem þar blasa við séu umfangsmiklar. Ef bara er litið til vegakerfisins er uppsöfnuð innviðaskuld þess 265–290 milljarðar króna. Hér ber að athuga að eingöngu er horft til þess að koma núverandi innviðum í samt horf, ekki er gert ráð fyrir nýjum framkvæmdum í þessum útreikningum. Í sömu skýrslu kemur einnig skýrt fram að staða mála sé í raun óbreytt frá árinu 2017. Ástæður þessarar stöðu eru nokkrar. Fyrst ber sennilega að nefna að okkur hefur fjölgað umtalsvert, eða um 90 þúsund manns frá árinu 2010. Á sama tímabili hefur ferðamönnum sem sækja okkur heim fjölgað úr um 500 þúsund í meira en tvær milljónir. Þessir tveir þættir sérstaklega hafa valdið verulega auknu álagi á flesta innviði, þá ekki síst vegakerfið. Ekki síst hefur fjármögnun viðhalds og framkvæmda í vegakerfinu verið áskorun sem setið hefur á hakanum. Um aldamótin síðustu stóðu gjöld af eldsneyti og innflutningi farartækja til sem svaraði 3% af vergri landsframleiðslu. Síðan þá hefur hvoru tveggja gerst, bílar hafa orðið sí sparneytnari og þar afleiðandi greitt lægri eldsneytisgjöld og til hafa komið til sögunnar rafmagnsbílar, sem bæði greiða engin eldsneytisgjöld og lægri innflutningsgjöld. Þetta hlutfall var orðið um það bil 1,7% árið 2010 og hélst við það til ársins 2017. Lægst hefur hlutfall slíkra gjalda farið í 1% af landsframleiðslu og er það staðan nú að óbreyttu. Að gera, nú eða ekki gera Allir flokkar sem á þingi sitja eru með það á stefnuskrám sínum að efla vegakerfið um allt land. En það er eitt að segja og svo er það allt annað að gera. Til þess að hefja slíka sókn þarf að forgangsraða og fjármagna. Það þarf með öðrum orðum að taka pólitískar ákvarðanir. Það er nefnilega ekki hægt að búa til eitthvað úr engu. Á þingi sitja flokkar sem höfðu öll tækifæri til að hefja sókn í viðhaldi innviða og uppbyggingu þeirra. Afraksturinn er takmarkaður svo kurteist sé orðað. En þá líkt og nú voru vissulega fyrirheit. Í fjármálastefnu og fjármálaáætlun sem þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, lagði fram þingveturinn 2021-22, kemur sú ætlun þáverandi stjórnvalda skýrt fram að stefnt skuli að því að notkunargjöld kæmu í stað eldri eldsneytisgjalda og þeim yrði ætlað ná sama hlutfalli af vergri landsframleiðslu og var árin 2010-2017, 1.7%. Voru þessar fyrirætlanir samþykktar, raunar fékk þessi liður engar umræðu í ræðustól Alþingis í það sinnið. Þrátt fyrir þessi fyrirheit varð þáverandi ríkisstjórn lítið áleiðis að ná þessu markmiði sínu. 1,7% af vergri landsframleiðslu Í fjármálaáætlun sem núverandi fjármálaráðherra, Daði Már Kristófersson, lagði fram vorið 2025 var einnig gert ráð fyrir að gjöld af notkun farartækja stæðu undir sem svaraði 1,7% af vergri landsframleiðslu. Þessi fyrirætlan fékk ekki mikla umræðu við það tilefni. Enda hefði það verið skrítið þar sem tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum, stóðu að samskonar markmiði og höfðu ekki kynnt neinar fyrirætlanir um að þau hefðu breytt um stefnu eða sýn í málaflokknum. Þá kemur að því erfiða, að ná þessu markmiði. Þegar hlutfall gjalda af notkun og innflutningi er eingöngu 1% af landsframleiðslu og allir eru sammála um að það skuli vera 0,7 prósentustigum hærra. Eru tveir möguleikar í boði. Að minnka landsframleiðsluna eða hækka gjöldin. Bæði ritari og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og fundið boðaðri hækkun vörugjalda á bifreiðar flest til foráttu. Annar talar um „barnaskatt“ og hinn um „delluvegferð“. Gott og vel, það er ekkert við það að athuga að fólk greini á um hluti. En þá hlýtur sú spurning að sitja eftir, hvernig hyggst Sjálfstæðisflokkurinn ná fram þeim markmiðum sem hann sjálfur setti sér? Allt að einu, verður að gera þá kröfu til forystu Sjálfstæðisflokksins að þar sé sýnd lágmarksábyrgð þegar kemur að umræðu um samgöngumál og fjármögnun þess. Hið minnsta verður flokkurinn að gangast við ábyrgð á sínum fyrri verkum og útskýra hvort hann standi við eigin orð og litlar efndir. Frá stöðnun til framkvæmda Það kemur skýrt fram yfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar að hún stefni á að hefjast handa við að vinna á þeirri innviðaskuld sem safnast hefur, jafnframt að halda áfram að byggja upp þjóðvegi landsins og hefja að nýju borun jarðganga. Við það skal staðið, jafnvel þótt að í því felist miklar áskoranir, sem eru samhliða öðrum verkefnum, svo sem að ná stöðugleika í ríkisfjármálum og efla grunnþjónustu á öllum sviðum samfélagsins. Þá hefur ríkisstjórnin einsett sér að ná fram hagræðingu í ríkisrekstri upp á 110 milljarða á kjörtímabilinu. Þá skal þetta allt gert án þess að hækka almenna skatta og án þess að skuldsetja ríkissjóð enn meir en nú er. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur verið treyst til erfiðra verka. Að hækka gjöld vegna notkunar á innviðum sem renna til uppbyggingar þessara sömu innviða er ekki neitt sem gert er í léttu tómi. Það er þó mun sanngjarnari leið en að skera niður í annarri grunnþjónustu eða jafna út þær byrðar með almennum skattahækkunum. Það er sömuleiðis í samræmi við stefnu stjórnvalda síðustu þrjú kjörtímabil að það sé leitast við að þeir borgi sem nýti. Af þeim fjármögnunarleiðum sem í boði eru til sóknar í innviðauppbyggingu er þessi sanngjörnust. Fólki getur svo greint á um leiðir, en það verður þá að gera þá kröfu að hluti þess samtals séu aðrar lausnir sem viðkomandi telur fýsilegri. Höfundur er starfsmaður þingflokks Viðreisnar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar