Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 09:02 Ólafur Jóhannesson frá dögum sínum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. EPA/ESTELA SILVA Ólafur Jóhannesson talar um tíma sinn sem landsliðsþjálfari í nýrri ævisögu sinni sem kemur nú út fyrir jólin. Þar á meðal ræðir hann meðal annars um menninguna í íslenska karlalandsliðinu á þessum tíma. Ólafur tók við landsliðinu af Eyjólfi Sverrissyni og ræðir þennan tíma í kaflanum „Lygilegar afsakanir og meint agaleysi“. Bókin Óli Jó – fótboltasaga. Út er komin ævisaga knattspyrnuþjálfarans Ólafs Jóhannessonar. Bókin: Óli Jó – fótboltasaga, er rituð af Ingva Þór Sæmundssyni íþróttafréttamanni og í henni segir Ólafur sína sögu, þar á meðal frá því að hann var landsliðsþjálfari árin 2007 til 2011. Ólafur, sem kom víða við á sínum ferli og gerði FH meðal annars að stórveldi, segir sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt í bókinni og hann fer einnig vel yfir árin sín sem landsliðsþjálfari þar sem margir af leikmönnum sem mynduðu gullkynslóðina stigu sín fyrstu spor. Þegar hann tók við liðinu stefndi hins vegar í kynslóðarskipti. „Þegar við tókum við landsliðinu voru nokkrir eldri leikmenn búnir að vera þar nokkuð lengi og gengu nánast að því vísu að vera valdir,“ segir Ólafur í bókinni og kemur með eitt sláandi dæmi þar sem barnaafmæli truflaði landsliðsverkefni. En hann sagðist koma í næsta leik „Eitt sinn valdi ég leikmann sem sagðist ekki komast í viðkomandi leik því sonur hans átti afmæli og konan hans treysti sér ekki til að halda ein upp á það. En hann sagðist koma í næsta leik. Hann var bara vanur því að vera valinn. Sami leikmaður gat líka einu sinni ekki talað við mig þegar ég kom út til hans því hann þurfti að fara í ísbað,“ sagði Ólafur. Ólafur Jóhannesson þurfti að glíma við alls konar hluti á dögum sínum sem landsliðsþjálfari.Getty/Steve Welsh „Einn var einu sinni ekki valinn og sagðist vera búinn að reikna með því að koma heim til Íslands í frí. Hann spurði samt hvort við gætum ekki valið hann svo hann kæmist til Íslands. Hann ætlaði þá að fá frí frá félagsliðinu sínu. Viðhorfið var svona hjá nokkrum leikmönnum og mér fannst það ekki alltaf rétt,“ sagði Ólafur. Voru frábærir karakterar „Okkur fannst stundum eins og menn væru bara að koma í landsliðsverkefni af vana. Af þessum eldri leikmönnum sem ég var með fannst mér Hemmi [Hermann Hreiðarsson] og Heiðar Helguson alltaf traustir. Þeir lögðu sig alltaf hundrað prósent fram og voru ávallt klárir. Nokkrir af þessum eldri leikmönnum voru frábærir karakterar og ég held að það hafi líka hjálpað þessum yngri strákum. Ég er ekkert viss um að svona karakterar séu til í fótboltanum í dag. Hann er allt öðruvísi en hann var á þessum árum, þannig að ég held að það hafi verið gott fyrir þessa stráka að hafa með þessa eldri leikmenn. Hemmi lamdi þá og alls konar en ég held að það hafi styrkt þá,“ sagði Ólafur. Ólafur Jóhannesson og Ingvi Þór Sæmundsson ætla að fagna útgáfu bókarinnar, Óli Jó – fótboltasaga, í kvöld klukkan 17.00 í Golfskálanum Keili í Hafnarfirði. Þar verður bókin kynnt frekar og eintök verða til sölu og til áritunar. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Ólafur tók við landsliðinu af Eyjólfi Sverrissyni og ræðir þennan tíma í kaflanum „Lygilegar afsakanir og meint agaleysi“. Bókin Óli Jó – fótboltasaga. Út er komin ævisaga knattspyrnuþjálfarans Ólafs Jóhannessonar. Bókin: Óli Jó – fótboltasaga, er rituð af Ingva Þór Sæmundssyni íþróttafréttamanni og í henni segir Ólafur sína sögu, þar á meðal frá því að hann var landsliðsþjálfari árin 2007 til 2011. Ólafur, sem kom víða við á sínum ferli og gerði FH meðal annars að stórveldi, segir sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt í bókinni og hann fer einnig vel yfir árin sín sem landsliðsþjálfari þar sem margir af leikmönnum sem mynduðu gullkynslóðina stigu sín fyrstu spor. Þegar hann tók við liðinu stefndi hins vegar í kynslóðarskipti. „Þegar við tókum við landsliðinu voru nokkrir eldri leikmenn búnir að vera þar nokkuð lengi og gengu nánast að því vísu að vera valdir,“ segir Ólafur í bókinni og kemur með eitt sláandi dæmi þar sem barnaafmæli truflaði landsliðsverkefni. En hann sagðist koma í næsta leik „Eitt sinn valdi ég leikmann sem sagðist ekki komast í viðkomandi leik því sonur hans átti afmæli og konan hans treysti sér ekki til að halda ein upp á það. En hann sagðist koma í næsta leik. Hann var bara vanur því að vera valinn. Sami leikmaður gat líka einu sinni ekki talað við mig þegar ég kom út til hans því hann þurfti að fara í ísbað,“ sagði Ólafur. Ólafur Jóhannesson þurfti að glíma við alls konar hluti á dögum sínum sem landsliðsþjálfari.Getty/Steve Welsh „Einn var einu sinni ekki valinn og sagðist vera búinn að reikna með því að koma heim til Íslands í frí. Hann spurði samt hvort við gætum ekki valið hann svo hann kæmist til Íslands. Hann ætlaði þá að fá frí frá félagsliðinu sínu. Viðhorfið var svona hjá nokkrum leikmönnum og mér fannst það ekki alltaf rétt,“ sagði Ólafur. Voru frábærir karakterar „Okkur fannst stundum eins og menn væru bara að koma í landsliðsverkefni af vana. Af þessum eldri leikmönnum sem ég var með fannst mér Hemmi [Hermann Hreiðarsson] og Heiðar Helguson alltaf traustir. Þeir lögðu sig alltaf hundrað prósent fram og voru ávallt klárir. Nokkrir af þessum eldri leikmönnum voru frábærir karakterar og ég held að það hafi líka hjálpað þessum yngri strákum. Ég er ekkert viss um að svona karakterar séu til í fótboltanum í dag. Hann er allt öðruvísi en hann var á þessum árum, þannig að ég held að það hafi verið gott fyrir þessa stráka að hafa með þessa eldri leikmenn. Hemmi lamdi þá og alls konar en ég held að það hafi styrkt þá,“ sagði Ólafur. Ólafur Jóhannesson og Ingvi Þór Sæmundsson ætla að fagna útgáfu bókarinnar, Óli Jó – fótboltasaga, í kvöld klukkan 17.00 í Golfskálanum Keili í Hafnarfirði. Þar verður bókin kynnt frekar og eintök verða til sölu og til áritunar.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira