Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. desember 2025 10:28 Þessi U 32 kafbátur þýska flotans tók þátt í æfingu á Norðursjó í grennd við Harstad í Noregi í október. Getty/Sean Gallup Norsk stjórnvöld ætla að verja milljörðum norskra króna í að festa kaup á kafbátum og langdrægum vopnum. Ríkisstjórn landsins er sögð munu samþykkja meiriháttar útgjöld vegna kaupa á vopnum fyrir norska herinn í dag. Þegar hafa Norðmenn pantað fjóra þýska kafbátá til stendur til að festa kaup á tveimur til viðbótar, sem ætlað er að leysa af þá sex sem Norðmenn eiga fyrir. Norska TV2 greinir frá þessu en um er að ræða kafbáta fyrir norska sjóherinn og langdræg vopn fyrir herinn sem hafa drægni til að hitta skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð. Þegar liggur fyrir pöntun Norðmanna á kaupum á fjórum 212CD kafbátum frá þýskum framleiðanda. Jafnan kostar hver bátur um þrettán milljarða norskra króna stykkið að því er fram kemur í umfjöllun TV2, en það gera um 165 milljarða íslenskra króna á hvern bát. Þegar eiga Norðmenn sex kafbáta af Ula-gerðinni en í ríkisráði í dag stendur til að samþykkja pöntun á tveimur til viðbótar við þá fjóra sem þegar eru í pöntun. Nýju bátarnir sem nú á að festa kaup á eru umtalsvert stærri en Ula-bátarnir sem Norðmenn eiga fyrir og gert er ráð fyrir að sá fyrsti verði afhentur árið 2029. Nákvæm, langdræg vopn ofarlega á óskalistanum Þá kveðst TV2 hafa upplýsingar um að stjórnvöld séu líka í þann mund að taka ákvörðun um að kaupa langdrægar skotflaugar sem geti hitt skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð líkt og með nákvæmni upp á tíu metra radíus frá skotmarki. Þar sé um að ræða glænýja tegund vopna sem Norðmenn eiga ekki fyrir í sínu vopnabúri. Vopn sem eru ofarlega á forgangslista NATO og norska hersins. Val Norðmanna á þessum vopnum stendur á milli vopna frá þýskum, suður-kóreskum eða bandarískum framleiðendum. Verðbólga á vopnamarkaði Í umfjöllun VG um málið segir að gert sé ráð fyrir að kaupa langdræg vopn fyrir um nítján milljarða norskra króna. Norsk stjórnvöld hafa þegar ákveðið að auka útgjöld sín til varnarmála um 600 milljarða til ársins 2036, en bent er á í umfjöllun TV2 að í ljósi mikillar eftirspurnar sé fyrirsjáanleg verðbólga á vopnamarkaði með tilheyrandi kostnaði. Danir ákváðu nýverið að í fyrsta sinn skuli Danir eignast langdræg vopn. Þeim sé ætlað að hafa fælingarmátt að sögn danskra stjórnvalda og norski varnarmálaráðherrann Tore O. Sandvik tekur í svipaðann streng. „Við erum að kaupa hergögn til að koma í veg fyrir að þurfa að nota þau. Við beitum fælingarmætti til að tryggja áframhaldandi frið í Noregi, og fæla mögulega fjendur frá því að ráðast á Noreg,“ segir Sandvik við TV2. Noregur Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Norska TV2 greinir frá þessu en um er að ræða kafbáta fyrir norska sjóherinn og langdræg vopn fyrir herinn sem hafa drægni til að hitta skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð. Þegar liggur fyrir pöntun Norðmanna á kaupum á fjórum 212CD kafbátum frá þýskum framleiðanda. Jafnan kostar hver bátur um þrettán milljarða norskra króna stykkið að því er fram kemur í umfjöllun TV2, en það gera um 165 milljarða íslenskra króna á hvern bát. Þegar eiga Norðmenn sex kafbáta af Ula-gerðinni en í ríkisráði í dag stendur til að samþykkja pöntun á tveimur til viðbótar við þá fjóra sem þegar eru í pöntun. Nýju bátarnir sem nú á að festa kaup á eru umtalsvert stærri en Ula-bátarnir sem Norðmenn eiga fyrir og gert er ráð fyrir að sá fyrsti verði afhentur árið 2029. Nákvæm, langdræg vopn ofarlega á óskalistanum Þá kveðst TV2 hafa upplýsingar um að stjórnvöld séu líka í þann mund að taka ákvörðun um að kaupa langdrægar skotflaugar sem geti hitt skotmörk í allt að 500 kílómetra fjarlægð líkt og með nákvæmni upp á tíu metra radíus frá skotmarki. Þar sé um að ræða glænýja tegund vopna sem Norðmenn eiga ekki fyrir í sínu vopnabúri. Vopn sem eru ofarlega á forgangslista NATO og norska hersins. Val Norðmanna á þessum vopnum stendur á milli vopna frá þýskum, suður-kóreskum eða bandarískum framleiðendum. Verðbólga á vopnamarkaði Í umfjöllun VG um málið segir að gert sé ráð fyrir að kaupa langdræg vopn fyrir um nítján milljarða norskra króna. Norsk stjórnvöld hafa þegar ákveðið að auka útgjöld sín til varnarmála um 600 milljarða til ársins 2036, en bent er á í umfjöllun TV2 að í ljósi mikillar eftirspurnar sé fyrirsjáanleg verðbólga á vopnamarkaði með tilheyrandi kostnaði. Danir ákváðu nýverið að í fyrsta sinn skuli Danir eignast langdræg vopn. Þeim sé ætlað að hafa fælingarmátt að sögn danskra stjórnvalda og norski varnarmálaráðherrann Tore O. Sandvik tekur í svipaðann streng. „Við erum að kaupa hergögn til að koma í veg fyrir að þurfa að nota þau. Við beitum fælingarmætti til að tryggja áframhaldandi frið í Noregi, og fæla mögulega fjendur frá því að ráðast á Noreg,“ segir Sandvik við TV2.
Noregur Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira