Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 18:01 Það hefur orðið ákveðin tískubylgja að klína á stuðningsfólk Miðflokksins alls konar stimplum: að við séum illa læs, gamlar karlrembur, ungir strákar með fordóma eða fólk sem hati einfaldlega útlendinga. Þetta er þægileg leið til að afskrifa heila stjórnmálahreyfingu án þess að þurfa að ræða málefnin sjálf. En þessi öfgamynd á lítið skylt við raunveruleikann. Ég hef verið í Miðflokknum í nokkurn tíma og passa hvorki í þessar klisjur né þekki ég fólk sem gerir það. Stuðningsfólkið sem ég hef talað við er fjölbreytt, hugsandi og einfaldlega áhyggjufullt um framtíð Íslands. Fólk sem vill sjá ábyrgð, festu og heiðarleika í stjórnmálum og er ekki hrætt við að taka umræðuna af hreinskilni. Þar liggur líka styrkur Miðflokksins, hann er ekki hræddur við að segja hlutina upphátt, takast á við erfið mál og nefna hluti sem aðrir flokkar forðast af ótta við að styggja einhverja. Ég styð Miðflokkinn því ég vil halda í sjálfstæðið okkar, vernda auðlindir sem eiga að tilheyra þjóðinni, styrkja landsbyggðina og hafa skýrari, sanngjarnari og ábyrgari reglur í innflytjendamálum. Og meira en það vil ég ýta undir nýsköpun, styðja atvinnulíf sem skapar raunveruleg verðmæti, draga úr skuldum ríkisins og koma í veg fyrir endalausar skattahækkanir á almenning og fyrirtæki. Þetta er ekki öfgafull sýn, þetta er krafa um ábyrga stjórnun og land sem stendur styrkt á eigin fótum. Þetta eru mínar ástæður. Ekki hatur, ekki fordómar. Bara skynsemi, heiðarleiki og trú á að Ísland geti gert betur. Höfundur er deildarstjóri og Miðflokkskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur orðið ákveðin tískubylgja að klína á stuðningsfólk Miðflokksins alls konar stimplum: að við séum illa læs, gamlar karlrembur, ungir strákar með fordóma eða fólk sem hati einfaldlega útlendinga. Þetta er þægileg leið til að afskrifa heila stjórnmálahreyfingu án þess að þurfa að ræða málefnin sjálf. En þessi öfgamynd á lítið skylt við raunveruleikann. Ég hef verið í Miðflokknum í nokkurn tíma og passa hvorki í þessar klisjur né þekki ég fólk sem gerir það. Stuðningsfólkið sem ég hef talað við er fjölbreytt, hugsandi og einfaldlega áhyggjufullt um framtíð Íslands. Fólk sem vill sjá ábyrgð, festu og heiðarleika í stjórnmálum og er ekki hrætt við að taka umræðuna af hreinskilni. Þar liggur líka styrkur Miðflokksins, hann er ekki hræddur við að segja hlutina upphátt, takast á við erfið mál og nefna hluti sem aðrir flokkar forðast af ótta við að styggja einhverja. Ég styð Miðflokkinn því ég vil halda í sjálfstæðið okkar, vernda auðlindir sem eiga að tilheyra þjóðinni, styrkja landsbyggðina og hafa skýrari, sanngjarnari og ábyrgari reglur í innflytjendamálum. Og meira en það vil ég ýta undir nýsköpun, styðja atvinnulíf sem skapar raunveruleg verðmæti, draga úr skuldum ríkisins og koma í veg fyrir endalausar skattahækkanir á almenning og fyrirtæki. Þetta er ekki öfgafull sýn, þetta er krafa um ábyrga stjórnun og land sem stendur styrkt á eigin fótum. Þetta eru mínar ástæður. Ekki hatur, ekki fordómar. Bara skynsemi, heiðarleiki og trú á að Ísland geti gert betur. Höfundur er deildarstjóri og Miðflokkskona.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar