Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Valur Páll Eiríksson skrifar 23. desember 2025 08:00 Anna Margrét Einarsdóttir, móðir Dags Dan, greindist með krabbamein í haust en bataferlið gengur blessunarlega vel. Mynd/Aðsend Dagur Dan Þórhallsson fer úr sólinni á Flórída í kuldann í Kanada eftir viðburðarríkan vetur vestanhafs. Erfitt reyndist að vera hinum megin á hnettinum þegar móðir hans greindist með krabbamein en föðurhlutverkið hefur á sama tíma verið honum þroskandi. Dagur Dan samdi við Orlando City í MLS-deildinni fyrir þremur árum síðan og spilað þar við góðan orðstír. Kominn var tími á breytingu en aðeins aðrar forsendur blöstu við honum við ákvarðanatökuna nú en þá, eftir þroskandi tíma á Flórídaskaga. „Það eru komin kona, barn og hundur. Þannig að maður getur ekki bara tekið ákvarðanir fyrir sjálfan sig núna heldur hugsa um heildarmyndina. Hvað virkar fyrir mig, og barnið og konuna og svona. Montreal var nokkuð gott val, þegar ég var að velja á milli,“ segir Dagur Dan í Sportpakkanum á Sýn í gær. Föðurhlutverkið hafi gefið honum þroska. „Maður hefur þroskast frekar hratt myndi ég segja. Maður getur ekki verið: Ég, um mig, frá mér, til mín heldur erum það við, heildin.“ Bleik slaufa fyrir mömmu Athygli vakti þegar Dagur fagnaði móður sinni, Önnu Margréti Einarsdóttur, til heiðurs eftir mark gegn Vancouver Whitecaps í október. Hún hafði greinst með krabbamein í brjósti en blessunarlega gengur bataferlið vel. Dagur Dan sýndi bol með áletruninni „mamma“ ásamt bleikri slaufu þegar hann skoraði mark fyrir Orlando í október.Mynd/Aðsend „Hún greindist með brjóstakrabbamein fyrir nokkrum mánuðum síðan og fór í aðgerð. Það kom frekar vel út, hún þurfti ekki að fara í lyfjameðferð en þarf að fara í geisla og eitthvað svoleiðis. Það fór betur en áhorfðist. Þetta var sjokk til að byrja með en svo fór þetta frekar vel,“ segir Dagur. Var ekki erfitt að vera fastur úti þegar þetta kom upp? „Jú. Ef þetta hefði verið á hærra stigi hefði maður örugglega flogið heim. Ég átti erfitt með þetta, þótt þetta hafi verið lítið og ég held það sé 99,9 prósent að ef þetta greinist snemma, þá er hægt að bjarga þessu og redda þessu. Maður svolítið fattaði hvað fótbolti skiptir rosalega litu máli þegar kom að þessu, fjölskyldunni. Þetta var smá erfitt, ég viðurkenni það,“ segir Dagur sem segir sérlega gott að hafa knúsað móður sína við heimkomu að tímabilinu loknu. „Svo sannarlega. Gott að fá knús og matinn hennar mömmu. Að komast líka í pottinn, hún er með heitan og kaldan, enda íþróttafrík eins og ég. Svo við gerum það saman,“ segir Dagur Dan. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Bandaríski fótboltinn Krabbamein Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Dagur Dan samdi við Orlando City í MLS-deildinni fyrir þremur árum síðan og spilað þar við góðan orðstír. Kominn var tími á breytingu en aðeins aðrar forsendur blöstu við honum við ákvarðanatökuna nú en þá, eftir þroskandi tíma á Flórídaskaga. „Það eru komin kona, barn og hundur. Þannig að maður getur ekki bara tekið ákvarðanir fyrir sjálfan sig núna heldur hugsa um heildarmyndina. Hvað virkar fyrir mig, og barnið og konuna og svona. Montreal var nokkuð gott val, þegar ég var að velja á milli,“ segir Dagur Dan í Sportpakkanum á Sýn í gær. Föðurhlutverkið hafi gefið honum þroska. „Maður hefur þroskast frekar hratt myndi ég segja. Maður getur ekki verið: Ég, um mig, frá mér, til mín heldur erum það við, heildin.“ Bleik slaufa fyrir mömmu Athygli vakti þegar Dagur fagnaði móður sinni, Önnu Margréti Einarsdóttur, til heiðurs eftir mark gegn Vancouver Whitecaps í október. Hún hafði greinst með krabbamein í brjósti en blessunarlega gengur bataferlið vel. Dagur Dan sýndi bol með áletruninni „mamma“ ásamt bleikri slaufu þegar hann skoraði mark fyrir Orlando í október.Mynd/Aðsend „Hún greindist með brjóstakrabbamein fyrir nokkrum mánuðum síðan og fór í aðgerð. Það kom frekar vel út, hún þurfti ekki að fara í lyfjameðferð en þarf að fara í geisla og eitthvað svoleiðis. Það fór betur en áhorfðist. Þetta var sjokk til að byrja með en svo fór þetta frekar vel,“ segir Dagur. Var ekki erfitt að vera fastur úti þegar þetta kom upp? „Jú. Ef þetta hefði verið á hærra stigi hefði maður örugglega flogið heim. Ég átti erfitt með þetta, þótt þetta hafi verið lítið og ég held það sé 99,9 prósent að ef þetta greinist snemma, þá er hægt að bjarga þessu og redda þessu. Maður svolítið fattaði hvað fótbolti skiptir rosalega litu máli þegar kom að þessu, fjölskyldunni. Þetta var smá erfitt, ég viðurkenni það,“ segir Dagur sem segir sérlega gott að hafa knúsað móður sína við heimkomu að tímabilinu loknu. „Svo sannarlega. Gott að fá knús og matinn hennar mömmu. Að komast líka í pottinn, hún er með heitan og kaldan, enda íþróttafrík eins og ég. Svo við gerum það saman,“ segir Dagur Dan. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Bandaríski fótboltinn Krabbamein Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira