„Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 10:30 Nikolaj Hansen fagnar marki fyrir Víkings en þau eru orðin 62 í efstu deild sem er fyrir löngu orðið félagsmet. Getty/George Wood Margt hefur breyst á stuttum tíma hjá Íslandsmeisturum Víkings eins og kemur fram í nýju viðtali við markahæsta leikmann félagsins frá upphafi. Víkingar urðu í sumar Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu í þriðja sinn á fjórum árum og hafa unnið sjö stóra titla á síðustu árum. Einn leikmaður þekkir einna best breytingarnar hjá félaginu síðan Víkingur var í besta falli miðlungslið í deildinni.Nikolaj Hansen kom til Víkings í fyrsta sinn sumarið 2017 og hefur því upplifað breytingarnar á eigin skinni á þessum átta árum. Hann fer yfir sögu sína og Víkings í viðtali í bókinni Íslensk knattspyrna sem er komin út í 45. skiptið. Forsíða bókarinnar Íslensk knattspyrna 2025. Hansen ræðir þar feril sinn á Íslandi og ekki síst þá hröðu og miklu þróun sem hefur orðið í Víkinni á stuttum tíma. Víðir Sigurðsson, höfundur bókarinnar í rúma fjóra áratugi, ræddi við Hansen í tilefni af enn einum titlinum sem hann vinnur í Víkinni. Komið á barm þess að verða atvinnulið „Breytingarnar sem hafa orðið á Víkingi frá því ég kom fyrst til félagsins sumarið 2017 eru ótrúlegar. Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma árið 2017 er komið á barm þess að verða atvinnulið og tekur eitt skref enn í þá átt á næsta ári með því að æfa enn fyrr á daginn en áður,“ sagði Nikolaj Hansen sem er nú langmarkahæsti leikmaður Víkings í efstu deild frá upphafi og enginn hefur heldur skorað fleiri Evrópumörk fyrir íslenskt félag. Hann var maðurinn á bak við allar breytingarnar „Það er svo margt sem hefur breyst, stuðningsmennirnir, starfsfólkið, félagið sjálft og allt á bak við það er komið á annað stig. Ég var dálítið smeykur þegar Arnar Gunnlaugsson hætti til að taka við landsliðinu að við myndum stíga skref til baka,“ sagði Nikolaj. „Hann var maðurinn á bak við allar breytingarnar til að byrja með. En félagið hefur styrkst mikið á þessum sex árum sem hann þjálfaði liðið. Arnar skildi við það í góðum málum og það munaði miklu að menn eins og Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason væru til staðar, félagsmenn sem eru með hjartað á réttum stað,“ sagði Nikolaj. Valdimar Þór Ingimundarson og Nikolaj Hansen fagna hér marki saman.vísir/Diego „Núna er hægt að horfa meira fram á við, það eru komnir meiri fjármunir inn í rekstur félagsins eftir árangurinn í Evrópukeppni, við fáum betri leikmenn til okkar en áður og við æfum fyrr á daginn. Þetta er allt á réttri leið, en menn verða samt að passa sig á að ætla sér ekki að taka of stór skref í einu,“ sagði Nikolaj. Hann nefnir sérstaklega æfingatíma Víkingsliðsins. Frábært fyrir okkur feðurna í liðinu „Við munum æfa klukkan tvö á daginn og það verður sérstaklega frábært fyrir okkur feðurna í liðinu. Nú getum við æft áður en við sækjum krakkana á leikskólann, getum átt góðan tíma með þeim og fjölskyldunni áður en þau fara að sofa. Þetta verður mikil breyting og ég veit að það eru fleiri íslensk lið að fikra sig í þessa átt. Stjarnan æfir snemma, Breiðablik, Valur og KR líka á sumum dögum. Þetta er mjög jákvætt og fjölskylduvænt fyrir alla,“ sagði Nikolaj. Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eiga engan sinn líka í heiminum og hann hefur skrifað þessa árlegu árbók íslenskrar knattspyrnu frá og með árinu 1982. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur komið út í 45 ár (frá 1981) því ein bók kom út áður en Víðir kom inn. Víðir hefur skrifað hana einn frá og með árinu 1983. Bókin í ár er 304 blaðsíður. Þar finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2025 í máli og myndum, og einn af styrkleikum hennar er að Víðir skrifar bókina jafnóðum og atburðirnir gerast. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
