Lífið

Inn­lit í glæ­nýja mathöll í Smára­lindinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sandra er markaðsstjóri Smáralindar.
Sandra er markaðsstjóri Smáralindar.

Glæný mjög flott mathöll er komin í Smáralindina og er staðsett á því svæði sem áður gekk undir nafninu Vetrargarðurinn og er meðal annars í nýrri viðbyggingu. Og þar eru veitingastaðir allt frá því að vera skyndibitastaðir og upp í meiri matarupplifun.

Og margir veitingastaðanna eru hreinlega á heimsmælikvarða. Meðal annars eru þar austurlenskir staðir, skyndibitastaðir, indverskur staður, ítalskir staðir, sushi staður og þekktir íslenskir veitingastaðir. Byggt hefur verið við Smáralindina og Basalt arkitektar fengnir til að hanna og búa til flotta og einstaka stemningu á svæðinu. Glerhýsi og arineldur og stemning er þar fram eftir kvöldi. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði svæðið.

„Hér eru 13 fjölbreyttir veitingastaðir þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Og umhverfið hérna er svona eitthvað sem bara hefur ekki sést í Smáralind áður og býður upp á bara algjörlega nýja upplifun fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Sandra Arnardóttir, markaðsstjóri Smáralindar í Íslandi í dag á Sýn í gær.

„Hérna eru þrjú svæði og til að byrja eru skyndibitastaðir og svoleiðis. Svo er svona miðjusvæði sem er svona aðeins svona rólegra. Og svo hérna inn, þar er svona enn þá svona rólegra og huggulegra svæðið fyrir þá sem að hugsa sér að stoppa lengur og vilja vera svona meira út af fyrir sig.“

„Hér er opið bara fram á kvöld. Og innstu stöðvarnar eru staðir alveg opnir til miðnættis. Þannig að hérna er hægt að sitja og fá sér gott að borða og vera bara í huggulegri stemningu og fá sér gott vínglas með. Bara allt annað en nokkurn tímann hefur bara verið eiginlega í boði hérna í Kópavogi. Það eru Basalt arkitektar sem að eiga heiðurinn af hönnuninni og hér var bara mikið lagt upp úr því að búa til svæði þar sem að væri hlýlegt og tæki svolítið vel utan um fólk.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.