Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 10:35 Varamaður tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Guðmund Inga Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Þóra Gunnlaug Briem tekur sæti sem varamaður á Alþingi í dag sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Þóra Gunnlaug er 2. varamaður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn, en nú er ljóst að ráðherrann er kominn í tímabundið veikindaleyfi. Það var hiti í þingmönnum stjórnarandstöðunnar í síðustu viku þegar í ljós kom að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hugðust spyrja ráðherrann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla, en í ljós kom að Guðmundur Ingi var þá á sjúkrahúsi vegna veikinda. Í samtali við fréttastofu daginn eftir sagðist Guðmundur Ingi munu vera til svara í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu eftir helgi. Nú er kominn þriðjudagur og í tilkynningu á vef þingsins má sjá að varamaður hans tekur sæti í hans stað á Alþingi í dag. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá þingfundar í dag en þar verða til svara forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra og innviðaráðherra. Samkvæmt dagskrá átti þingfundur í dag að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum, en þingforseti tilkynnti um breytingar á dagskrá við upphaf þingfundar þar sem gert er ráð fyrir að fyrirspurnartíminn færist til klukkan 13 í dag. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn. Forseti Alþingis tilkynnti um að varamaður komi inn í fjarveru Guðmundar Inga við upphaf þingfundar sem hófst klukkan 10:30. Þetta er í fyrsta sinn sem Þóra Gunnlaug tekur sæti á Alþingi, en hún tekur sæti nú þar sem fyrst varaþingmaður flokksins í kjördæminu, Grétar Mar Jónsson, boðaði forföll. Við upphaf þingfundar undirritaði Þóra Gunnlaug því drengskaparheit að stjórnarskránni. Uppfært klukkan 11:35 Eftir að fréttin fór í loftið hefur borist tilkynning frá Stjórnarráðinu um að Guðmundur Ingi sé kominn í tímabundið veikindaleyfi þar sem hann mun undirgangast hjartaaðgerð snemma á nýju ári. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun tímabundið gegna starfi mennta- og barnamálaráðherra á meðan. Alþingi Flokkur fólksins Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Það var hiti í þingmönnum stjórnarandstöðunnar í síðustu viku þegar í ljós kom að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hafði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hugðust spyrja ráðherrann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla, en í ljós kom að Guðmundur Ingi var þá á sjúkrahúsi vegna veikinda. Í samtali við fréttastofu daginn eftir sagðist Guðmundur Ingi munu vera til svara í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu eftir helgi. Nú er kominn þriðjudagur og í tilkynningu á vef þingsins má sjá að varamaður hans tekur sæti í hans stað á Alþingi í dag. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá þingfundar í dag en þar verða til svara forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra og innviðaráðherra. Samkvæmt dagskrá átti þingfundur í dag að hefjast á óundirbúnum fyrirspurnum, en þingforseti tilkynnti um breytingar á dagskrá við upphaf þingfundar þar sem gert er ráð fyrir að fyrirspurnartíminn færist til klukkan 13 í dag. Að óbreyttu er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn. Forseti Alþingis tilkynnti um að varamaður komi inn í fjarveru Guðmundar Inga við upphaf þingfundar sem hófst klukkan 10:30. Þetta er í fyrsta sinn sem Þóra Gunnlaug tekur sæti á Alþingi, en hún tekur sæti nú þar sem fyrst varaþingmaður flokksins í kjördæminu, Grétar Mar Jónsson, boðaði forföll. Við upphaf þingfundar undirritaði Þóra Gunnlaug því drengskaparheit að stjórnarskránni. Uppfært klukkan 11:35 Eftir að fréttin fór í loftið hefur borist tilkynning frá Stjórnarráðinu um að Guðmundur Ingi sé kominn í tímabundið veikindaleyfi þar sem hann mun undirgangast hjartaaðgerð snemma á nýju ári. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mun tímabundið gegna starfi mennta- og barnamálaráðherra á meðan.
Alþingi Flokkur fólksins Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira