Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2025 14:33 Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri ÍSÍ. Mynd/ÍSÍ Nýr launasjóður ÍSÍ var kynntur til sögunnar með pompi og prakt í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær. Afreksíþróttafólk landsins andar léttar og nýtur loks réttinda launafólks eftir margra ára baráttu fyrir bættum kjörum og fjárhagslegu öryggi. Hæstráðendur hjá ÍSÍ bíða þess að fjármagn í sjóðinn verði sett á fjármálaáætlun. Fremsta íþróttafólk landsins í einstaklingumgreinum hefur í fjöldamörg ár kallað eftir breytingum á launa- og styrkjakerfi ÍSÍ svo þau geti notið álíka réttinda og fólk á almennum vinnumarkaði. Áföll, óvæntar uppákomur eða missir á styrktarfé hefur getað orðið til mikils ama. Breyting varð á þegar 38 einstaklingar í fremstu röð hérlendis var skráð á launaskrá nýs launasjóðs ÍSÍ með tilheyrandi kjara- og réttindabótum. „Þetta er gleðidagur og þetta eru tímamót fyrir afreksíþróttafólkið, íþróttahreyfinguna og þjóðina í þessum efnum. Hér erum við að raungera það sem rétt hefur verið lengi, ákall íþróttafólks eftir auknum stuðnings,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, um áfangann. Tímamót fyrir þjóðina segir Willum Þór, forseti ÍSÍ.Vísir/Ívar Fannar „Það hefur sannarlega verið þannig að það hefur verið hægt að styðja við íþróttafólkið í gegnum styrki og það heldur áfram. En þessi viðbót gerir þeim kleift að borga í lífeyrissjóð, að vera skattgreiðendur á Íslandi og afla sér þessara réttinda sem eru svo mikilvæg,“ segir þá Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild. Framlag til sérsambanda skerðist ekki Fjármagn til afreksíþrótta var aukið um 637 milljónir milli ára í fjárlögum þessa árs. Þar af fóru um 323 milljónir í Afrekssjóð ÍSÍ sem skiptist milli sérsambanda á vegum ÍSÍ. Nýr Launasjóður nýtur einnig góðs af aukningunni og uppsetning hans gerir ekki að verkum að áðurnefnd framlög til sérsambanda skerðist. Klippa: Afreksstjóri ÍSÍ ræðir nýjan Launasjóð „Nei, það skerðist ekki. Á þessu ári komu 637 milljónir aukalega inn í afreksstarf á Íslandi. Það var strax ákveðið að setja 300 milljónir af því beint inn í sérsamböndin. Það er þá viðbót frá því sem áður var,“ segir Kristín Birna og bætir við: „Enda er rosalega mikilvægt að þau standi sterk í sínu og geti sinnt sínu starfi áður en við förum að tala um frekari yfirbyggingu. Það var mjög mikilvægt að setja fjármagn í sérsamböndin og engin skerðing þar á.“ Hluti fésins fari einnig í aðstoð við ungt landsliðsfólk en mikið hefur verið fjallað um sligandi kostnað af landsliðsverkefnum yngri landsliða, til að mynda í handbolta og körfubolta. „Þar að auki var sett fjármagn í kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi sem hefur líka verið mikið í fjölmiðlaumræðunni, að ungmenni sem þurfi að borga mjög mikið með sér og fjölskyldur sjái fyrir að geta ekki greitt undir börnin sín, svo það komu 100 milljónir inn í það verkefni. Svo kom inn í launasjóðinn og starfsemi skrifstofunnar,“ segir Kristín Birna. Vonast til að festa fjármagnið á blaði Ásmundur Einar Daðason var ráðherra í fyrri ríkisstjórn sem lagði aukninguna til í lok árs 2024. Fjármagnið var þá viðbótar framlag frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á fjárlögum þessa árs. Klippa: Willum ræðir nýjan Launasjóð Þess er þó beðið að nýr Launasjóður fari formlega á fjármálaáætlun til næstu ára. „Við erum með þetta fjármagnað á þessu ári og treystum á að við fáum þetta aftur á næsta ári. Þetta er ekki komið inn í samning til næstu fimm ára en við erum sannarlega að vonast til þess að hægt sé að festa þetta á blaði,“ segir Kristín Birna. „Hún er á fjárlögum þess árs en auðvitað eru fjárlögin byggð upp þannig að þau byggja á fjármálaáætlun til fimm ára. Það er inni í þeim ramma og fjárlög hvers árs byggja á þeim. Það má segja að þannig sé það tryggt, en það er gamla góða klisjan að það er háð á samþykki Alþingis á hverju ári,“ segir Willum Þór. Viðtöl við þau Kristínu og Willum má sjá í heild í spilurunum að ofan. ÍSÍ Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Fremsta íþróttafólk landsins í einstaklingumgreinum hefur í fjöldamörg ár kallað eftir breytingum á launa- og styrkjakerfi ÍSÍ svo þau geti notið álíka réttinda og fólk á almennum vinnumarkaði. Áföll, óvæntar uppákomur eða missir á styrktarfé hefur getað orðið til mikils ama. Breyting varð á þegar 38 einstaklingar í fremstu röð hérlendis var skráð á launaskrá nýs launasjóðs ÍSÍ með tilheyrandi kjara- og réttindabótum. „Þetta er gleðidagur og þetta eru tímamót fyrir afreksíþróttafólkið, íþróttahreyfinguna og þjóðina í þessum efnum. Hér erum við að raungera það sem rétt hefur verið lengi, ákall íþróttafólks eftir auknum stuðnings,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, um áfangann. Tímamót fyrir þjóðina segir Willum Þór, forseti ÍSÍ.Vísir/Ívar Fannar „Það hefur sannarlega verið þannig að það hefur verið hægt að styðja við íþróttafólkið í gegnum styrki og það heldur áfram. En þessi viðbót gerir þeim kleift að borga í lífeyrissjóð, að vera skattgreiðendur á Íslandi og afla sér þessara réttinda sem eru svo mikilvæg,“ segir þá Kristín Birna Ólafsdóttir, afreksstjóri ÍSÍ, í samtali við íþróttadeild. Framlag til sérsambanda skerðist ekki Fjármagn til afreksíþrótta var aukið um 637 milljónir milli ára í fjárlögum þessa árs. Þar af fóru um 323 milljónir í Afrekssjóð ÍSÍ sem skiptist milli sérsambanda á vegum ÍSÍ. Nýr Launasjóður nýtur einnig góðs af aukningunni og uppsetning hans gerir ekki að verkum að áðurnefnd framlög til sérsambanda skerðist. Klippa: Afreksstjóri ÍSÍ ræðir nýjan Launasjóð „Nei, það skerðist ekki. Á þessu ári komu 637 milljónir aukalega inn í afreksstarf á Íslandi. Það var strax ákveðið að setja 300 milljónir af því beint inn í sérsamböndin. Það er þá viðbót frá því sem áður var,“ segir Kristín Birna og bætir við: „Enda er rosalega mikilvægt að þau standi sterk í sínu og geti sinnt sínu starfi áður en við förum að tala um frekari yfirbyggingu. Það var mjög mikilvægt að setja fjármagn í sérsamböndin og engin skerðing þar á.“ Hluti fésins fari einnig í aðstoð við ungt landsliðsfólk en mikið hefur verið fjallað um sligandi kostnað af landsliðsverkefnum yngri landsliða, til að mynda í handbolta og körfubolta. „Þar að auki var sett fjármagn í kostnaðarþátttöku ungmenna í landsliðsstarfi sem hefur líka verið mikið í fjölmiðlaumræðunni, að ungmenni sem þurfi að borga mjög mikið með sér og fjölskyldur sjái fyrir að geta ekki greitt undir börnin sín, svo það komu 100 milljónir inn í það verkefni. Svo kom inn í launasjóðinn og starfsemi skrifstofunnar,“ segir Kristín Birna. Vonast til að festa fjármagnið á blaði Ásmundur Einar Daðason var ráðherra í fyrri ríkisstjórn sem lagði aukninguna til í lok árs 2024. Fjármagnið var þá viðbótar framlag frá mennta- og barnamálaráðuneytinu á fjárlögum þessa árs. Klippa: Willum ræðir nýjan Launasjóð Þess er þó beðið að nýr Launasjóður fari formlega á fjármálaáætlun til næstu ára. „Við erum með þetta fjármagnað á þessu ári og treystum á að við fáum þetta aftur á næsta ári. Þetta er ekki komið inn í samning til næstu fimm ára en við erum sannarlega að vonast til þess að hægt sé að festa þetta á blaði,“ segir Kristín Birna. „Hún er á fjárlögum þess árs en auðvitað eru fjárlögin byggð upp þannig að þau byggja á fjármálaáætlun til fimm ára. Það er inni í þeim ramma og fjárlög hvers árs byggja á þeim. Það má segja að þannig sé það tryggt, en það er gamla góða klisjan að það er háð á samþykki Alþingis á hverju ári,“ segir Willum Þór. Viðtöl við þau Kristínu og Willum má sjá í heild í spilurunum að ofan.
ÍSÍ Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira