Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2025 09:00 Vinicius Junior og félagar í brasilíska landsliðinu eru að leita sér að vináttulandsleikjum fyrir HM á næsta ári. Getty/Masashi Hara Brasilíumenn hafa bara orðið heimsmeistarar í fótbolta ef þeir annaðhvort eru með Pele í liðinu eða spila vináttulandsleik við Ísland í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar. Þeir virðast ekki vera enn búnir að átta sig á þessu. Brasilíumenn vantar einn mótherja til að spila einn af síðustu undirbúningsleikjum sínum fyrir HM næsta sumar en norskir fjölmiðlar segja að þeir séu í samningaviðræðum um vináttulandsleik gegn Noregi. Í myndbandsviðtali við ESPN Brasil segir íþróttastjórinn Rodrigo Caetano að samningaviðræður séu í gangi um að festa æfingaleik gegn Noregi, sem síðasta prófraun áður en mótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó hefst. „Við erum enn að semja um síðasta undirbúningsleikinn. Við höfum auðvitað okkar óskir. Það krefst enn samningaviðræðna, en okkar fyrsti kostur er norska landsliðið, sem er sterkt lið um þessar mundir,“ sagði Caetano. „Ég tel líka að þeir muni standa sig mjög vel á HM, þannig að þessi síðasti æfingaleikur yrði góð og krefjandi prófraun fyrir okkur,“ sagði Caetano. Noregur er eina þjóðin sem Brasilía hefur mætt en aldrei sigrað. Alls hefur Noregur spilað fjórum sinnum gegn Brasilíu. Fyrsta viðureign landsliðanna var í vináttuleik árið 1988 sem lauk með 1-1 jafntefli. Árið 1997 vann Noregur 4-2 á Ullevaal-leikvanginum, ári áður en liðin mættust aftur á HM 1998. Leikir tveir við Ísland fóru fram í aðdraganda HM 1994 og HM 2002. Brasilíumenn urðu heimsmeistarar með Pele innanborðs 1958, 1962 og 1970 og þurftu svo að bíða í 24 ár eftir næsta heimsmeistaratitli. Þeir unnu HM-gullið svo aftur átta árum síðan en hafa síðan beðið í önnur 24 ár eftir sjötta heimsmeistaratitlinum. Brasilíska landsliðið vann 3-0 sigur á Íslandi í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Bandaríkjunum 1994 en þarna skoraði Ronaldo, þá aðeins sautján ára gamall, einmitt sitt fyrsta mark fyrir brasilíska landsliðið. Ronaldo fiskaði einnig vítaspyrnu sem gaf annað markið. Átta árum síðar mætti íslenska landsliðið aftur til Brasilíu, en þá í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Japan og Suður-Kóreu, en tapaði þá 6-1. Meðal markaskorara Brassanna í þeim leik voru Kaká, Gilberto Silva og Edilson. Grétar Rafn Steinsson skoraði eina mark Íslands en þetta var hans fyrsti landsleikur. Brasilía vann Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik HM 1994 og Brasilía vann 2-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleik HM 2002. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira
Brasilíumenn vantar einn mótherja til að spila einn af síðustu undirbúningsleikjum sínum fyrir HM næsta sumar en norskir fjölmiðlar segja að þeir séu í samningaviðræðum um vináttulandsleik gegn Noregi. Í myndbandsviðtali við ESPN Brasil segir íþróttastjórinn Rodrigo Caetano að samningaviðræður séu í gangi um að festa æfingaleik gegn Noregi, sem síðasta prófraun áður en mótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó hefst. „Við erum enn að semja um síðasta undirbúningsleikinn. Við höfum auðvitað okkar óskir. Það krefst enn samningaviðræðna, en okkar fyrsti kostur er norska landsliðið, sem er sterkt lið um þessar mundir,“ sagði Caetano. „Ég tel líka að þeir muni standa sig mjög vel á HM, þannig að þessi síðasti æfingaleikur yrði góð og krefjandi prófraun fyrir okkur,“ sagði Caetano. Noregur er eina þjóðin sem Brasilía hefur mætt en aldrei sigrað. Alls hefur Noregur spilað fjórum sinnum gegn Brasilíu. Fyrsta viðureign landsliðanna var í vináttuleik árið 1988 sem lauk með 1-1 jafntefli. Árið 1997 vann Noregur 4-2 á Ullevaal-leikvanginum, ári áður en liðin mættust aftur á HM 1998. Leikir tveir við Ísland fóru fram í aðdraganda HM 1994 og HM 2002. Brasilíumenn urðu heimsmeistarar með Pele innanborðs 1958, 1962 og 1970 og þurftu svo að bíða í 24 ár eftir næsta heimsmeistaratitli. Þeir unnu HM-gullið svo aftur átta árum síðan en hafa síðan beðið í önnur 24 ár eftir sjötta heimsmeistaratitlinum. Brasilíska landsliðið vann 3-0 sigur á Íslandi í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Bandaríkjunum 1994 en þarna skoraði Ronaldo, þá aðeins sautján ára gamall, einmitt sitt fyrsta mark fyrir brasilíska landsliðið. Ronaldo fiskaði einnig vítaspyrnu sem gaf annað markið. Átta árum síðar mætti íslenska landsliðið aftur til Brasilíu, en þá í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Japan og Suður-Kóreu, en tapaði þá 6-1. Meðal markaskorara Brassanna í þeim leik voru Kaká, Gilberto Silva og Edilson. Grétar Rafn Steinsson skoraði eina mark Íslands en þetta var hans fyrsti landsleikur. Brasilía vann Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleik HM 1994 og Brasilía vann 2-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleik HM 2002.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Sjá meira