Lífið

Bríet ældi á miðjum tón­leikum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Bríet hélt hátíðartónleika í Fríkirkjunni um helgina.
Bríet hélt hátíðartónleika í Fríkirkjunni um helgina.

Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar hélt hátíðartónleika í Fríkirkjunni á föstudaginn með öflugum hópi hljóðfæraleikara. Þar lenti hún í þeirri miður skemmtilegu uppákomu að æla á miðjum tónleikum.

Bríet hefur haft í nægu að snúast undanfarið, gaf út stuttskífuna Act I fyrir nokkrum vikum, framleiddi handgerðar „vintage“ fótboltatreyjur sem seldust upp og hélt svo tónleika í Fríkirkjunni um helgina. Þar kom hún fram með hljóðfæraleikurunum Magnúsi Jóhanni, Bergi Einari og Þorleifi Gauki og tók gömul og ný lög eftir sig sjálfa auk vel valdra jólalaga.

Uppselt var á tónleikana og var ansi huggulegt og jólalegt að sjá í rauðupplýstri Fríkirkjunni. Bríet var að vanda í afar skrautlegum klæðnaði, í háum rauðum hælum, með rauðar sokkabuxur og í svörtum kjólum með austurlensku ívafi.

Af myndum að dæma virðast tónleikarnir hafa gengið vel fyrir utan það að Bríet lenti í því að æla á þeim miðjum. Hún greindi frá því sjálf á Instagram en skýrði hvorki frá því hvernig það gerðist né hvers vegna. Það virðist þó ekki hafa haft teljandi áhrif á tónleikana né Bríet sem virðist eldhress á miðlunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.