„Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Lovísa Arnardóttir skrifar 16. desember 2025 20:31 Heimili fjölskyldunnar við Súlunes í Garðabæ. Vísir/Bjarni Margrét Halla Löf las upp yfirlýsingu fyrir dómi við upphaf aðalmeðferðar þar sem hún mótmælti lýsingu ákæruvaldsins og lýsti sig saklausa. Í dómi héraðsdóms sem birtur var í dag kemur fram að Margrét hafi þar viðurkennt erfið og stundum líkamleg átök í samskiptum við foreldra sína. Hún sagði hinsvegar að aldrei hafi verið um barsmíðar, vopn eða ásetning til að skaða að ræða og lagði áherslu á að umhyggja hefði alltaf verið til staðar þrátt fyrir ágreining. Margrét Halla var í dag dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni. Ekki þótti sannað að Margrét hafi haft ásetning að ráða móður sína af dögum og var hún því ekki sakfellt fyrir tilraun til manndráps þegar hún gerði atlögu að foreldrum sínum á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ þann 11. apríl síðastliðinn. Í dómi, sem birtur var síðdegis, er farið ítarlega yfir það ofbeldi sem Margrét beitti báða foreldra sína í apríl, þegar faðir hennar lést, og frá og með nóvember árið 2024. Þar kemur fram að hún hafi beitt þau bæði svo miklu líkamlegu ofbeldi að þau hafi síendurtekið þurft að leita sér læknisaðstoðar á þessu tímabili. Þá er einnig farið ítarlega yfir það ofbeldi sem hún beitti báða foreldra sína þann 10. og 11. apríl þegar faðir hennar svo lést. Fram kemur í dómi að á fjórða tug vitna hafi verið leidd fyrir dóm. Þar á meðal má nefna sálfræðinga sem sinntu Margréti, fjölskyldufræðinga sem fjölskyldan leitaði saman til, fjölda lækna sem sinnti foreldrum hennar á spítalanum, dáleiðara og heilara. Las skriflega yfirlýsingu en svaraði engum spurningum Margrét sjálf gaf nokkrar skýrslur á meðan rannsókn fór fram og nokkur viðtöl með réttargæslumanni. Fyrir dómi nýtti hún sér þagnarrétt og svaraði þannig ekki neinum spurningum. Hún óskaði þó eftir því að skýra afstöðu sína í yfirlýsingu. Í dómi kemur fram að hún hafi lesið skriflega yfirlýsingu fyrir dómi þar sem hún sagði ákæruvaldið draga upp ranga mynd af meintri háttsemi hennar gagnvart foreldrunum. Hún sagðist jafnframt saklaus af öllum sakargiftum eins og þær eru settar fram í ákæru og tók fram að sú afstaða breytti engu um það sem hún hefði áður greint frá um samskipti sín og foreldra sinna um langa hríð og þau hafi verið að reyna að bæta með aðstoð ýmissa sérfræðinga. Í yfirlýsingu sinni sagðist hún í fjórum skýrslutökum sínum hjá lögreglunni ekki hafa dregið dul á að stundum hafi samskipti hennar við foreldrana „leitt til vesens, rifrildis, kýtinga, ýtinga, handalögmála og slagsmála, en aldrei til barsmíða sem beint var að höfði, brjósti eða baki; aldrei var bareflum beitt eða neinum öðrum áhöldum“. Margrét Halla sagðist enn fremur aldrei hafa haft þann ásetning að skaða foreldra sína og þau ekki hana, enda hafi þau þrátt fyrir erfiðleika á köflum í samskiptum „verið með kramið hjarta í hvert sinn eftir að vesen hafði komið upp.“ Fréttastofa fjallaði meðal annars um málið í kvöldfréttum í sumar. Margrét eigi sér engar málsbætur Við ákvörðun refsingar hennar, sem var 16 ára, var horft til þess að hún væri sakfelld fyrir dráp á föður sínum samkvæmt lægsta stigi ásetnings. Þó er tekið fram að óháð þeirri niðurstöðu þyki brot hennar gegn foreldrum sínum á tímabilinu 30. nóvember 2024 til 11. apríl 2025 sérlega alvarleg, þau unnin án tilefnis, innan veggja heimilis fjölskyldunnar þar sem foreldrar hennar áttu að njóta öryggis og friðhelgi „Brot ákærðu eru að mati dómsins svívirðileg og á hún sér engar málsbætur“ segir að lokum og að þess vegna ákveði dómurinn 16 ára fangelsi sem hæfilega refsingu. Í