„Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2025 09:31 Sigríður Andersen er þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir tilefni til að bætur úr almannatryggingakerfinu vegna ellilífeyris fari að heyra sögunni til. Ríkisstjórnin hefur boðað umtalsverða hækkun frítekjumarks vegna lífeyrisgreiðslna til eldri borgara úr almannatryggingakerfinu en Sigríður telur tímabært að hætt verði að líta á ellilífeyrisgreiðslur frá ríkinu sem sjálfsögð réttindi. „Við erum þeirra gæfu aðnjótandi hér á Íslandi að hafa borið gæfu til þess að taka upp þetta lífeyrissjóðakerfi sem við höfum í stað þess kerfis sem langflest önnur ríki í Evrópu hafa með tilheyrandi greiðslubyrði ríkissjóðs,“ sagði Sigríður meðal annars í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu, á Alþingi í gærkvöldi. Hátt í sex milljarða árleg útgjaldaaukning nái málið fram að ganga Með frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir að almennt frítekjumark sem miðað er við við útreikning á fullum ellilífeyri hækki í skrefum úr 438 þúsund krónum og upp í 720 þúsund krónur árið 2028. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar breytingar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga, svo sem á aldursviðbót, launavísitölu og félagslegum viðbótarstuðningi við aldraða. Gert er ráð fyrir að útgjaldaaukning ríkissjóðs gæti orðið allt að 5,9 milljarðar króna á ári verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Sigríður var meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um málið í annarri umræðu sem fram fór á Alþingi í gær. Sagðist Sigríður meðal annars binda vonir við það að fyrr en síðar muni bætur til eldri borgara úr almannatryggingakerfinu heyra sögunni til. Kerfisbreytingar geti tekið nokkra áratugi, en kerfið eins og það hafi verið byggt upp sé til þess gert að fæstir ættu að þurfa á greiðslum frá ríkinu að halda í ellinni. „Misskilningur“ að um sjálfkrafa réttindi sé að ræða „Ég held að flestir á vinnumarkaði í dag eigi það rífleg lífeyrisréttindi, bæði úr almannatryggingahluta lífeyriskerfisins en einkum og sér í lagi í séreignasjóðum, að bætur úr almannatryggingakerfinu eiga að fara að heyra sögunni til,“ sagði Sigríður og hélt áfram. „Það er einn misskilningurinn í þessu öllu saman þegar okkar besta fólk, eldri borgararnir, tala um þetta sem einhver laun eða réttindi. Að menn eigi sjálfkrafa réttindi til ellilífeyris frá almannatryggingum. Almannatryggingarnar eru bætur, það eru bótakerfi sem eiga að grípa þá sem af einhverjum orsökum hafa fallið milli skips og bryggju. Alveg eins og atvinnuleysisbætur eru bætur til þeirra sem ekki vinna. Þeir sem síðan fá vinnu eða eru eitthvað að vinna, þeir fá ekki áfram atvinnuleysisbætur.“ Að hennar mati ætti það sama að gilda um almannatryggingalífeyrinn. „Sem á að heita ellilífeyrisbætur kannski eða ellibætur, að menn þurfa að horfast í augu við það við höfum verið að byggja hér upp kerfi sem gengur út á það að menn beri ábyrgð hver og einn á sínum ellilífeyri og sínum tekjum og framfærslu í ellinni alveg eins og menn hafa sjálfir gert fram að þeim tíma.“ Alþingi Miðflokkurinn Eldri borgarar Kjaramál Félagsmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
„Við erum þeirra gæfu aðnjótandi hér á Íslandi að hafa borið gæfu til þess að taka upp þetta lífeyrissjóðakerfi sem við höfum í stað þess kerfis sem langflest önnur ríki í Evrópu hafa með tilheyrandi greiðslubyrði ríkissjóðs,“ sagði Sigríður meðal annars í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu, á Alþingi í gærkvöldi. Hátt í sex milljarða árleg útgjaldaaukning nái málið fram að ganga Með frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir að almennt frítekjumark sem miðað er við við útreikning á fullum ellilífeyri hækki í skrefum úr 438 þúsund krónum og upp í 720 þúsund krónur árið 2028. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar breytingar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga, svo sem á aldursviðbót, launavísitölu og félagslegum viðbótarstuðningi við aldraða. Gert er ráð fyrir að útgjaldaaukning ríkissjóðs gæti orðið allt að 5,9 milljarðar króna á ári verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Sigríður var meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um málið í annarri umræðu sem fram fór á Alþingi í gær. Sagðist Sigríður meðal annars binda vonir við það að fyrr en síðar muni bætur til eldri borgara úr almannatryggingakerfinu heyra sögunni til. Kerfisbreytingar geti tekið nokkra áratugi, en kerfið eins og það hafi verið byggt upp sé til þess gert að fæstir ættu að þurfa á greiðslum frá ríkinu að halda í ellinni. „Misskilningur“ að um sjálfkrafa réttindi sé að ræða „Ég held að flestir á vinnumarkaði í dag eigi það rífleg lífeyrisréttindi, bæði úr almannatryggingahluta lífeyriskerfisins en einkum og sér í lagi í séreignasjóðum, að bætur úr almannatryggingakerfinu eiga að fara að heyra sögunni til,“ sagði Sigríður og hélt áfram. „Það er einn misskilningurinn í þessu öllu saman þegar okkar besta fólk, eldri borgararnir, tala um þetta sem einhver laun eða réttindi. Að menn eigi sjálfkrafa réttindi til ellilífeyris frá almannatryggingum. Almannatryggingarnar eru bætur, það eru bótakerfi sem eiga að grípa þá sem af einhverjum orsökum hafa fallið milli skips og bryggju. Alveg eins og atvinnuleysisbætur eru bætur til þeirra sem ekki vinna. Þeir sem síðan fá vinnu eða eru eitthvað að vinna, þeir fá ekki áfram atvinnuleysisbætur.“ Að hennar mati ætti það sama að gilda um almannatryggingalífeyrinn. „Sem á að heita ellilífeyrisbætur kannski eða ellibætur, að menn þurfa að horfast í augu við það við höfum verið að byggja hér upp kerfi sem gengur út á það að menn beri ábyrgð hver og einn á sínum ellilífeyri og sínum tekjum og framfærslu í ellinni alveg eins og menn hafa sjálfir gert fram að þeim tíma.“
Alþingi Miðflokkurinn Eldri borgarar Kjaramál Félagsmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira