Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2025 15:46 Þorgerður Katrín við opnun sendiráðsins með utanríkisráðherra Spánar, José Manuel Albares. Stjórnarráðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnaði nýtt sendiráð Íslands á Spáni í Madríd í dag. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að undirbúningur að stofnun sendiráðsins hafi staðið frá því að Alþingi ákvað við afgreiðslu fjárlaga á síðasta ári að opnað yrði sendiráð á Spáni árið 2025. Kristján Andri Stefánsson er sendiherra Íslands á Spáni. Í tilkynningu segir að í tilefni af opnuninni hafi verið haldin ráðstefna í spænska utanríkisráðuneytinu í morgun með José Manuel Albares utanríkisráðherra Spánar. Síðdegis hafi svo farið fram pallborðsumræður um aukin viðskiptatengsl Íslands og Spánar. „Þúsundir Íslendinga dvelja langdvölum á Spáni, með tilheyrandi borgaraþjónustumálum af ýmsum toga, og Spánn er eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Í ljósi þess var löngu tímabært að opna hér sendiráð, bæði til að þjónusta ríkisborgara okkar betur og til að rækta tengslin enn frekar við eitt af okkar nánustu samstarfsríkjum,“ segir Þorgerður Katrín í tilkynningu. Hún segist telja að það séu fjölmörg tækifæri fyrir hendi til að efla samband Íslands við Spán enn frekar, ekki síst á sviðum menningar og viðskipta. Í tilkynningu kemur einnig fram að Þorgerður Katrín hafi hafið daginn á tvíhliða fundi með spænska utanríkisráðherranum og að þau hafi rætt tvíhliða samband Íslands og Spánar, samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og sambandið yfir Atlantsála sem og ólöglegt innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Málefni Palestínu og norðurslóðamál komu einnig til umræðu, auk Evrópumála. Sérstök viðskiptasendinefnd á vegum Íslandsstofu var í föruneyti ráðherra á Spáni í tilefni af opnuninni. Meðal íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í viðskiptasendinefnd Íslandsstofu má nefna Aparta Iceland, Boreal Travel, Carbon Recycling International, First Water, Icelandic, Iceland Seafood, Icelandic Trademark Holding, Kerecis, JBT Marel, Mint Solution, Reykjavík Geothermal, Stjörnu-Oddi hf., Atlantic Quality Fish og Business BAZAAR. Utanríkisráðherra mun á morgun, þriðjudag, eiga tvíhliða fund með aðstoðarefnahags- og viðskiptaráðherra Spánar, Maria Amparo López Senovilla, en viðskiptasendinefndin íslenska er á sérstakri dagskrá sem Íslandsstofa hefur skipulagt í samstarfi við sendiherra Íslands á Spáni, Kristján Andra Stefánsson. Kristján Andri Stefánsson sendiherra afhendir Felipe VI Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í spænsku konungshöllinni í september. Stjórnarráðið Í tilkynningunni segir að Spánn hafi verið á síðasta ári í sjöunda sæti á yfir viðskiptalönd Íslands. Þangað sé fluttur fiskur og í auknum mæli ál og aðrar sjávarafurðir. Þá sæki tugir Íslendinga Spán árlega og dvelji þar í lengri og styttri tíma. Íslendingar sem dvelja langdvölum á Spáni munu framvegis geta sótt um ný vegabréf í Madríd og sótt aðra þá borgaraþjónustu sem sendiráð jafnan veitir þangað. Þá má nefna að í Alþingiskosningunum 2024 voru um 30 prósent allra greiddra atkvæða í utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis frá Spáni. Sendiráð Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Í tilkynningu segir að í tilefni af opnuninni hafi verið haldin ráðstefna í spænska utanríkisráðuneytinu í morgun með José Manuel Albares utanríkisráðherra Spánar. Síðdegis hafi svo farið fram pallborðsumræður um aukin viðskiptatengsl Íslands og Spánar. „Þúsundir Íslendinga dvelja langdvölum á Spáni, með tilheyrandi borgaraþjónustumálum af ýmsum toga, og Spánn er eitt helsta viðskiptaríki Íslands. Í ljósi þess var löngu tímabært að opna hér sendiráð, bæði til að þjónusta ríkisborgara okkar betur og til að rækta tengslin enn frekar við eitt af okkar nánustu samstarfsríkjum,“ segir Þorgerður Katrín í tilkynningu. Hún segist telja að það séu fjölmörg tækifæri fyrir hendi til að efla samband Íslands við Spán enn frekar, ekki síst á sviðum menningar og viðskipta. Í tilkynningu kemur einnig fram að Þorgerður Katrín hafi hafið daginn á tvíhliða fundi með spænska utanríkisráðherranum og að þau hafi rætt tvíhliða samband Íslands og Spánar, samstarf ríkjanna á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og sambandið yfir Atlantsála sem og ólöglegt innrásarstríð Rússa í Úkraínu. Málefni Palestínu og norðurslóðamál komu einnig til umræðu, auk Evrópumála. Sérstök viðskiptasendinefnd á vegum Íslandsstofu var í föruneyti ráðherra á Spáni í tilefni af opnuninni. Meðal íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í viðskiptasendinefnd Íslandsstofu má nefna Aparta Iceland, Boreal Travel, Carbon Recycling International, First Water, Icelandic, Iceland Seafood, Icelandic Trademark Holding, Kerecis, JBT Marel, Mint Solution, Reykjavík Geothermal, Stjörnu-Oddi hf., Atlantic Quality Fish og Business BAZAAR. Utanríkisráðherra mun á morgun, þriðjudag, eiga tvíhliða fund með aðstoðarefnahags- og viðskiptaráðherra Spánar, Maria Amparo López Senovilla, en viðskiptasendinefndin íslenska er á sérstakri dagskrá sem Íslandsstofa hefur skipulagt í samstarfi við sendiherra Íslands á Spáni, Kristján Andra Stefánsson. Kristján Andri Stefánsson sendiherra afhendir Felipe VI Spánarkonungi trúnaðarbréf sitt í spænsku konungshöllinni í september. Stjórnarráðið Í tilkynningunni segir að Spánn hafi verið á síðasta ári í sjöunda sæti á yfir viðskiptalönd Íslands. Þangað sé fluttur fiskur og í auknum mæli ál og aðrar sjávarafurðir. Þá sæki tugir Íslendinga Spán árlega og dvelji þar í lengri og styttri tíma. Íslendingar sem dvelja langdvölum á Spáni munu framvegis geta sótt um ný vegabréf í Madríd og sótt aðra þá borgaraþjónustu sem sendiráð jafnan veitir þangað. Þá má nefna að í Alþingiskosningunum 2024 voru um 30 prósent allra greiddra atkvæða í utankjörfundaratkvæðagreiðslu erlendis frá Spáni.
Sendiráð Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira