Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. desember 2025 15:45 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. vísir/ívar fannar Dómsmálaráðherra segist ekki ætla skoða mál starfsmanns Útlendingastofnunar sem deildi nöfnum skjólstæðinga á samfélagsmiðlum nánar. Hún muni ekki beita sér í málinu. Hún segir málið ekki gott ef satt reynist og að hún líti háttsemina alvarlegum augum. Greint var frá því í gær að starfsmaður Útlendingastofnunar hefði deilt nöfnum skjólstæðinga sinna í lokuðum hópi á Instagram. Umræddur starfsmaður hafi deilt myndum þar sem verkefnalistar með nöfnum skjólstæðinga voru sýnilegir og stært sig í leiðinni af því að hafa skilað af sér góðu verki þann daginn með því að synja beiðni þriggja Kínverja. Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar sagði í samtali við fréttastofu að málið væri til skoðunar og að brot á trúnaði væru litin alvarlegum augum. Málið kom upp á fimmtudag. „Ekki gott og alvarlegt“ „Nú verð ég að tala með þeim fyrirvara að ég þekki ekki atvik málsins að öðru leyti en því sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Allar opinberar stofnanir sem fara með viðkvæm persónuleg málefni eiga allt sitt undir trausti almennings að vel sé unnið í þeim efnum. Það er auðvitað ekki gott og alvarlegt þegar vísbendingar koma fram um það að starfsmaður hafi farið ranglega með gögn sem honum hefur verið treyst fyrir vegna starfs síns.“ Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir það ekki af ástæðulausu að Alþingi hafi sett lög varðandi starfsemi stjórnsýslunnar og ítrekar mikilvægi trúnaðar. „Það blasir við að þetta er auðvitað alvarlegt sé þetta rétt.“ Finnst þér að mál sem þetta þurfi að hafa afleiðingar fyrir viðkomandi starfsmann? „Nú hefur komið fram að þetta mál sé til skoðunar innan viðkomandi stofnunar. Það er auðvitað stofnunarinnar að fara í gegnum það og kanna hverjar afleiðingarnar eru. Í samfélagslegu tilliti er það slæmt fyrir stofnun að jafnvel þó að aðeins einn starfsmaður hafi farið óvarlega þá smitar þetta yfir á starfsemina í heild sinni. Það er auðvitað mjög slæmt þegar fréttir af svona berast.“ Hún segist ekki ætla að skoða málið nánar eða beita sér í því. Það sé viðkomandi stofnunar að leysa úr málinu. Hún ber traust til þess að Útlendingastofnun vinni úr málinu með farsælum hætti. Einn starfsmaður felli ekki dóm um alla stofnunina Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hegðun umrædds starfsmanns gæfi til kynna ákveðna vinnustaðarmenningu innan útlendingastofnunar. Hún sagði mikilvægt að uppræta þá menningu. Dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að líta svo á að einn starfsmaður tali fyrir alla stofnunina. „Mér finnst ekki hægt að dæma heilan vinnustað út frá hegðun eins starfsmanns. En afleiðing af svona máli er einmitt þessi hætta, að allir á vinnustaðnum taka reikninginn. Stofnanir glíma við þann veruleika. Við vitum það að í öðrum opinberum störfum þar sem fólk er með mikilvæga hagsmuni undir sér að afleiðingarnar eru svo vondar því þetta heggur eðlilega í traust.“ Ertu vongóð um að það verði tekið með réttum hætti á þessu? „Ég er algjörlega viss um það að viðkomandi vinnustaður taki á þessu í samræmi við lög og reglur. Það er líka mín afstaða að stjórnmálin eigi ekki að skipta sér af málefnum einstakra vinnustaða. En það er mjög alvarlegt ef það gerist að starfsmenn standi ekki undir trausti.“ Stjórnsýsla Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Persónuvernd Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að starfsmaður Útlendingastofnunar hefði deilt nöfnum skjólstæðinga sinna í lokuðum hópi á Instagram. Umræddur starfsmaður hafi deilt myndum þar sem verkefnalistar með nöfnum skjólstæðinga voru sýnilegir og stært sig í leiðinni af því að hafa skilað af sér góðu verki þann daginn með því að synja beiðni þriggja Kínverja. Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar sagði í samtali við fréttastofu að málið væri til skoðunar og að brot á trúnaði væru litin alvarlegum augum. Málið kom upp á fimmtudag. „Ekki gott og alvarlegt“ „Nú verð ég að tala með þeim fyrirvara að ég þekki ekki atvik málsins að öðru leyti en því sem hefur komið fram í fjölmiðlum. Allar opinberar stofnanir sem fara með viðkvæm persónuleg málefni eiga allt sitt undir trausti almennings að vel sé unnið í þeim efnum. Það er auðvitað ekki gott og alvarlegt þegar vísbendingar koma fram um það að starfsmaður hafi farið ranglega með gögn sem honum hefur verið treyst fyrir vegna starfs síns.“ Þetta segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir það ekki af ástæðulausu að Alþingi hafi sett lög varðandi starfsemi stjórnsýslunnar og ítrekar mikilvægi trúnaðar. „Það blasir við að þetta er auðvitað alvarlegt sé þetta rétt.“ Finnst þér að mál sem þetta þurfi að hafa afleiðingar fyrir viðkomandi starfsmann? „Nú hefur komið fram að þetta mál sé til skoðunar innan viðkomandi stofnunar. Það er auðvitað stofnunarinnar að fara í gegnum það og kanna hverjar afleiðingarnar eru. Í samfélagslegu tilliti er það slæmt fyrir stofnun að jafnvel þó að aðeins einn starfsmaður hafi farið óvarlega þá smitar þetta yfir á starfsemina í heild sinni. Það er auðvitað mjög slæmt þegar fréttir af svona berast.“ Hún segist ekki ætla að skoða málið nánar eða beita sér í því. Það sé viðkomandi stofnunar að leysa úr málinu. Hún ber traust til þess að Útlendingastofnun vinni úr málinu með farsælum hætti. Einn starfsmaður felli ekki dóm um alla stofnunina Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hegðun umrædds starfsmanns gæfi til kynna ákveðna vinnustaðarmenningu innan útlendingastofnunar. Hún sagði mikilvægt að uppræta þá menningu. Dómsmálaráðherra segir að ekki sé hægt að líta svo á að einn starfsmaður tali fyrir alla stofnunina. „Mér finnst ekki hægt að dæma heilan vinnustað út frá hegðun eins starfsmanns. En afleiðing af svona máli er einmitt þessi hætta, að allir á vinnustaðnum taka reikninginn. Stofnanir glíma við þann veruleika. Við vitum það að í öðrum opinberum störfum þar sem fólk er með mikilvæga hagsmuni undir sér að afleiðingarnar eru svo vondar því þetta heggur eðlilega í traust.“ Ertu vongóð um að það verði tekið með réttum hætti á þessu? „Ég er algjörlega viss um það að viðkomandi vinnustaður taki á þessu í samræmi við lög og reglur. Það er líka mín afstaða að stjórnmálin eigi ekki að skipta sér af málefnum einstakra vinnustaða. En það er mjög alvarlegt ef það gerist að starfsmenn standi ekki undir trausti.“
Stjórnsýsla Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Persónuvernd Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira