38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 15:01 Jamie Vardy fagnar einu marka sinna með Cremonese en þessi ensku leikmaður átti flottan nóvembermánuð á Ítalíu. Getty/Image Photo Agency Hinn reynslumikli framherji Jamie Vardy hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í Serie A á Ítalíu fyrir nóvember. Vardy, sem verður 39 ára í næsta mánuði, gekk til liðs við Cremonese í upphafi tímabilsins og er fyrsti enski leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin síðan þau voru tekin upp í efstu deild Ítalíu árið 2019. Viðurkenningin kemur þrátt fyrir að Cremonese, sem situr í níunda sæti Serie A, hafi tapað öllum þremur leikjum sínum í nóvember, en Vardy skoraði eina mark sitt í 2-1 tapi gegn Juventus. 38-year-old Jamie Vardy has just been named Serie A Player of the Month 🏆Class is permanent 👏 pic.twitter.com/i23E94dlN1— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 11, 2025 Verðlaunin eru valin af stuðningsmönnum í bland við tölfræðileg gögn og hafði Vardy betur gegn markverði AC Milan, Mike Maignan, framherja Inter Milan, Lautaro Martínez, David Neres hjá Napoli, Leo Østigard hjá Genoa og Nicolò Zaniolo hjá Udinese. Jamie Vardy hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í Serie A síðan hann gekk til liðs við Cremonese. Forstjóri Serie A, Luigi De Siervo, sagði á vefsíðu deildarinnar: „Jamie Vardy er sannarlega leikmaður frá öðrum tíma. Einn af þessum hæfileikamönnum sem, með sögu sinni, afrekum og óbilandi baráttuanda í hverjum leik, tjá rómantík fótboltans best,“ sagði De Siervo. The fairytale hasn't ended, it's just entered a new chapter. 🔥Jamie Vardy is your @EASPORTSFC Player of the Month for November. 👑Now on #FC26#POTM #SerieA @easportsfcit pic.twitter.com/uAKRH79awP— Lega Serie A (@SerieA_EN) December 11, 2025 „Komu hans til Cremonese, sem var fljótt að grípa tækifærið í sumar, var fagnað með miklum eldmóði af öllum stuðningsmönnum Serie A, og Vardy endurgeldur þeim með frammistöðu í hæsta gæðaflokki, meðfæddum leiðtogahæfileikum og mikilvægum mörkum,“ sagði De Siervo. Vardy hefur byrjað síðustu átta leiki Cremonese og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri þeirra á Bologna þann 1. desember. Þessi fyrrverandi landsliðsmaður Englands er þekktastur fyrir sín þrettán ár með Leicester en hann hjálpaði liðinu að vinna einn óvæntasta enska úrvalsdeildartitilinn árið 2016. Ítalski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Sjá meira
Vardy, sem verður 39 ára í næsta mánuði, gekk til liðs við Cremonese í upphafi tímabilsins og er fyrsti enski leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin síðan þau voru tekin upp í efstu deild Ítalíu árið 2019. Viðurkenningin kemur þrátt fyrir að Cremonese, sem situr í níunda sæti Serie A, hafi tapað öllum þremur leikjum sínum í nóvember, en Vardy skoraði eina mark sitt í 2-1 tapi gegn Juventus. 38-year-old Jamie Vardy has just been named Serie A Player of the Month 🏆Class is permanent 👏 pic.twitter.com/i23E94dlN1— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 11, 2025 Verðlaunin eru valin af stuðningsmönnum í bland við tölfræðileg gögn og hafði Vardy betur gegn markverði AC Milan, Mike Maignan, framherja Inter Milan, Lautaro Martínez, David Neres hjá Napoli, Leo Østigard hjá Genoa og Nicolò Zaniolo hjá Udinese. Jamie Vardy hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í Serie A síðan hann gekk til liðs við Cremonese. Forstjóri Serie A, Luigi De Siervo, sagði á vefsíðu deildarinnar: „Jamie Vardy er sannarlega leikmaður frá öðrum tíma. Einn af þessum hæfileikamönnum sem, með sögu sinni, afrekum og óbilandi baráttuanda í hverjum leik, tjá rómantík fótboltans best,“ sagði De Siervo. The fairytale hasn't ended, it's just entered a new chapter. 🔥Jamie Vardy is your @EASPORTSFC Player of the Month for November. 👑Now on #FC26#POTM #SerieA @easportsfcit pic.twitter.com/uAKRH79awP— Lega Serie A (@SerieA_EN) December 11, 2025 „Komu hans til Cremonese, sem var fljótt að grípa tækifærið í sumar, var fagnað með miklum eldmóði af öllum stuðningsmönnum Serie A, og Vardy endurgeldur þeim með frammistöðu í hæsta gæðaflokki, meðfæddum leiðtogahæfileikum og mikilvægum mörkum,“ sagði De Siervo. Vardy hefur byrjað síðustu átta leiki Cremonese og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri þeirra á Bologna þann 1. desember. Þessi fyrrverandi landsliðsmaður Englands er þekktastur fyrir sín þrettán ár með Leicester en hann hjálpaði liðinu að vinna einn óvæntasta enska úrvalsdeildartitilinn árið 2016.
Ítalski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Sjá meira