Fótbolti

Bæjarar lentu undir en komu til baka

Aron Guðmundsson skrifar
Leikmenn Bayern fagna marki Gnabry í kvöld
Leikmenn Bayern fagna marki Gnabry í kvöld Vísir/Getty

Bayern Munchen komst aftur á sigurbraut í Meistaradeild Evrópu í kvöld með 3-1 sigri á Sporting Lissabon. 

Liðin mættust á Allianz Arena í Munchen en þrátt fyrir að hafa lent undir á 54.mínútu eftir sjálfsmark Joshua Kimmich tókst lærisveinum Vincent Kompany að snúa leiknum sér í vil og vinna að lokum 3-1 sigur með mörkum frá Serge Gnabry, Lennart Karl og Jonathan Tah. 

Sterkt svar frá Bayern Munchen eftir tap í síðustu umferð gegn Arsenal á útivelli. Liðið er nú í 2.sæti Meistaradeildarinnar en jafnar topplið Arsenal að stigum. Arsenal á leik á morgun gegn Club Brugge. Sporting Lissabon er í 9.sæti með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×