Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 1. desember 2025 21:33 Dorrit Moussaieff Instagram Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú var rænd á dögunum þar sem hún var á göngu um London. Hún slasaðist lítillega og hvetur Íslendinga til að fara varlega í borginni, ræningjarnir sluppu en hefðu að mati Dorritar aldrei sloppið á Íslandi. Það var á samfélagsmiðlinum Instagram sem Dorrit tilkynnti í gær að hún væri lemstruð eftir að ræningi gerði atlögu að henni þar sem hún var á göngu í London. Dorrit segist hafa verið nýkomin út úr húsi þegar atvikið átti sér stað.„Ég var bara að labba og tala í símann, maður kom á hjóli rétt fyrir aftan mig, tók símann minn og tók töskuna mína. Hann hjólaði svo á móti umferð svo það var ekki hægt að elta hann,“ segir Dorrit.Rænginn braut tönn í Dorrit í hamagangnum og kennir forsetafrúin til eymsla í öxlum, en er sjálfri sér lík og hvergi bangin. „Þetta er allt í lagi, slysin gerast. Ég er mjög slysagjörn því ég er venjulega sú sem veldur slysunum. Þegar ég er á skíðum eða hestbaki. En varðandi þetta þá var ég mjög stolt af því að ég hef aldrei verið rænd. Daginn áður sagði ég mömmu minni að passa sig, ég hef aldrei verið rænd og næsta dag gerist það,“ segir hún. „Ég er í lagi en ef að Samson hefði verið með mér hefði hann ekki verið í lagi. En Samson minn er á Íslandi því miður, hann er ekki með mér.“ Dorrit segist þegar í stað hafa haft samband við lögregluna sem hafi tjáð henni að þeir væru vonlitlir um að finna ræningjana, ljóst sé að staðan sé önnur á Íslandi. „Við verðum að fara mjög varlega á Íslandi. Ísland er mjög friðsælt land en við verðum að passa upp á það hverjum við hleypum til Íslands. Við verðum að skoða bakgrunna allra annars verður þetta eins og í Evrópu.“ Ólafur Ragnar Grímsson Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Það var á samfélagsmiðlinum Instagram sem Dorrit tilkynnti í gær að hún væri lemstruð eftir að ræningi gerði atlögu að henni þar sem hún var á göngu í London. Dorrit segist hafa verið nýkomin út úr húsi þegar atvikið átti sér stað.„Ég var bara að labba og tala í símann, maður kom á hjóli rétt fyrir aftan mig, tók símann minn og tók töskuna mína. Hann hjólaði svo á móti umferð svo það var ekki hægt að elta hann,“ segir Dorrit.Rænginn braut tönn í Dorrit í hamagangnum og kennir forsetafrúin til eymsla í öxlum, en er sjálfri sér lík og hvergi bangin. „Þetta er allt í lagi, slysin gerast. Ég er mjög slysagjörn því ég er venjulega sú sem veldur slysunum. Þegar ég er á skíðum eða hestbaki. En varðandi þetta þá var ég mjög stolt af því að ég hef aldrei verið rænd. Daginn áður sagði ég mömmu minni að passa sig, ég hef aldrei verið rænd og næsta dag gerist það,“ segir hún. „Ég er í lagi en ef að Samson hefði verið með mér hefði hann ekki verið í lagi. En Samson minn er á Íslandi því miður, hann er ekki með mér.“ Dorrit segist þegar í stað hafa haft samband við lögregluna sem hafi tjáð henni að þeir væru vonlitlir um að finna ræningjana, ljóst sé að staðan sé önnur á Íslandi. „Við verðum að fara mjög varlega á Íslandi. Ísland er mjög friðsælt land en við verðum að passa upp á það hverjum við hleypum til Íslands. Við verðum að skoða bakgrunna allra annars verður þetta eins og í Evrópu.“
Ólafur Ragnar Grímsson Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira