Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Árni Sæberg skrifar 22. desember 2025 16:58 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði konuna á föstudag. Vísir/Vilhelm Tvítug kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa stungið sextán ára pilt einu sinni á tveimur stöðum sama kvöldið þegar hún var fimmtán ára. Héraðsdómari taldi þann tíma sem leið á milli atvika málsins og skýrslutaka af vitnum, þrjú ár og fjórir mánuðir, hefði verið aðfinnsluverður. Útilokað hefði verið að byggja sakfellingu í málinu á framburði brotaþola, stúlkunnar og vitna í málinu þar sem ekkert þeirra hefði verið trúverðugt. Í dómi Héraðsdóms Reyjavíkur, sem kveðinn var upp á föstudag, segir að í október árið 2020 hafi lögregla verið kvödd að bráðamóttökunni í Fossvogi. Tilkynnandi hafi sagt að þar hefði komið 16 ára strákur sem hefði verið stunginn tvisvar í bakið af 15 ára stelpu. Áttaði sig ekki á að hafa verið stunginn Strákurinn hafi sagst hafa verið utandyra ásamt hópi af krökkum, þar á meðal stúlkunni. Stúlkan hefði verið pirruð og komið að honum og stungið í bakið. Hann hefði þó ekki áttað sig strax á því að hann hefði verið stunginn. „Hefði hann verið búinn að drekka smá og ekkert spáð í þetta fyrr en hann hefði tekið eftir að það var blóð á bakinu. Hann kvað þau bæði hafa verið drukkin.“ Síðar um kvöldið hefði hann hitt stúlkuna á ný og hún stungið hann aftur í bakið. Eftir þetta hefði hann farið heim en ekki áttað sig á alvarleika áverka sinna. Ekkert gerðist í þrjú ár Í dóminum segir að stúlkan hafi verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en neitað sök. Hún hafi hvorki kannast við að hafa veist að piltinum né að hafa verið með hníf umrætt kvöld. Í málinu hafi verið ákært fyrir brot sem eigi að hafa átt sér stað í október 2020, eða fyrir rúmum fimm árum. Lögregla hafi tekið skýrslur af brotaþola og stúlkunni daginn eftir umrædd atvik. Beiðni lögreglu um áverkavottorð hafi verið send slysadeild Landspítala í desember 2020 og læknisvottorð hafi borist lögreglu í janúar 2021. Þá hafi lögreglu borist skaðabótakrafa brotaþola í febrúar 2021. „Virðist síðan sem ekkert hafi gerst í rannsókn málsins hjá lögreglu í þrjú ár, eða þar til í febrúar 2024, en þá hófst lögregla loks handa við að taka skýrslur af vitnum í málinu. Voru þá liðin þrjú ár og fjórir mánuðir frá atvikum málsins.“ Enginn trúverðugur Þá segir í dóminum að þegar litið sé til framburða stúlkunnar, brotaþola og tveggja vitna sé það mat dómsins að enginn þeirra sé mjög trúverðugur um þau atvik sem ákært var vegna. „Allir báru þeir þess merki að langt er liðið frá atvikum máls og að bæði ákærða og vitni myndu ekki vel eftir atvikum og væru eftir fremsta megni að reyna að geta í eyðurnar. Er það mat dómsins að gegn neitun ákærðu sé útilokað að byggja sakfellingu í málinu á framburðunum. Þá verður sakfelling ekki byggð á gögnum í málinu. Það er því niðurstaða dómsins að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði sína í málinu og að ekki sé komin fram lögfull sönnun um sekt ákærðu. Er hún því sýknuð af ákæru í málinu.“ Einföld rannsókn Að því frágengnu var einkaréttarkröfu drengsins vísað frá dómi og allur sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Loks finnur dómarinn að störfum lögreglu. „Svo sem að framan er rakið liðu þrjú ár og fjórir mánuðir frá því að teknar voru skýrslur af brotaþola og ákærðu hjá lögreglu og þar til byrjað var að taka skýrslur af vitnum í málinu. Var um að ræða einfalda rannsókn, auk þess sem mikilvægt er að taka skýrslur í máli af þessu tagi sem allra fyrst, meðan atvik eru vitnum enn í fersku minni. Er þessi mikli dráttur á rannsókn málsins hjá lögreglu aðfinnsluverður.“ Dómsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reyjavíkur, sem kveðinn var upp á föstudag, segir að í október árið 2020 hafi lögregla verið kvödd að bráðamóttökunni í Fossvogi. Tilkynnandi hafi sagt að þar hefði komið 16 ára strákur sem hefði verið stunginn tvisvar í bakið af 15 ára stelpu. Áttaði sig ekki á að hafa verið stunginn Strákurinn hafi sagst hafa verið utandyra ásamt hópi af krökkum, þar á meðal stúlkunni. Stúlkan hefði verið pirruð og komið að honum og stungið í bakið. Hann hefði þó ekki áttað sig strax á því að hann hefði verið stunginn. „Hefði hann verið búinn að drekka smá og ekkert spáð í þetta fyrr en hann hefði tekið eftir að það var blóð á bakinu. Hann kvað þau bæði hafa verið drukkin.“ Síðar um kvöldið hefði hann hitt stúlkuna á ný og hún stungið hann aftur í bakið. Eftir þetta hefði hann farið heim en ekki áttað sig á alvarleika áverka sinna. Ekkert gerðist í þrjú ár Í dóminum segir að stúlkan hafi verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en neitað sök. Hún hafi hvorki kannast við að hafa veist að piltinum né að hafa verið með hníf umrætt kvöld. Í málinu hafi verið ákært fyrir brot sem eigi að hafa átt sér stað í október 2020, eða fyrir rúmum fimm árum. Lögregla hafi tekið skýrslur af brotaþola og stúlkunni daginn eftir umrædd atvik. Beiðni lögreglu um áverkavottorð hafi verið send slysadeild Landspítala í desember 2020 og læknisvottorð hafi borist lögreglu í janúar 2021. Þá hafi lögreglu borist skaðabótakrafa brotaþola í febrúar 2021. „Virðist síðan sem ekkert hafi gerst í rannsókn málsins hjá lögreglu í þrjú ár, eða þar til í febrúar 2024, en þá hófst lögregla loks handa við að taka skýrslur af vitnum í málinu. Voru þá liðin þrjú ár og fjórir mánuðir frá atvikum málsins.“ Enginn trúverðugur Þá segir í dóminum að þegar litið sé til framburða stúlkunnar, brotaþola og tveggja vitna sé það mat dómsins að enginn þeirra sé mjög trúverðugur um þau atvik sem ákært var vegna. „Allir báru þeir þess merki að langt er liðið frá atvikum máls og að bæði ákærða og vitni myndu ekki vel eftir atvikum og væru eftir fremsta megni að reyna að geta í eyðurnar. Er það mat dómsins að gegn neitun ákærðu sé útilokað að byggja sakfellingu í málinu á framburðunum. Þá verður sakfelling ekki byggð á gögnum í málinu. Það er því niðurstaða dómsins að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði sína í málinu og að ekki sé komin fram lögfull sönnun um sekt ákærðu. Er hún því sýknuð af ákæru í málinu.“ Einföld rannsókn Að því frágengnu var einkaréttarkröfu drengsins vísað frá dómi og allur sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Loks finnur dómarinn að störfum lögreglu. „Svo sem að framan er rakið liðu þrjú ár og fjórir mánuðir frá því að teknar voru skýrslur af brotaþola og ákærðu hjá lögreglu og þar til byrjað var að taka skýrslur af vitnum í málinu. Var um að ræða einfalda rannsókn, auk þess sem mikilvægt er að taka skýrslur í máli af þessu tagi sem allra fyrst, meðan atvik eru vitnum enn í fersku minni. Er þessi mikli dráttur á rannsókn málsins hjá lögreglu aðfinnsluverður.“
Dómsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira