Fótbolti

Sandra María með þrennu og er marka­hæst í Þýska­landi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn leikmaður hefur skorað meira í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en Sandra María Jessen. 
Enginn leikmaður hefur skorað meira í þýsku úrvalsdeildinni í vetur en Sandra María Jessen.  getty/Christof Koepsel

Íslenska landsliðskonan í fótbolta Sandra María Jessen fór mikinn þegar Köln sigraði Hamburg, 1-4, í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hún skoraði þrennu í leiknum.

Sandra hefur leikið sérlega vel með Köln eftir að hún gekk í raðir þýska liðsins frá Þór/KA.

Hún hefur skorað átta mörk í tólf deildarleikjum fyrir Köln auk tveggja marka í tveimur bikarleikjum. Sandra er markahæst í þýsku úrvalsdeildinni ásamt Larissu Michelle Muhlhaus hjá Werder Bremen og Vanessu Fudalla, leikmanni Bayer Leverkusen.

Sandra skoraði tvívegis í fyrri hálfleik í leiknum í kvöld en Hamburg minnkaði muninn í upphafi þess seinni. Adriana Achcinska jók forskotið í 1-3 á 73. mínútu og Sandra skoraði svo þriðja mark sitt og fjórða mark Köln í uppbótartíma.

Köln hefur verið á fínu skriði að undanförnu og er ósigrað í fimm deildarleikjum í röð. Sandra og stöllur hennar eru í 8. sæti þýsku deildarinnar með átján stig eftir tólf leiki. 

Sandra hefur skorað átta af átján deildarmörkum Köln á tímabilinu, eða tæplega helming þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×