Menning

Flýta jólasýningunni um klukku­tíma vegna lengdar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Atli Rafn og Ebba Katrín í hlutverkum sínum í Óresteiu.
Atli Rafn og Ebba Katrín í hlutverkum sínum í Óresteiu.

Á annan dag jóla frumsýnir Þjóðleikhúsið harmleikinn Óresteiu eftir Benedict Andrews. Jólafrumsýningin verður í fyrsta sinn ekki á stóra sviðinu heldur í Kassanum og hefst klukkutíma fyrr en vanalega enda rúmir fjórir tímar að lengd.

Hin ástralski Benedict Andrews er bæði höfundur og leikstjóri sýningarinnar sem er innblásin af harmleikjaþríleiknum Óresteiu eftir Æskýlos. Fimm leikarar fara með hlutverk í sýningunni: Nína Dögg Filippusdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Ásthildur Úa, Ebba Katrín Finnsdóttir og Atli Rafn Sigurðsson.

Nína Dögg ryki sett.

„Benedict Andrews hefur leikstýrt margverðlaunuðum sýningum í mörgum af helstu leikhúsum heims. Sýningar hans í Þjóðleikhúsinu, Ex, Ellen B, Macbeth og Lér konungur, hlotið fjölda Grímuverðlauna,“ segir um leikstjórann í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

Sýningin er fjórir klukkutímar og fimmtán mínútur að lengd með tveimur hléum. Ætla má að það sé ástæðan fyrir því að sýningin hefst klukkan 19 en ekki 20 eins og vanalega í Þjóðleikhúsinu.

Athygli vakti fyrr á árinu þegar Elín Hall, sem átti að leika hlutverk Kassöndru og var ein á plakati verksins, þurfti að hætta við að leika í sýningunni og Ásthildur Úa kom inn í hennar stað.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.