Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2025 12:57 Oft er mikil vetrarfærð um Fjarðarheiði og reglulega er ófært um heiðina. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri Múlaþings segir nýja samgönguáætlun mikil vonbrigði. Ákvörðun ráðherra um að forgangsraða Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðagöng sé óskiljanleg og ekki í takti við vilja íbúa á Austurlandi. Í nýrri jarðgangaáætlun, sem kynnt var í morgun, eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng sett á ís. „Fyrstu viðbrögð eru bara gífurleg vonbrigði. Sérstaklega út af þessari nýju röðun á jarðgöngun. Það er alveg ljóst að þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér í Múlaþingi, sérstaklega á Seyðisfirði,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings. „Við erum satt best að segja mjög hissa að þetta hafi orðið niðurstaðan, ekki síst í ljósi þess hve mikil samstaða hefur ríkt um það á Austurlandi um hvernig menn vilja sjá hringtengingu með jarðgöngum efla okkar samfélag. Þar er alveg skýrt að við höfum viljað byrja á Fjarðarheiðagöng og halda svo áfram um Mjóafjörð og yfir til Norðfjarðar.“ Áfram miklir farartálmar Fjarðagöng munu liggja milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar en verða ekki tenging við hringveginn. „Þau munu ekki tryggja örugga heilsárshringtengingu á Austurlandi. Áfram verður bæði Fjarðarheiði og Fagridalur farartálmar af því að hér eru oft mikil og erfið vetrarveður,“ segir Dagmar. Ein forsenda sameiningar Múlaþings Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir í viðtali við Vísi í morgun að í jarðgangaáætlun megi sjá augljóst kjördæmapot. Þrjú af fjórum göngum sem þar eru sett í forgang eru í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra. Dagmar segist ekki ætla að fella dóma um það. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings (t.h.), og Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar (t.v.)Vísir/Ívar Fannar „Ég vil bara setja fókusinn á það að það verði uppbygging hér í þessu sveitarfélagi, sem við höfum beðið afskaplega lengi eftir og var auðvitað ein forsenda fyrir sameiningu þessa sveitarfélags. Þessar samgöngubætur sem hefur verið kallað eftir hér í áratugi,“ segir Dagmar. Nú þurfi hún og annað sveitarstjórnarfólk í umdæminu að leggjast yfir málin og funda með sínum þingmönnum og ráðherrum. „Og reyna að skilja betur forsendurnar á bak við þessar ákvarðanir. Taka samtalið, sökkva okkur í málin og það er auðvitað margt annað í þessari samgönguáætlun sem við þurfum að skoða betur.“ Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. 3. desember 2025 10:00 Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3. desember 2025 08:54 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í nýrri jarðgangaáætlun, sem kynnt var í morgun, eru Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán sett í forgang en Fjarðarheiðagöng sett á ís. „Fyrstu viðbrögð eru bara gífurleg vonbrigði. Sérstaklega út af þessari nýju röðun á jarðgöngun. Það er alveg ljóst að þetta er mikið áfall fyrir samfélagið hér í Múlaþingi, sérstaklega á Seyðisfirði,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings. „Við erum satt best að segja mjög hissa að þetta hafi orðið niðurstaðan, ekki síst í ljósi þess hve mikil samstaða hefur ríkt um það á Austurlandi um hvernig menn vilja sjá hringtengingu með jarðgöngum efla okkar samfélag. Þar er alveg skýrt að við höfum viljað byrja á Fjarðarheiðagöng og halda svo áfram um Mjóafjörð og yfir til Norðfjarðar.“ Áfram miklir farartálmar Fjarðagöng munu liggja milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar en verða ekki tenging við hringveginn. „Þau munu ekki tryggja örugga heilsárshringtengingu á Austurlandi. Áfram verður bæði Fjarðarheiði og Fagridalur farartálmar af því að hér eru oft mikil og erfið vetrarveður,“ segir Dagmar. Ein forsenda sameiningar Múlaþings Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir í viðtali við Vísi í morgun að í jarðgangaáætlun megi sjá augljóst kjördæmapot. Þrjú af fjórum göngum sem þar eru sett í forgang eru í Norðvesturkjördæmi, kjördæmi Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra. Dagmar segist ekki ætla að fella dóma um það. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings (t.h.), og Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar (t.v.)Vísir/Ívar Fannar „Ég vil bara setja fókusinn á það að það verði uppbygging hér í þessu sveitarfélagi, sem við höfum beðið afskaplega lengi eftir og var auðvitað ein forsenda fyrir sameiningu þessa sveitarfélags. Þessar samgöngubætur sem hefur verið kallað eftir hér í áratugi,“ segir Dagmar. Nú þurfi hún og annað sveitarstjórnarfólk í umdæminu að leggjast yfir málin og funda með sínum þingmönnum og ráðherrum. „Og reyna að skilja betur forsendurnar á bak við þessar ákvarðanir. Taka samtalið, sökkva okkur í málin og það er auðvitað margt annað í þessari samgönguáætlun sem við þurfum að skoða betur.“
Múlaþing Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30 Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. 3. desember 2025 10:00 Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3. desember 2025 08:54 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fljótagöng sett í forgang Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027. 3. desember 2025 10:30
Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Ráðherrar í ríkisstjórn munu kynna nýja samgönguáætlun og stofnun innviðafélags til að flýta stærri samgönguframkvæmdum á sérstökum blaðamannafundi sem hefst klukkan 10:30. 3. desember 2025 10:00
Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, forseti sveitarstjórnar Múlaþings og varaþingmaður Framsóknarflokksins, sakar Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra um kjördæmapot. Hún segir hann hafa fært Fljótagöng efst á framkvæmdalista samgönguáætlunar í stað Fjarðarheiðagangna. Hún segir engin rök fyrir slíkri breytingu á samgönguáætlun og kallar eftir svörum frá ráðherra. Ráðherra hefur áður sagt að hann sé ekki bundinn af áætlunum fyrri ríkisstjórnar. 3. desember 2025 08:54