Innlent

Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loð­dýra­bú landsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Tíu hafa farist í umferðinni á árinu. Aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir aukið stress í kringum jólahátíðina skila sér í glæfralegum akstri og gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki í of litlu mæli.

Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði kemur til okkar í myndver og rýnir í nýja könnun Maskínu um störf meiri- og minnihlutans í borginni. Við sjáum nýjar tölur um ánægju fólks með störf borgarstjóra.

Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu.

Við heimsækjum síðasta loðdýrabú landsins og verðum í beinni útsendingu frá nýjum íslenskum jólasöngleik. Í íþróttapakkanum hittum við á fremstu skíðakonu landsins, sem stefnir á vetrarólympíuleika í febrúar. 

Í Íslandi í dag heimsækir Sindri Guðrúnu Karls Helgudóttur biskup. Hún segir kirkjuna komna með nóg af því að mega ekki taka á móti skólahópum um jólin, þegar sífellt fleiri sækja í kirkju. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.

Vegna tæknilegra örðugleika er einungis hægt að hlusta á fréttatímann hér. Hægt er að horfa á kvöldfréttir í opinni dagskrá á sjónvarpsstöð Sýnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×