Menning

Eru þetta ljótustu og fal­legustu ný­byggingar ársins?

Agnar Már Másson skrifar
Nýi fjörðurinn í Hafnarfirði og Nýi miðbærinn á Selfossi eru meðal annars tilnefnd í flokki fallegra bygginga. Græna gímaldið og nýja Landsbankahúsið eru meðal annars tilnefnd í flokki ljótra bygginga.
Nýi fjörðurinn í Hafnarfirði og Nýi miðbærinn á Selfossi eru meðal annars tilnefnd í flokki fallegra bygginga. Græna gímaldið og nýja Landsbankahúsið eru meðal annars tilnefnd í flokki ljótra bygginga.

Hver er fallegasta nýbygging ársins? En sú ljótasta? Hópurinn Arkitektúruppreisnin á Íslandi stendur einmitt fyrir opinni atkvæðagreiðslu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar 2025.

Fimm byggingar eru tilnefndar í hvorum flokki fyrir sig.

Þær nýbyggingar sem tilnefndar eru ljótustu byggingar ársins eru meðal annars brúin yfir Sæbraut, nýja Landsbankahúsið, nýi Landspítalinn, vöruskemman við Álfabakka (Græna gímaldið), og nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis (Smiðja).

Í flokki fallegustu nýbygginga eru Hverfisgata 100, Austurvegur 3-5 á Selfossi (nýi miðbærinn), Hafnarstræti 75 á Akureyri, Bergstaðastræti 18 í Reykjavík og Nýi Fjörður í Hafnarfirði.

Kosningu lýkur kl. 12 að hádegi 28. desember.

Þú getur kosið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.