Fótbolti

Amanda hætt hjá Twente

Sindri Sverrisson skrifar
Amanda Andradóttir hefur meðal annars spilað með Twente í Meistaradeild Evrópu.
Amanda Andradóttir hefur meðal annars spilað með Twente í Meistaradeild Evrópu. Getty

Amanda Andradóttir hefur rift samningi sínum við hollenska knattspyrnufélagið Twente.

Amanda komst að samkomulagi við félagið um riftun samnings en frá þessu er greint á heimasíðu Twente.

Hún kom til félagsins sumarið 2024 og spilaði 35 leiki, skoraði fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar.

Amanda varð tvöfaldur meistari með Twente á síðustu leiktíð og hefur leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu auk hollensku úrvalsdeildarinnar.

Óvíst er hvað tekur við hjá Amöndu en hún er nýorðin 22 ára gömul og á að baki 26 A-landsleiki fyrir Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×