Víkingar urðu í sumar Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu í þriðja sinn á fjórum árum og hafa unnið sjö stóra titla á síðustu árum. Einn leikmaður þekkir einna best breytingarnar hjá félaginu síðan Víkingur var í besta falli miðlungslið í deildinni.Nikolaj Hansen kom til Víkings í fyrsta sinn sumarið 2017 og hefur því upplifað breytingarnar á eigin skinni á þessum átta árum. Hann fer yfir sögu sína og Víkings í viðtali í bókinni Íslensk knattspyrna sem er komin út í 45. skiptið. Forsíða bókarinnar Íslensk knattspyrna 2025. Hansen ræðir þar feril sinn á Íslandi og ekki síst þá hröðu og miklu þróun sem hefur orðið í Víkinni á stuttum tíma. Víðir Sigurðsson, höfundur bókarinnar í rúma fjóra áratugi, ræddi við Hansen í tilefni af enn einum titlinum sem hann vinnur í Víkinni. Komið á barm þess að verða atvinnulið „Breytingarnar sem hafa orðið á Víkingi frá því ég kom fyrst til félagsins sumarið 2017 eru ótrúlegar. Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma árið 2017 er komið á barm þess að verða atvinnulið og tekur eitt skref enn í þá átt á næsta ári með því að æfa enn fyrr á daginn en áður,“ sagði Nikolaj Hansen sem er nú langmarkahæsti leikmaður Víkings í efstu deild frá upphafi og enginn hefur heldur skorað fleiri Evrópumörk fyrir íslenskt félag. Hann var maðurinn á bak við allar breytingarnar „Það er svo margt sem hefur breyst, stuðningsmennirnir, starfsfólkið, félagið sjálft og allt á bak við það er komið á annað stig. Ég var dálítið smeykur þegar Arnar Gunnlaugsson hætti til að taka við landsliðinu að við myndum stíga skref til baka,“ sagði Nikolaj. „Hann var maðurinn á bak við allar breytingarnar til að byrja með. En félagið hefur styrkst mikið á þessum sex árum sem hann þjálfaði liðið. Arnar skildi við það í góðum málum og það munaði miklu að menn eins og Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason væru til staðar, félagsmenn sem eru með hjartað á réttum stað,“ sagði Nikolaj. Valdimar Þór Ingimundarson og Nikolaj Hansen fagna hér marki saman.vísir/Diego „Núna er hægt að horfa meira fram á við, það eru komnir meiri fjármunir inn í rekstur félagsins eftir árangurinn í Evrópukeppni, við fáum betri leikmenn til okkar en áður og við æfum fyrr á daginn. Þetta er allt á réttri leið, en menn verða samt að passa sig á að ætla sér ekki að taka of stór skref í einu,“ sagði Nikolaj. Hann nefnir sérstaklega æfingatíma Víkingsliðsins. Frábært fyrir okkur feðurna í liðinu „Við munum æfa klukkan tvö á daginn og það verður sérstaklega frábært fyrir okkur feðurna í liðinu. Nú getum við æft áður en við sækjum krakkana á leikskólann, getum átt góðan tíma með þeim og fjölskyldunni áður en þau fara að sofa. Þetta verður mikil breyting og ég veit að það eru fleiri íslensk lið að fikra sig í þessa átt. Stjarnan æfir snemma, Breiðablik, Valur og KR líka á sumum dögum. Þetta er mjög jákvætt og fjölskylduvænt fyrir alla,“ sagði Nikolaj. Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eiga engan sinn líka í heiminum og hann hefur skrifað þessa árlegu árbók íslenskrar knattspyrnu frá og með árinu 1982. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur komið út í 45 ár (frá 1981) því ein bók kom út áður en Víðir kom inn. Víðir hefur skrifað hana einn frá og með árinu 1983. Bókin í ár er 304 blaðsíður. Þar finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2025 í máli og myndum, og einn af styrkleikum hennar er að Víðir skrifar bókina jafnóðum og atburðirnir gerast.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira