Lífið

Chanel og Snorri eiga von á syni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Chanel og Snorri eiga von á Snorrasyni í apríl.
Chanel og Snorri eiga von á Snorrasyni í apríl.

Fjölmiðlakonan Chanel Björk Sturludóttir og Snorri Már Arnórsson eiga von á sínu fyrsta barni í apríl á næsta ári. Von er á strák.

Chanel Björk hefur komið víða við, hún vann sem framleiðandi hjá Sagafilm, gat sér síðan gott orð fyrir hlaðvarpsþættina Íslensku mannflóruna árið 2020 og vann upp úr þeim fyrirlestra og síðar sjónvarpsþættina.

Chanel og Snorri birtu myndir af sér í ljósmyndaklefa með myndir úr ómskoðuninni.

Chanel stofnaði félagasamtökin Hennar rödd með Elínborgu Kolbeinsdóttir en markmið þeirra er að stuðla að vitundarvakningu um stöðu erlendra kvenna á Íslandi.

Chanel var um tíma hluti af Kastljós-teyminu hjá Rúv en hætti þar þegar parið flutti út til Lundúna vorið 2023 þar sem Snorri starfar sem verkfræðingur og hún er í námi.


Tengdar fréttir

Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Hennar Rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi var gefin út síðasta laugardag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Blásið var til útgáfuteitis í Hörpu þar sem höfundar bókarinnar ávörpuðu salinn og lesið var upp úr bókinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.