Körfubolti

Aftur og ný­búnir en núna í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Mortensen var í stóru hlutverki hjá Grindvíkingum í kvöld.
Daniel Mortensen var í stóru hlutverki hjá Grindvíkingum í kvöld. Vísir/Diego

Grindvíkingar unnu Ármenninga í annað skiptið á fjórum dögum í kvöld og að þessu sinni tryggðu Grindvíkingar sér sæti í átta liða úrslutum VÍS-bikars karla í körfubolta.

Grindavík fékk hörkumótspyrnu frá botnliði Bónusdeildarinnar en vann á endanum níu stiga sigur 86-77.

Jordan Semple var með 21 stig og 17 fráköst fyrir Grindavík, Daniel Mortensen skoraði 20 stig , fyrirliðinn Ólafur Ólafsson bætti við 15 stigum og Unnsteinn Rúnar Kárason skoraði 13 stig.

Daniel Love skoraði 21 stig fyrir Ármann og Lagio Grantsaan var með 13 stig. Bragi Guðmundsson átti hins vegar ekki sinn besta dag á móti uppeldisfélaginu og hitti aðeins úr 2 af 11 skotum sínum.

Grindavík var komið átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-17, og var tólf stigum yfir í hálfleik, 49-37.

Það stefndi í stórsigur en Ármenningar bitu frá sér í seinni hálfleiknum, gáfust ekki upp og komu muninum niður í fjögur stig.

Heimamenn héldu út og lönduðu sigri og sæti í átta liða úrslitum en þeir eru fyrsta karlaliðið til að komast þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×