dómi er farið yfir bakgrunn Margrétar. Hún hafi alist upp í Garðabæ. Hún hafi nokkrum sinnum hafið háskólanám en alltaf hætt. Þá kemur einnig fram að foreldrar hennar hafi haustið 2023 keypt fyrir hana íbúð sem hún hafi þó aðeins notað sem afdrep. Hún hafi farið erlendis, líklega staðsetning er afmáð í dómi, til að stunda nám og hafi snúið aftur í nóvember 2024. Tveimur dögum eftir heimkomu hafi hún byrjað að beita foreldra sína ofbeldi. Í dómi kemur einnig fram að Margrét hafi leitað til heyrnarfræðings vegna eyrnasuðs og hljóðþols sem hún hafi fyrst fundið fyrir 2019 og svo farið versnandi. Heyrnarfræðinginn hafi byrjað að gruna 2023 að hún væri með hljóðóbeit (Misophonia) fremur en hljóðóþol, og að einstaklingur sem þjáist af slíkri röskun hafi skert þol fyrir ákveðnum hljóðum, upplifi þau sem pirrandi og jafnvel yfirþyrmandi áreiti og fylgi því oft mikil kvíðatilfinning og jafnvel reiði. Í hennar tilfelli hafi virst sem kveikjuhljóð [é. Trigger Sound] tengdust foreldrum hennar og hún hafi upplifað mikinn kvíða og stress. Í dómi kemur fram að í niðurlagi vottorðs hafi komið fram að móðir hennar hafi leitað allt að tíu sinnum í opna tíma á heyrnarstofunni til að spyrjast fyrir um meðferðir, að ástandið á heimilinu væri „spennt“ og að í síðustu komu hennar, 2. apríl 2025, hafi hún verið með áverka á andliti og heyrnarfræðingur talið að hún væri með blæðingu inn á annað augað. Fyrir dómi var einnig vottorð frá sálfræðingi Margrétar sem hún hafði verið í meðferð hjá frá árinu 2019. Í viðtölum greindi hún frá langvarandi samskiptavanda og að hún hafi tvívegis sætt líkamlegu ofbeldi, annars vegar þegar hún var 13 ára og hljóðhimna sprakk og hins vegar 2017 þegar hún tognaði á fingri í heimilisátökum. Öll þrjú beri ábyrgð á vandanum Þá viðurkenndi hún að vera með stuttan þráð en sagði þau öll þrjú bera ábyrgð á samskiptavanda þeirra. Hún talaði einnig um suð í eyru eða verki þegar ósætti kemur upp. Hún biðji foreldra sína um að tala lægra en þau virði það ekki. Í frásögn eins sérfræðinga sem sinntu fjölskyldunni eða veittu þeim ráðgjöf kemur ítrekað fram að hún hafi verið með mikla kröfuhörku gagnvart foreldrum sínum. Þau ættu til dæmis alltaf að sýna henni virðingu og tillitssemi, ættu alltaf að standa við orð sín. Hún hafi kennt foreldrum sínum um áföllin í hennar lífi og fyrir að hafa varið hana ekki nægilega vel. Í dómi er einnig farið yfir nótur af spítalanum sem skrifaðar voru við komu foreldra hennar á spítalann í þau ótal skipti sem hún er talin hafa beitt þau ofbeldi. Þar neita þau yfirleitt í fyrstu en viðurkenna svo undir lokin að hún sé að beita þau ofbeldi en þau geti ekki greint frá því vegna skammar. Viðurkenndi að nákominn væri að beita hann ofbeldi Í niðurlagi einnar nótu frá því í mars á þessu ári segir að hann hafi áhyggjur af hugsanlegu ofbeldi en geti ekki rætt við föðurinn því með honum séu tveir læknanemar. Hann ræðir svo við hann nokkrum dögum síðar og kemur fram í nótunni að faðir Margrétar hafi brotnað saman og viðurkennt að hún væri að beita þau ofbeldi „Hann játar að aðili sér nákominn sé að veita sér þessa áverka. Vill ekki segja hver en segir að það sé verið að aðstoða fjölskylduna með fjölskylduráðgjöf og sálfræðing. Það hefur enn ekki borið árangur.“ Læknirinn bókar einnig nótu að hann hafi hvatt hann til að leita til lögreglu og tilkynna árásina hennar en faðir hennar vildi ekki gera það. Þetta var 5. apríl, um viku áður en hann lést. Í dómi er einnig farið nokkuð ítarlega yfir það sem gerðist eftir að móðir hennar hringdi á neyðarlínu þegar faðir hennar dettur niður. Hún hringdi í neyðarlínuna og þegar hún var spurð hvað gerðist sagði hún: „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl.“ Fréttastofa fjallaði um það í kvöldfréttum þann 19. nóvember þegar aðalmeðferð í málinu hófst. Hrædd við dóttur sína Í skýrslu fleiri en eins lögreglumanns kemur fram að móðir hennar hafi hvíslað eða sagt að dóttir þeirra hafi ráðist á þau en þau máttu ekki segja frá því. Lögreglumennirnir segja móður hennar augljóslega mjög skelkaða og hrædda við dóttur sína. Þá kemur fram að í sjúkrabílnum hafi hún sagst óttast hana, hún hafi yfirtekið heimilið, þau hafi leitað aðstoðar fagfólks en aldrei þorað að hefja kæruferli af ótta við viðbrögð ákærðu og sektarkennd sem slíku ferli myndi fylgja. Í dómi er ástandi heimilisins lýst og kemur fram að húsið hafi verið ósnyrtilegt, jólatré enn uppi og blóðslettur víða, meðal annars á veggjum, og greinilegt að mikið hefði gengið á í húsinu. „Blóðkám var á gólfi í forstofu þar sem A lá þegar lögregla og sjúkralið kom að. Frá forstofu sé gengið inn í hol með stiga upp á millipall og efri hæð. Þar hafi greinst meintar blóðslettur og blóðkám á mismunandi stöðum á veggjum, í stiganum, á gólfi og blómastandi. Á gólfi undir stiganum var fatahrúga, að hluta til í ferðatöskum. Í eldhúsi á efri hæð, sem var sérlega ósnyrtilegt, fannst ætlað blóð á vegg og skáphurð og bentu ummerki til þess að þar gæti hafa komið til átaka. Á sömu hæð fundust ætlaðar blóðslettur á borði á svefnherbergisgangi, á gólfi við inngang að baðherbergi, á baðherbergisgólfi við hlið salernis og þar við hlið fannst blóðkám á skolskál,“ segir um blóðslettur á heimilinu. Sprakk út í reiðiköstum með ógn Margréti var gert að sæta geðrannsókn og í matsgerð geðlæknis og áliti matsmanns segir að hún hafi hvorki séð né viðurkennt þá ógnarstöðu sem hún hafði yfir öldruðum foreldrum sínum, hún verið formföst og tilætlunarsöm í samskiptum og foreldrar hennar síðustu ár eða misseri þurft að sitja og standa eins og hún krafðist. Hún beri merki persónuleikaröskunar og það sé ljóst að hún hafi á köflum sprungið út í reiðiköstum með mikilli ógn. Fram kemur að lokum að það sé álit dómsins að framburður Margrétar sé lítt áreiðanlegur um atburðarásina þann 11. apríl. Hún hafi gengist við því að hafa beitt þau einhverju ofbeldi hjá lögreglu en svo dregið úr þeirri frásögn og sagt eitt högg hafa hæft föður hennar. Hann hafi hlotið áverka sína við þungt fall sitt. „Þegar ákærða kom fyrir dóm vísaði hún almennt til „vesens, rifrildis, kýtinga, ýtinga, handalögmála og slagsmála“ gegnum tíðina, en sagði aldrei hafa komið til „barsmíða sem beint var að höfði, brjósti eða baki“. Þykir þessi framburður ákærðu afar ótrúverðugur og fær engan veginn samrýmst þeim miklu og alvarlegu áverkum sem voru á foreldrum hennar. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir játning en að Margrét geti engar skýringar gefið á því stórfellda ofbeldi sem hún beitti föður sinn þessa nótt. Það hafi æði runnið á hana og hún gengið lengra en áður. Hún hafi ráðist gegn viðkvæmum líkamshlutum hans og að ekki séð hægt að ráða öðruvísi í málið en að hún hafi ráðist á hann „gagngert í því augnamiði að skaða hann“. Árásin hafi verið ofsafengin og vægðarlaus og að henni hefði ekki átt að dyljast að faðir hennar gæti hæglega beðið bana af stórhættulegri atlögu hennar. Hvað varðar árás hennar á móður sína segir að í henni hafi ekki verið ásetningur um að ráða hana af dögum en að árásin hafi verið stórfelld og sérstaklega hættuleg. Því var Margrét sakfelld fyrir manndráp og stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás og dæmd til 16 ára fangelsis. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að Margrét hefði verið sakfalld fyrir tilraun til manndráps en rétt er að hún var sakfelld fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás. Leiðrétt klukkan 21:15 þann 16.12.2025. Grunuð um manndráp við Súlunes Dómsmál Garðabær Eldri borgarar Tengdar fréttir Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. 31. júlí 2025 19:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Margrét Halla var í dag dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás gegn móður sinni. Ekki þótti sannað að Margrét hafi haft ásetning að ráða móður sína af dögum og var hún því ekki sakfellt fyrir tilraun til manndráps þegar hún gerði atlögu að foreldrum sínum á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ þann 11. apríl síðastliðinn. Í dómi, sem birtur var síðdegis, er farið ítarlega yfir það ofbeldi sem Margrét beitti báða foreldra sína í apríl, þegar faðir hennar lést, og frá og með nóvember árið 2024. Þar kemur fram að hún hafi beitt þau bæði svo miklu líkamlegu ofbeldi að þau hafi síendurtekið þurft að leita sér læknisaðstoðar á þessu tímabili. Þá er einnig farið ítarlega yfir það ofbeldi sem hún beitti báða foreldra sína þann 10. og 11. apríl þegar faðir hennar svo lést. Fram kemur í dómi að á fjórða tug vitna hafi verið leidd fyrir dóm. Þar á meðal má nefna sálfræðinga sem sinntu Margréti, fjölskyldufræðinga sem fjölskyldan leitaði saman til, fjölda lækna sem sinnti foreldrum hennar á spítalanum, dáleiðara og heilara. Las skriflega yfirlýsingu en svaraði engum spurningum Margrét sjálf gaf nokkrar skýrslur á meðan rannsókn fór fram og nokkur viðtöl með réttargæslumanni. Fyrir dómi nýtti hún sér þagnarrétt og svaraði þannig ekki neinum spurningum. Hún óskaði þó eftir því að skýra afstöðu sína í yfirlýsingu. Í dómi kemur fram að hún hafi lesið skriflega yfirlýsingu fyrir dómi þar sem hún sagði ákæruvaldið draga upp ranga mynd af meintri háttsemi hennar gagnvart foreldrunum. Hún sagðist jafnframt saklaus af öllum sakargiftum eins og þær eru settar fram í ákæru og tók fram að sú afstaða breytti engu um það sem hún hefði áður greint frá um samskipti sín og foreldra sinna um langa hríð og þau hafi verið að reyna að bæta með aðstoð ýmissa sérfræðinga. Í yfirlýsingu sinni sagðist hún í fjórum skýrslutökum sínum hjá lögreglunni ekki hafa dregið dul á að stundum hafi samskipti hennar við foreldrana „leitt til vesens, rifrildis, kýtinga, ýtinga, handalögmála og slagsmála, en aldrei til barsmíða sem beint var að höfði, brjósti eða baki; aldrei var bareflum beitt eða neinum öðrum áhöldum“. Margrét Halla sagðist enn fremur aldrei hafa haft þann ásetning að skaða foreldra sína og þau ekki hana, enda hafi þau þrátt fyrir erfiðleika á köflum í samskiptum „verið með kramið hjarta í hvert sinn eftir að vesen hafði komið upp.“ Fréttastofa fjallaði meðal annars um málið í kvöldfréttum í sumar. Margrét eigi sér engar málsbætur Við ákvörðun refsingar hennar, sem var 16 ára, var horft til þess að hún væri sakfelld fyrir dráp á föður sínum samkvæmt lægsta stigi ásetnings. Þó er tekið fram að óháð þeirri niðurstöðu þyki brot hennar gegn foreldrum sínum á tímabilinu 30. nóvember 2024 til 11. apríl 2025 sérlega alvarleg, þau unnin án tilefnis, innan veggja heimilis fjölskyldunnar þar sem foreldrar hennar áttu að njóta öryggis og friðhelgi „Brot ákærðu eru að mati dómsins svívirðileg og á hún sér engar málsbætur“ segir að lokum og að þess vegna ákveði dómurinn 16 ára fangelsi sem hæfilega refsingu. Í dómi er farið yfir bakgrunn Margrétar. Hún hafi alist upp í Garðabæ. Hún hafi nokkrum sinnum hafið háskólanám en alltaf hætt. Þá kemur einnig fram að foreldrar hennar hafi haustið 2023 keypt fyrir hana íbúð sem hún hafi þó aðeins notað sem afdrep. Hún hafi farið erlendis, líklega staðsetning er afmáð í dómi, til að stunda nám og hafi snúið aftur í nóvember 2024. Tveimur dögum eftir heimkomu hafi hún byrjað að beita foreldra sína ofbeldi. Í dómi kemur einnig fram að Margrét hafi leitað til heyrnarfræðings vegna eyrnasuðs og hljóðþols sem hún hafi fyrst fundið fyrir 2019 og svo farið versnandi. Heyrnarfræðinginn hafi byrjað að gruna 2023 að hún væri með hljóðóbeit (Misophonia) fremur en hljóðóþol, og að einstaklingur sem þjáist af slíkri röskun hafi skert þol fyrir ákveðnum hljóðum, upplifi þau sem pirrandi og jafnvel yfirþyrmandi áreiti og fylgi því oft mikil kvíðatilfinning og jafnvel reiði. Í hennar tilfelli hafi virst sem kveikjuhljóð [é. Trigger Sound] tengdust foreldrum hennar og hún hafi upplifað mikinn kvíða og stress. Í dómi kemur fram að í niðurlagi vottorðs hafi komið fram að móðir hennar hafi leitað allt að tíu sinnum í opna tíma á heyrnarstofunni til að spyrjast fyrir um meðferðir, að ástandið á heimilinu væri „spennt“ og að í síðustu komu hennar, 2. apríl 2025, hafi hún verið með áverka á andliti og heyrnarfræðingur talið að hún væri með blæðingu inn á annað augað. Fyrir dómi var einnig vottorð frá sálfræðingi Margrétar sem hún hafði verið í meðferð hjá frá árinu 2019. Í viðtölum greindi hún frá langvarandi samskiptavanda og að hún hafi tvívegis sætt líkamlegu ofbeldi, annars vegar þegar hún var 13 ára og hljóðhimna sprakk og hins vegar 2017 þegar hún tognaði á fingri í heimilisátökum. Öll þrjú beri ábyrgð á vandanum Þá viðurkenndi hún að vera með stuttan þráð en sagði þau öll þrjú bera ábyrgð á samskiptavanda þeirra. Hún talaði einnig um suð í eyru eða verki þegar ósætti kemur upp. Hún biðji foreldra sína um að tala lægra en þau virði það ekki. Í frásögn eins sérfræðinga sem sinntu fjölskyldunni eða veittu þeim ráðgjöf kemur ítrekað fram að hún hafi verið með mikla kröfuhörku gagnvart foreldrum sínum. Þau ættu til dæmis alltaf að sýna henni virðingu og tillitssemi, ættu alltaf að standa við orð sín. Hún hafi kennt foreldrum sínum um áföllin í hennar lífi og fyrir að hafa varið hana ekki nægilega vel. Í dómi er einnig farið yfir nótur af spítalanum sem skrifaðar voru við komu foreldra hennar á spítalann í þau ótal skipti sem hún er talin hafa beitt þau ofbeldi. Þar neita þau yfirleitt í fyrstu en viðurkenna svo undir lokin að hún sé að beita þau ofbeldi en þau geti ekki greint frá því vegna skammar. Viðurkenndi að nákominn væri að beita hann ofbeldi Í niðurlagi einnar nótu frá því í mars á þessu ári segir að hann hafi áhyggjur af hugsanlegu ofbeldi en geti ekki rætt við föðurinn því með honum séu tveir læknanemar. Hann ræðir svo við hann nokkrum dögum síðar og kemur fram í nótunni að faðir Margrétar hafi brotnað saman og viðurkennt að hún væri að beita þau ofbeldi „Hann játar að aðili sér nákominn sé að veita sér þessa áverka. Vill ekki segja hver en segir að það sé verið að aðstoða fjölskylduna með fjölskylduráðgjöf og sálfræðing. Það hefur enn ekki borið árangur.“ Læknirinn bókar einnig nótu að hann hafi hvatt hann til að leita til lögreglu og tilkynna árásina hennar en faðir hennar vildi ekki gera það. Þetta var 5. apríl, um viku áður en hann lést. Í dómi er einnig farið nokkuð ítarlega yfir það sem gerðist eftir að móðir hennar hringdi á neyðarlínu þegar faðir hennar dettur niður. Hún hringdi í neyðarlínuna og þegar hún var spurð hvað gerðist sagði hún: „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl.“ Fréttastofa fjallaði um það í kvöldfréttum þann 19. nóvember þegar aðalmeðferð í málinu hófst. Hrædd við dóttur sína Í skýrslu fleiri en eins lögreglumanns kemur fram að móðir hennar hafi hvíslað eða sagt að dóttir þeirra hafi ráðist á þau en þau máttu ekki segja frá því. Lögreglumennirnir segja móður hennar augljóslega mjög skelkaða og hrædda við dóttur sína. Þá kemur fram að í sjúkrabílnum hafi hún sagst óttast hana, hún hafi yfirtekið heimilið, þau hafi leitað aðstoðar fagfólks en aldrei þorað að hefja kæruferli af ótta við viðbrögð ákærðu og sektarkennd sem slíku ferli myndi fylgja. Í dómi er ástandi heimilisins lýst og kemur fram að húsið hafi verið ósnyrtilegt, jólatré enn uppi og blóðslettur víða, meðal annars á veggjum, og greinilegt að mikið hefði gengið á í húsinu. „Blóðkám var á gólfi í forstofu þar sem A lá þegar lögregla og sjúkralið kom að. Frá forstofu sé gengið inn í hol með stiga upp á millipall og efri hæð. Þar hafi greinst meintar blóðslettur og blóðkám á mismunandi stöðum á veggjum, í stiganum, á gólfi og blómastandi. Á gólfi undir stiganum var fatahrúga, að hluta til í ferðatöskum. Í eldhúsi á efri hæð, sem var sérlega ósnyrtilegt, fannst ætlað blóð á vegg og skáphurð og bentu ummerki til þess að þar gæti hafa komið til átaka. Á sömu hæð fundust ætlaðar blóðslettur á borði á svefnherbergisgangi, á gólfi við inngang að baðherbergi, á baðherbergisgólfi við hlið salernis og þar við hlið fannst blóðkám á skolskál,“ segir um blóðslettur á heimilinu. Sprakk út í reiðiköstum með ógn Margréti var gert að sæta geðrannsókn og í matsgerð geðlæknis og áliti matsmanns segir að hún hafi hvorki séð né viðurkennt þá ógnarstöðu sem hún hafði yfir öldruðum foreldrum sínum, hún verið formföst og tilætlunarsöm í samskiptum og foreldrar hennar síðustu ár eða misseri þurft að sitja og standa eins og hún krafðist. Hún beri merki persónuleikaröskunar og það sé ljóst að hún hafi á köflum sprungið út í reiðiköstum með mikilli ógn. Fram kemur að lokum að það sé álit dómsins að framburður Margrétar sé lítt áreiðanlegur um atburðarásina þann 11. apríl. Hún hafi gengist við því að hafa beitt þau einhverju ofbeldi hjá lögreglu en svo dregið úr þeirri frásögn og sagt eitt högg hafa hæft föður hennar. Hann hafi hlotið áverka sína við þungt fall sitt. „Þegar ákærða kom fyrir dóm vísaði hún almennt til „vesens, rifrildis, kýtinga, ýtinga, handalögmála og slagsmála“ gegnum tíðina, en sagði aldrei hafa komið til „barsmíða sem beint var að höfði, brjósti eða baki“. Þykir þessi framburður ákærðu afar ótrúverðugur og fær engan veginn samrýmst þeim miklu og alvarlegu áverkum sem voru á foreldrum hennar. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir játning en að Margrét geti engar skýringar gefið á því stórfellda ofbeldi sem hún beitti föður sinn þessa nótt. Það hafi æði runnið á hana og hún gengið lengra en áður. Hún hafi ráðist gegn viðkvæmum líkamshlutum hans og að ekki séð hægt að ráða öðruvísi í málið en að hún hafi ráðist á hann „gagngert í því augnamiði að skaða hann“. Árásin hafi verið ofsafengin og vægðarlaus og að henni hefði ekki átt að dyljast að faðir hennar gæti hæglega beðið bana af stórhættulegri atlögu hennar. Hvað varðar árás hennar á móður sína segir að í henni hafi ekki verið ásetningur um að ráða hana af dögum en að árásin hafi verið stórfelld og sérstaklega hættuleg. Því var Margrét sakfelld fyrir manndráp og stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás og dæmd til 16 ára fangelsis. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð að Margrét hefði verið sakfalld fyrir tilraun til manndráps en rétt er að hún var sakfelld fyrir stórfellda og sérstaklega hættulega líkamsárás. Leiðrétt klukkan 21:15 þann 16.12.2025.
Grunuð um manndráp við Súlunes Dómsmál Garðabær Eldri borgarar Tengdar fréttir Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. 31. júlí 2025 19:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. 31. júlí 2025 19:30