Lífið

Sel­fyssingar unnu Skjálftann með verki um hin­segin bak­slag

Magnús Jochum Pálsson skrifar
1. SÆTI VALLASKÓLI (3)

Skjálftinn, hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna, fór fram í fimmta sinn um helgina þar sem ungmenni úr unglingadeildum grunnskóla á Suðurlandi sýndu fjölbreytt sviðsverk. Vallaskóli á Selfossi vann með verki um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks.

Stærstu ádeilumál þjóðarinnar voru tekin fyrir og endurspegluðu verkin tilfinningalitróf manneskjunnar á spennuþrungin og kómískan hátt.

Vallaskóli bar sigur úr býtum með verkinu Litríka skugga sem er sagt endurspegla bakslagið sem blasir við hinsegin samfélaginu. 

Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Vallaskóli tók á móti bikarnum.

Annað sætið hlaut Grunnskólinn í Hveragerði fyrir verkið Þori, get og vil sem fjallar um kvenréttindabaráttuna og þriðja sæti var Reykholtsskóli með verkið Steríótýpur sem fjallar um það að vilja falla inn í hópinn en þurfa þess ekki. 

Dómnefndin var skipuð söngkonunni Dagnýju Sif Sigurbjörnsdóttur, leikaranum Mikael Emil Kaaber, söng-og leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur og tónlistarmanninum Tómasi Jónssyni.

Krakkarnir í Grunnskólanum í Hveragerði sömdu verk um kvenréttindabaráttuna.

Opnunaratriði Skjálftans í ár var frá Dansakademíunni á Selfossi sem sýndi atriðið Housewives sem tók þátt í heimsmeistaramótinu í dansi á Spáni síðastliðið sumar. Listamaður Skjálftans í ár var Diljá Pétursdóttir með lagið „Power“.

Skjálftinn er oft kallaður „litli bróðir Skrekks“ og var stofnaður árið 2021 að fyrirmynd Skrekks í samstarfi við Reykjavíkurborg. Keppnin var fyrst aðeins fyrir skóla í Árnessýslu en aðstandendur dreymdi um að ná til alls landshlutans sem rættist árið 2023 þegar öllum grunnskólum á Suðurlandi var boðin þátttaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.