Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. desember 2025 18:03 Ragga Gísla hlaut Heiðursmerki STEFs í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Formleg hátíðardagskrá Dags íslenskrar tónlistar fór fram í Hörpu í dag þar sem tónlistaraðildarfélögin STEF og SFH nýttu tækifærið og veittu viðurkenningar þeim einstaklingum og/eða hópum sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í þágu íslensks tónlistarlífs á síðustu misserum. Meðal verðlaunahafa fyrri ára eru Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson, Glatkistan, Stelpur rokka, Iceland Sync, Árni Matthíasson, Andrea Jónsdóttir, Græni hatturinn á Akureyri og fleiri. Páll Óskar Hjálmtýsson og Benni Hemm Hemm byrjuðu dagskrána með því að flytja lag sitt Eitt af blómunum. Það lag var valið af tónmenntakennurum um allt land sem samsöngslag þessa árs og var sungið kl. 10:05 í morgun. Benni HemmHemm og Páll Óskar fluttu lagið Eitt af blómunum.Aðsend Eftirfarandi einstaklingar og hópar eru handhafar viðurkenninga ársins á Degi íslenskrar tónlistar: Hljómplötuútgáfan Sticky Records hlýtur Hvatningarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar, fyrir að vera heimili íslenskrar grasrótar og hafa veitt nýrri bylgju íslenskrar hipphopptónlistar öflugt brautargengi. Félagsskapurinn MMF Iceland hlýtur Nýsköpunarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar, fyrir að sameina samfélag umboðsfólks á Íslandi með því ljósi að styðja og styrkja enn frekar rödd íslensks tónlistarfólks heima og að heiman. Flytjendaverðlaunum FÍH er ætlað að beina athygli að framúrskarandi hljóðfæraleik í öllum tónlistartegundum. Að þessu sinni hljóta þau „Óþekkta hrynsveitin“ en það er vaskur hópur flytjenda sem séð hefur um undirleik í sýningu Borgarleikhússins, Moulin Rouge, upp á síðkastið. Þetta eru þeir Andrés Þór Gunnlaugsson, Andri Ólafsson, Birgir Þórisson, Gunnar Hilmarsson, Helgi Reynir Jónsson, Jóhann Hjörleifsson, Matthías Stefánsson, Ólafur Hólm, Róbert Þórhallsson og Vignir Þór Stefánsson. Glugginn eru verðlaun sem veitt eru þeim er sýna íslenskri tónlist sérstakt atfylgi og að þessu sinni er það tónleikastaðurinn IÐNÓ sem Gluggann hlýtur fyrir að byggja upp og hlúa að heimkynnum íslenskrar tónleikamenningar við tjörnina í Reykjavík og gera tónlistarfólki kleift að skapa list sína við fyrsta flokks aðstæður. Heiðursmerki STEFs hlýtur í ár tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir. Það er auðvitað of langt mál að tíunda hennar afrekaskrá, þó mun Páll Ragnar Pálsson eflaust gera það þegar hann afhendir henni merkið. Kvennakórinn Katla söng í tilefni af þessu tvö lög til Ragnhildar, lög sem eru eftir Ragnhildi og þau sem hún hefur flutt. Kvennakórinn Katla flutti lög eftir Röggu Gísla.Aðsend Útflutningsverðlaun Dags íslenskrar tónlistar fellur Ásdísi Maríu Viðarsdóttur í skaut fyrir afar blómstrandi og sífellt vaxandi feril sinn síðustu misseri og að halda um leið uppi merkjum íslenskrar tónlistar um víða veröld með miklum sóma. Ásdís María er rísandi stjarna á heimsvísu.Aðsend Loks er það aðalverðlaun dagsins, Lítill fugl; heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar og það eru Músiktilraunir sem þau hljóta, fyrir að byggja brautarpall fyrir ungt fólk í tónlist og hafa um langt skeið leitt fyrstu skref efnilegasta tónlistarfólks landsins með farsælum hætti. Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Meðal verðlaunahafa fyrri ára eru Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Gísli Þór Guðmundsson, Glatkistan, Stelpur rokka, Iceland Sync, Árni Matthíasson, Andrea Jónsdóttir, Græni hatturinn á Akureyri og fleiri. Páll Óskar Hjálmtýsson og Benni Hemm Hemm byrjuðu dagskrána með því að flytja lag sitt Eitt af blómunum. Það lag var valið af tónmenntakennurum um allt land sem samsöngslag þessa árs og var sungið kl. 10:05 í morgun. Benni HemmHemm og Páll Óskar fluttu lagið Eitt af blómunum.Aðsend Eftirfarandi einstaklingar og hópar eru handhafar viðurkenninga ársins á Degi íslenskrar tónlistar: Hljómplötuútgáfan Sticky Records hlýtur Hvatningarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar, fyrir að vera heimili íslenskrar grasrótar og hafa veitt nýrri bylgju íslenskrar hipphopptónlistar öflugt brautargengi. Félagsskapurinn MMF Iceland hlýtur Nýsköpunarverðlaun Dags íslenskrar tónlistar, fyrir að sameina samfélag umboðsfólks á Íslandi með því ljósi að styðja og styrkja enn frekar rödd íslensks tónlistarfólks heima og að heiman. Flytjendaverðlaunum FÍH er ætlað að beina athygli að framúrskarandi hljóðfæraleik í öllum tónlistartegundum. Að þessu sinni hljóta þau „Óþekkta hrynsveitin“ en það er vaskur hópur flytjenda sem séð hefur um undirleik í sýningu Borgarleikhússins, Moulin Rouge, upp á síðkastið. Þetta eru þeir Andrés Þór Gunnlaugsson, Andri Ólafsson, Birgir Þórisson, Gunnar Hilmarsson, Helgi Reynir Jónsson, Jóhann Hjörleifsson, Matthías Stefánsson, Ólafur Hólm, Róbert Þórhallsson og Vignir Þór Stefánsson. Glugginn eru verðlaun sem veitt eru þeim er sýna íslenskri tónlist sérstakt atfylgi og að þessu sinni er það tónleikastaðurinn IÐNÓ sem Gluggann hlýtur fyrir að byggja upp og hlúa að heimkynnum íslenskrar tónleikamenningar við tjörnina í Reykjavík og gera tónlistarfólki kleift að skapa list sína við fyrsta flokks aðstæður. Heiðursmerki STEFs hlýtur í ár tónlistarkonan Ragnhildur Gísladóttir. Það er auðvitað of langt mál að tíunda hennar afrekaskrá, þó mun Páll Ragnar Pálsson eflaust gera það þegar hann afhendir henni merkið. Kvennakórinn Katla söng í tilefni af þessu tvö lög til Ragnhildar, lög sem eru eftir Ragnhildi og þau sem hún hefur flutt. Kvennakórinn Katla flutti lög eftir Röggu Gísla.Aðsend Útflutningsverðlaun Dags íslenskrar tónlistar fellur Ásdísi Maríu Viðarsdóttur í skaut fyrir afar blómstrandi og sífellt vaxandi feril sinn síðustu misseri og að halda um leið uppi merkjum íslenskrar tónlistar um víða veröld með miklum sóma. Ásdís María er rísandi stjarna á heimsvísu.Aðsend Loks er það aðalverðlaun dagsins, Lítill fugl; heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar og það eru Músiktilraunir sem þau hljóta, fyrir að byggja brautarpall fyrir ungt fólk í tónlist og hafa um langt skeið leitt fyrstu skref efnilegasta tónlistarfólks landsins með farsælum hætti.
Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira