Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2025 13:02 María Fjóla forstjóri Hrafnistu tekur undir áhyggjur forstjóra Landspítala af fráflæðisvanda. Ástandið á bráðamóttökunni sýni hve viðkvæmt kerfið er. Vísir/Bjarni Forstjóri Hrafnistu segist vel skilja áhyggjur forstjóra Landspítalans af fráflæðivanda. Fjölmargir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Hún kallar eftir því að ríkið auki stuðning við hjúkrunarheimilin svo þau geti sinnt viðhaldi á húsnæði og hraði uppbyggingu. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sagði í viðtali á Vísi í gærkvöldi að aðstæður á spítalanum væru mjög bágbornar til að takast á við inflúensufaraldurinn en meðal annars hefur þurft að nýta bílaskýli bráðamóttökunnar fyrir sjúklinga undanfarna daga. Um hundrað séu á spítalanum sem bíði eftir plássi á hjúkrunarheimilum og hefur bruni á Hrafnistu frá því í október meðal annars hægt á fráflæði. „Þessi 22 rými sem urðu fyrir brunanum eru ennþá úti en við erum að vonast til eins og staðan er í dag að hægt verði að opna helminginn, ellefu rými um mánaðarmótin janúar, febrúar og hin ellefu í kringum maí á næsta ári,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þeim fjölgi sem fari á biðlista hjá heimilunum. „Við skiljum áhyggjur forstjóra Landspítala vegna þess að bara það að missa út 22 rými hefur gífurleg áhrif á kerfið í heild sinni og það sýnir hvað heilbrigðiskerfið er viðkvæmt, hvað við þolum litla hnökra.“ Lappirnar dregnar í gegnum tíðina Hún hafi áhyggjur af stærri myndinni. Fyrst á þessu ári hafi ráðherra undirritað viljayfirlýsingu um að hjúkrunarheimili fái greidda húsaleigu til að sinna viðhaldi. „Það þarf að gæta þess að við höldum uppi þeim hjúkrunarrýmum sem eru. Kerfið hefur bara í gegnum tíðina verið að draga lappirnar með að fjölga hjúkrunarrýmum og það er staðan sem við erum að sjá í dag,“ segir María. „Þeir sem hafa lokið sinni bráðaþjónustu og komast ekki heim eiga að komast í varanleg úrræði.“ Hún segir nýja ríkisstjórn hafa sýnt stöðunni mikinn skilning en hlutirnir þurfi að gerast hraðar. „Það tekur enga stund að byggja hús en að ákveða að byggja hús tekur lengstan tíma. Við þurfum að koma því ferli hraðar í gegn, það er of mikil töf að hefjast handa við að byggja fleiri hjúkrunarrými.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28 Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sagði í viðtali á Vísi í gærkvöldi að aðstæður á spítalanum væru mjög bágbornar til að takast á við inflúensufaraldurinn en meðal annars hefur þurft að nýta bílaskýli bráðamóttökunnar fyrir sjúklinga undanfarna daga. Um hundrað séu á spítalanum sem bíði eftir plássi á hjúkrunarheimilum og hefur bruni á Hrafnistu frá því í október meðal annars hægt á fráflæði. „Þessi 22 rými sem urðu fyrir brunanum eru ennþá úti en við erum að vonast til eins og staðan er í dag að hægt verði að opna helminginn, ellefu rými um mánaðarmótin janúar, febrúar og hin ellefu í kringum maí á næsta ári,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þeim fjölgi sem fari á biðlista hjá heimilunum. „Við skiljum áhyggjur forstjóra Landspítala vegna þess að bara það að missa út 22 rými hefur gífurleg áhrif á kerfið í heild sinni og það sýnir hvað heilbrigðiskerfið er viðkvæmt, hvað við þolum litla hnökra.“ Lappirnar dregnar í gegnum tíðina Hún hafi áhyggjur af stærri myndinni. Fyrst á þessu ári hafi ráðherra undirritað viljayfirlýsingu um að hjúkrunarheimili fái greidda húsaleigu til að sinna viðhaldi. „Það þarf að gæta þess að við höldum uppi þeim hjúkrunarrýmum sem eru. Kerfið hefur bara í gegnum tíðina verið að draga lappirnar með að fjölga hjúkrunarrýmum og það er staðan sem við erum að sjá í dag,“ segir María. „Þeir sem hafa lokið sinni bráðaþjónustu og komast ekki heim eiga að komast í varanleg úrræði.“ Hún segir nýja ríkisstjórn hafa sýnt stöðunni mikinn skilning en hlutirnir þurfi að gerast hraðar. „Það tekur enga stund að byggja hús en að ákveða að byggja hús tekur lengstan tíma. Við þurfum að koma því ferli hraðar í gegn, það er of mikil töf að hefjast handa við að byggja fleiri hjúkrunarrými.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28 Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28
Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16