Fótbolti

Fótboltamenn í gæslu­varð­haldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Metehan Baltaci fagnar marki fyrir Galatasaray en hann er flæktur í veðmálaskandalinn.
Metehan Baltaci fagnar marki fyrir Galatasaray en hann er flæktur í veðmálaskandalinn. Getty/Abdulhamid Hosbas/

Ellefu leikmenn úr tveimur efstu deildum tyrkneskrar knattspyrnu hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna tengsla sinna við ólögleg veðmál.

Tyrkneski veðmálaskandallinn hefur sett tyrkenska fótboltann upp á annan endann og nú bætist í fjölda úrvalsdeildarleikmanna sem eru flæktir í það.

Meðal leikmannanna eru U21-landsliðsmaður Galatasaray, Metehan Baltaci, og Mert Hakan Yandas úr Fenerbahce, að því er ríkisfréttastofan Anadolu greinir frá.

Einnig var fyrrverandi forseti Adana Demirspor, Murat Sancak, úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Að sögn Anadolu hefur Baltaci játað að hafa veðjað á leiki í æsku en hafi hætt því þegar hann gekk til liðs við Galatasaray.

Yandas, leikmaður Fenerbahce, hefur neitað hvers kyns þátttöku í ólöglegum veðmálum.

Níu öðrum leikmönnum hefur verið sleppt gegn skilyrðum. Þar á meðal eru einnig þrír stjórnendur í félögum í næstefstu deild tyrkneska knattspyrnukerfisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×