Fótbolti

Vig­dís Lilja lét topp­sætið af hendi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Vigdís Lilja og stöllur í Anderlecht sátu á toppnum fyrir leik.
Vigdís Lilja og stöllur í Anderlecht sátu á toppnum fyrir leik.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir var í byrjunarliði Anderlecht í 1-3 tapi í toppslag belgísku úrvalsdeildarinnar gegn OH Leuven.

Gestirnir frá Leuven virtust enn þreyttir eftir Evrópuleik í vikunni og fengu á sig mark eftir tæpar tvær mínútur. Anderlecht var síðan nálægt því að bæta við öðru marki en boltinn small í stöngina og út.

Ríkjandi meistararnir hristu þessa slæmu byrjun fljótt af sér, jöfnuðu leikinn á 16. mínútu og komust yfir á 38. mínútu. Þær innsigluðu svo 1-3 sigurinn seint í seinni hálfleik.

OH Leuven endurheimti þar með toppsætið og situr með tveggja stiga forystu á Anderlecht þegar tíu umferðir hafa verið spilaðar.

Vigdís Lilja er á sínu öðru tímabili með liðinu en hún fór til Belgíu frá Breiðablik síðastliðinn janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×