Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2025 16:35 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Sýn/arnar Bæjarstjóri Garðabæjar hefur áhyggjur af því að sveitarfélögin þurfi að bera allan hallann af lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða en hann vonar að ríkisstjórnin taki til hendi. „Ég skil vel sjónarmið helstu félaga fatlaðs fólks að auðvitað truflar þau að umræðan um málaflokkinn á milli ríkis og sveitarfélaga snýst svolítið um fjármögnun. Ég tek bara undir þau sjónarmið að auðvitað er það ekkert sérstaklega virðingarvert gagnvart þessum góða og mikilvæga hópi,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í Sprengisandi í morgun. Málaflokkurinn hafi hins vegar verið til vandræða frá árinu 2011 þegar hann færðist frá ríkinu til sveitarfélaga. „Hugsunin er auðvitað að það sé betra að þetta sé það sem við köllum nærþjónusta, að þeir sem veita þjónustuna séu nær fólkinu. Það er oft erfiðara þegar ríkið er með málaflokkana sjálft.“ Í byrjun nóvember var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lögfestur á Alþingi. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og fullgiltur 2016. Með lögfestingunni verður hægt að beita samningnum sem fullgildri réttarheimild fyrir dómstólum. Í kjölfarið var birt skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála en í henni segir að helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skorti fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Kosti fjórtán milljarða „Sveitarfélögin hér eru sammála um að kostnaðarmatið á þessari breytingu, telur held ég fjórtán milljarða ef ég man rétt,“ segir Almar. „Meirihluti velferðarnefndar Alþingis, þegar málið var klárað, setti inn áminningu til ríkisstjórnarinnar um að hún ætti að fara í samtal við sveitarfélögin um þessi mál. Þetta er auðvitað afskaplega veik yfirlýsing og maður spyr sig hvort hún þýði nokkurn skapaðan hlut yfirhöfuð.“ Almar segir málefni fatlaðs fólks vera málaflokkinn sem hefur vaxið hvað hraðast í Garðabæ. Bærinn hafi byggt íbúðir og búsetukjarna auk þess að efla þjónustuna, hallinn ætti því ekki að bitna á þeim sem nýta sér þjónustuna. „En þetta skapar óvissu og við erum auðvitað hrædd um að sveitarstjórnirnar muni bera of mikið hallann og það er þannig að okkar veruleiki felst bara í þeim skattstofnum og öðrum sem að við höfum úr að spila og það er í raun lögbundið.“ Tvær breytingar hafa verið gerðar sem felast í tilfærslu tekjuskatts yfir í útsvar og þar af leiðandi hafi sveitarfélögin fengið meiri fjármuni. „Nú veit ég ekki hvort ríkisstjórnin velti því fyrir sér að þetta geti verið lausn í þessu, en það er afar óheppilegt fyrir þann hóp sem er undir að við séum ekki komin lengra með málið og það sé ekki betur undirbúið hvað þetta varðar af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Almar segir málið núna á herðum ríkisstjórnarinnar og hann vonast til að þau málaflokkinn föstum tökum og bregðist við. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan: Málefni fatlaðs fólks Garðabær Sprengisandur Bylgjan Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
„Ég skil vel sjónarmið helstu félaga fatlaðs fólks að auðvitað truflar þau að umræðan um málaflokkinn á milli ríkis og sveitarfélaga snýst svolítið um fjármögnun. Ég tek bara undir þau sjónarmið að auðvitað er það ekkert sérstaklega virðingarvert gagnvart þessum góða og mikilvæga hópi,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í Sprengisandi í morgun. Málaflokkurinn hafi hins vegar verið til vandræða frá árinu 2011 þegar hann færðist frá ríkinu til sveitarfélaga. „Hugsunin er auðvitað að það sé betra að þetta sé það sem við köllum nærþjónusta, að þeir sem veita þjónustuna séu nær fólkinu. Það er oft erfiðara þegar ríkið er með málaflokkana sjálft.“ Í byrjun nóvember var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lögfestur á Alþingi. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og fullgiltur 2016. Með lögfestingunni verður hægt að beita samningnum sem fullgildri réttarheimild fyrir dómstólum. Í kjölfarið var birt skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála en í henni segir að helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skorti fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Kosti fjórtán milljarða „Sveitarfélögin hér eru sammála um að kostnaðarmatið á þessari breytingu, telur held ég fjórtán milljarða ef ég man rétt,“ segir Almar. „Meirihluti velferðarnefndar Alþingis, þegar málið var klárað, setti inn áminningu til ríkisstjórnarinnar um að hún ætti að fara í samtal við sveitarfélögin um þessi mál. Þetta er auðvitað afskaplega veik yfirlýsing og maður spyr sig hvort hún þýði nokkurn skapaðan hlut yfirhöfuð.“ Almar segir málefni fatlaðs fólks vera málaflokkinn sem hefur vaxið hvað hraðast í Garðabæ. Bærinn hafi byggt íbúðir og búsetukjarna auk þess að efla þjónustuna, hallinn ætti því ekki að bitna á þeim sem nýta sér þjónustuna. „En þetta skapar óvissu og við erum auðvitað hrædd um að sveitarstjórnirnar muni bera of mikið hallann og það er þannig að okkar veruleiki felst bara í þeim skattstofnum og öðrum sem að við höfum úr að spila og það er í raun lögbundið.“ Tvær breytingar hafa verið gerðar sem felast í tilfærslu tekjuskatts yfir í útsvar og þar af leiðandi hafi sveitarfélögin fengið meiri fjármuni. „Nú veit ég ekki hvort ríkisstjórnin velti því fyrir sér að þetta geti verið lausn í þessu, en það er afar óheppilegt fyrir þann hóp sem er undir að við séum ekki komin lengra með málið og það sé ekki betur undirbúið hvað þetta varðar af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Almar segir málið núna á herðum ríkisstjórnarinnar og hann vonast til að þau málaflokkinn föstum tökum og bregðist við. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan:
Málefni fatlaðs fólks Garðabær Sprengisandur Bylgjan Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira