Joshua kjálkabraut Paul Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2025 09:47 Jake Paul átti aldrei möguleika gegn Anthony Joshua. getty/Ed Mulholland Anthony Joshua sigraði Jake Paul í boxbardaga í Miami í nótt. Paul endaði á spítala með brotinn kjálka. Gamli heimsmeistarinn í þungavigt hafði mikla yfirburði gegn samfélagsmiðlastjörnunni sem átti á brattann að sækja eins og við var búist. Paul sigraði hinn aldna Mike Tyson fyrir rúmu ári en átti ekki mikla möguleika gegn Joshua sem er bæði mun hávaxnari, þyngri og reynslumeiri. Það tók Joshua þó sinn tíma að landa sigrinum. Hann sló Paul tvívegis niður í 5. lotu og einu sinni í þeirri sjöttu áður en hann veitti honum náðarhöggið. The moment Anthony Joshua knocked Jake Paul out! #JakeJoshua pic.twitter.com/TiP0ovbpzf— Netflix (@netflix) December 20, 2025 „Þetta var ekki besta frammistaðan,“ sagði Joshua eftir bardagann í Kaseya Center í Miami. „Lokamarkmiðið var að þjarma að Paul og særa hann. Það tók lengri tíma en ég bjóst við en hægri höndin fann loksins áfangastaðinn.“ Paul gekk óstuddur út úr salnum en síðan bárust fréttir af því að hann hefði farið á spítala. Hann staðfesti það svo sjálfur á samfélagsmiðlum að hann væri tvíkjálkabrotinn. Double broken jaw. Give me Canelo in 10 days. pic.twitter.com/8R8NK4OeUv— Jake Paul (@jakepaul) December 20, 2025 Bardaginn í nótt var fyrsti bardagi Joshuas í rúmt ár, eða síðan hann tapaði fyrir Daniel Dubois á Wembley í september 2024. Búist er við því að næsti bardagi hins enska Joshuas verði gegn Tyson Fury sem þykir líklegur til að hætta við að hætta til að mæta landa sínum. Þrátt fyrir tapið í nótt var hljóðið gott í Paul eftir bardagann. Hann hyggst taka sér smá hlé frá hnefaleikum en stefnir svo á að verða heimsmeistari í sínum þyngdarflokki (cruiserweight). Box Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Gamli heimsmeistarinn í þungavigt hafði mikla yfirburði gegn samfélagsmiðlastjörnunni sem átti á brattann að sækja eins og við var búist. Paul sigraði hinn aldna Mike Tyson fyrir rúmu ári en átti ekki mikla möguleika gegn Joshua sem er bæði mun hávaxnari, þyngri og reynslumeiri. Það tók Joshua þó sinn tíma að landa sigrinum. Hann sló Paul tvívegis niður í 5. lotu og einu sinni í þeirri sjöttu áður en hann veitti honum náðarhöggið. The moment Anthony Joshua knocked Jake Paul out! #JakeJoshua pic.twitter.com/TiP0ovbpzf— Netflix (@netflix) December 20, 2025 „Þetta var ekki besta frammistaðan,“ sagði Joshua eftir bardagann í Kaseya Center í Miami. „Lokamarkmiðið var að þjarma að Paul og særa hann. Það tók lengri tíma en ég bjóst við en hægri höndin fann loksins áfangastaðinn.“ Paul gekk óstuddur út úr salnum en síðan bárust fréttir af því að hann hefði farið á spítala. Hann staðfesti það svo sjálfur á samfélagsmiðlum að hann væri tvíkjálkabrotinn. Double broken jaw. Give me Canelo in 10 days. pic.twitter.com/8R8NK4OeUv— Jake Paul (@jakepaul) December 20, 2025 Bardaginn í nótt var fyrsti bardagi Joshuas í rúmt ár, eða síðan hann tapaði fyrir Daniel Dubois á Wembley í september 2024. Búist er við því að næsti bardagi hins enska Joshuas verði gegn Tyson Fury sem þykir líklegur til að hætta við að hætta til að mæta landa sínum. Þrátt fyrir tapið í nótt var hljóðið gott í Paul eftir bardagann. Hann hyggst taka sér smá hlé frá hnefaleikum en stefnir svo á að verða heimsmeistari í sínum þyngdarflokki (cruiserweight).
Box Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum