Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2025 08:30 Fannar Sveinsson og Luka Modric hafa slegið saman lófum, á einu allra sárasta augnabliki í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Kvöldstund á skemmtistað með Mario Balotelli, „hrákafimman“ sem Luka Modric fékk frá Fannari og rjúpnaskytterí var á meðal þess sem rætt var um þegar Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson mættu í VARsjána á Sýn Sport í vikunni. Hraðfréttabræðurnir Fannar og Benni, sem í kvöld klukkan 19 stýra skemmtiþættinum Gott kvöld á Sýn, ásamt Sveppa, voru fengnir til að fara yfir sína uppáhalds fótboltamennn í VARsjánni. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: VARsjáin - Uppáhaldsleikmenn Benna og Fannars Benedikt benti á að Fannar hefði nú á sínum tíma slegið í spaðann á einum frægasta knattspyrnumanni heims, Króatanum Luka Modric, en það var eftir að Króatía vann umspilið við Ísland um sæti á HM 2014 í Brasilíu. Myndband af því þegar Fannar virtist hrækja í lófa sinn og gefa Modric svo fimmu fór á flug á internetinu. „Þetta varð eiginlega „viral“ á Youtube. Ég kann ekki króatísku en þetta fór víða og í Króatíu, og var með yfir milljón spilanir. En sannleikurinn er sá að ég gerði þetta [gaf Modric fimmu] og síðan eftir á hrækti ég. Þetta var sviðsett,“ viðurkenndi Fannar léttur. Myndbandið af þeim Fannari og Modric má í dag meðal annars finna á TikTok og miðað við ummæli við myndbandið hefur hátterni Fannars vakið ansi mikla reiði. Fannar rifjaði einnig upp þegar hann hitti Mario Balotelli á skemmtistað en er ekki mikill fótboltaáhugamaður og sagði systur sína frekar hafa verið spennta að hitta slíka stórstjörnu eins og Ítalinn var á sínum tíma. Fannar valdi sinn uppáhalds leikmann í enska boltanum og Benedikt valdi svo fimm manna úrvalslið af sínum uppáhalds Liverpool-mönnum í gegnum tíðina, og virtist valið koma þeim Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni nokkuð á óvart. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og má finna alla þættina á Sýn+. Enski boltinn VARsjáin Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira
Hraðfréttabræðurnir Fannar og Benni, sem í kvöld klukkan 19 stýra skemmtiþættinum Gott kvöld á Sýn, ásamt Sveppa, voru fengnir til að fara yfir sína uppáhalds fótboltamennn í VARsjánni. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: VARsjáin - Uppáhaldsleikmenn Benna og Fannars Benedikt benti á að Fannar hefði nú á sínum tíma slegið í spaðann á einum frægasta knattspyrnumanni heims, Króatanum Luka Modric, en það var eftir að Króatía vann umspilið við Ísland um sæti á HM 2014 í Brasilíu. Myndband af því þegar Fannar virtist hrækja í lófa sinn og gefa Modric svo fimmu fór á flug á internetinu. „Þetta varð eiginlega „viral“ á Youtube. Ég kann ekki króatísku en þetta fór víða og í Króatíu, og var með yfir milljón spilanir. En sannleikurinn er sá að ég gerði þetta [gaf Modric fimmu] og síðan eftir á hrækti ég. Þetta var sviðsett,“ viðurkenndi Fannar léttur. Myndbandið af þeim Fannari og Modric má í dag meðal annars finna á TikTok og miðað við ummæli við myndbandið hefur hátterni Fannars vakið ansi mikla reiði. Fannar rifjaði einnig upp þegar hann hitti Mario Balotelli á skemmtistað en er ekki mikill fótboltaáhugamaður og sagði systur sína frekar hafa verið spennta að hitta slíka stórstjörnu eins og Ítalinn var á sínum tíma. Fannar valdi sinn uppáhalds leikmann í enska boltanum og Benedikt valdi svo fimm manna úrvalslið af sínum uppáhalds Liverpool-mönnum í gegnum tíðina, og virtist valið koma þeim Stefáni Árna Pálssyni og Alberti Brynjari Ingasyni nokkuð á óvart. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. VARsjáin er á Sýn Sport á þriðjudagskvöldum og má finna alla þættina á Sýn+.
Enski boltinn VARsjáin Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Sjá meira