Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 15:03 Heimsmeistarabikarinn fyrir utan Hvíta húsið í Washington D.C. Getty/Michael Regan Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í þremur löndum og í mörgum tímabilum næsta sumar. Það hefur mikil áhrif á tímasetningar leikja sem sést vel á leikjadagskránni sem var gefin út um helgina. Heimsmeistaramótið á næsta ári fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí 2026. Norður-Ameríka er stórt svæði og heimsmeistaramótið verður haldið í sextán borgum, á fjórum tímabeltum og í þremur löndum, á stöðum sem eru allt að 4500 kílómetrum frá hver öðrum. Gerði ákvörðunina enn flóknari Allt þetta, auk hitans á þessu svæði á þeim árstíma, gerði ákvörðun um leiktíma enn flóknari. Alþjóðaknattspyrnusambandið dró í riðla á föstudaginn og sólarhring síðar var leikjaplanið klárt. Sex sæti eru reyndar enn í boði en barist verður um þau í marsmánuði. FIFA sagði að tímasetningar leikja hefðu verið valdar til að „tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir leikmenn og stuðningsmenn, um leið og sem flestir áhorfendur um allan heim gætu fylgst með liðum sínum á mismunandi tímabeltum“. Leikir um miðja nótt Það þýðir að fyrir áhorfendur í Evrópu verða sumir leikir spilaðir frá miðnætti og áfram vegna þess í hvaða borgum þeir fara fram. Til dæmis munu allir fimm riðlaleikirnir í Kansas City fara fram um miðja nótt að íslenskum tíma. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma föstudaginn 26. júní þegar Túnis mætir Hollandi, en sá síðasti þar er kl. 02:00 að íslenskum tíma þegar Alsír mætir Austurríki sunnudaginn 28. júní. Á San Francisco-flóasvæðinu fara fram tveir leikir sem hefjast kl. 04:00 að íslenskum tíma (Austurríki gegn Jórdaníu þriðjudaginn 16. júní og sigurvegari umspils C í Evrópu gegn Paragvæ föstudaginn 19. júní). Einnig eru leikir kl. 04:00 að íslenskum tíma í Vancouver (Ástralía gegn sigurvegara umspils C í Evrópu laugardaginn 13. júní) og Guadalupe í Mexíkó (Túnis gegn Japan laugardaginn 20. júní). Helmingur leikja eftir 23.00 Alls verða 35 riðlaleikir sem hefjast á milli kl. 23:00 og 05:00 að íslenskum tíma, sem er næstum helmingur af þeim 72 leikjum sem eru á því stigi mótsins. Algengasti leiktíminn er kl. 19:00 að íslenskum tíma, en þá fara tólf leikir fram í riðlakeppninni. Hlutirnir verða aðeins auðveldari í útsláttarkeppninni fyrir þá sem eru ekki nátthrafnar. Sex af sextán leikjum í 32-liða úrslitum fara fram frá kl. 23:00 að íslenskum tíma og áfram, sem fækkar í aðeins tvo leiki í sextán liða úrslitum og einn í fjórðungsúrslitum. Bæði undanúrslitin og úrslitaleikurinn hefjast kl. 19:00 að íslenskum tíma og heimsmeistarar 2026 verða krýndir á MetLife-leikvanginum í New Jersey. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Sjá meira
Heimsmeistaramótið á næsta ári fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada frá 11. júní til 19. júlí 2026. Norður-Ameríka er stórt svæði og heimsmeistaramótið verður haldið í sextán borgum, á fjórum tímabeltum og í þremur löndum, á stöðum sem eru allt að 4500 kílómetrum frá hver öðrum. Gerði ákvörðunina enn flóknari Allt þetta, auk hitans á þessu svæði á þeim árstíma, gerði ákvörðun um leiktíma enn flóknari. Alþjóðaknattspyrnusambandið dró í riðla á föstudaginn og sólarhring síðar var leikjaplanið klárt. Sex sæti eru reyndar enn í boði en barist verður um þau í marsmánuði. FIFA sagði að tímasetningar leikja hefðu verið valdar til að „tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir leikmenn og stuðningsmenn, um leið og sem flestir áhorfendur um allan heim gætu fylgst með liðum sínum á mismunandi tímabeltum“. Leikir um miðja nótt Það þýðir að fyrir áhorfendur í Evrópu verða sumir leikir spilaðir frá miðnætti og áfram vegna þess í hvaða borgum þeir fara fram. Til dæmis munu allir fimm riðlaleikirnir í Kansas City fara fram um miðja nótt að íslenskum tíma. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 23:00 að íslenskum tíma föstudaginn 26. júní þegar Túnis mætir Hollandi, en sá síðasti þar er kl. 02:00 að íslenskum tíma þegar Alsír mætir Austurríki sunnudaginn 28. júní. Á San Francisco-flóasvæðinu fara fram tveir leikir sem hefjast kl. 04:00 að íslenskum tíma (Austurríki gegn Jórdaníu þriðjudaginn 16. júní og sigurvegari umspils C í Evrópu gegn Paragvæ föstudaginn 19. júní). Einnig eru leikir kl. 04:00 að íslenskum tíma í Vancouver (Ástralía gegn sigurvegara umspils C í Evrópu laugardaginn 13. júní) og Guadalupe í Mexíkó (Túnis gegn Japan laugardaginn 20. júní). Helmingur leikja eftir 23.00 Alls verða 35 riðlaleikir sem hefjast á milli kl. 23:00 og 05:00 að íslenskum tíma, sem er næstum helmingur af þeim 72 leikjum sem eru á því stigi mótsins. Algengasti leiktíminn er kl. 19:00 að íslenskum tíma, en þá fara tólf leikir fram í riðlakeppninni. Hlutirnir verða aðeins auðveldari í útsláttarkeppninni fyrir þá sem eru ekki nátthrafnar. Sex af sextán leikjum í 32-liða úrslitum fara fram frá kl. 23:00 að íslenskum tíma og áfram, sem fækkar í aðeins tvo leiki í sextán liða úrslitum og einn í fjórðungsúrslitum. Bæði undanúrslitin og úrslitaleikurinn hefjast kl. 19:00 að íslenskum tíma og heimsmeistarar 2026 verða krýndir á MetLife-leikvanginum í New Jersey.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Sjá meira