Hvar er opið á aðfangadag? Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. desember 2025 08:38 Opið verður í Smáralindinni á milli tíu og eitt. Vísir/Vilhelm Aðfangadagur jóla er runninn upp en oftar en ekki þarf að skreppa út í búð að græja rjómann í sósuna eða jafnvel síðustu jólagjafirnar. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi. Þeir sem eiga enn eftir að versla síðustu jólagjafirnar geta kíkt í verslanir Kringlunnar á milli tíu og eitt. Smáralindin er sömuleiðis opin frá tíu til eitt í dag svo það er vonandi nægur tími til að finna gjöfina eða jafnvel jóladressið. Glerártorg er opið frá tíu til tólf. Það kemur einnig fyrir að skjótast þurfi að kaupa eina vínflösku í viðbót fyrir kvöldið en opið er í öllum verslunum ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu milli tíu og eitt. Opnunartíminn er breytilegri á landsbyggðinni en almennt er opið milli ellefu og eitt. Matvöruverslanir Verslanir Nettó á höfuðborgarsvæðinu eru opnar í dag frá hálf átta til fjögur, fyrir utan Nettó í Mjóddinni sem er opin til klukkan fimm. Opið er í Nettó á Húsavík, Höfn, Ísafirði, Egilsstöðum, Austurvegi, Iðavöllum og í Borgarnesi frá níu til fjögur. Á Glerártorgi og í Hrísalundi er opið frá níu til tvö. Allar verslanir Krónunnar verða opnar í dag frá átta til þrjú en þeim verður síðan öllum lokað á jóladag nema í Vík í Mýrdal þar sem opið er frá tólf til sex. Hægt er að skreppa í allar verslanir Bónus í dag á milli tíu og tvö, nema á Smáratorgi þar sem opnar klukkan níu. Sömuleiðis verðum öllum verslununum lokað á morgun. Verslanir Hagkaupa í Skeifunni, Garðabæ, Spönginni og á Akureyri og Eiðistorgi verða opnar til klukkan fjögur síðdegis í dag. Í Kringlunni og Smáralind er opið frá níu til tvö en öllum verslununum er lokað á jóladag. Í Prís er opið frá átta til eitt í dag. Allar verslanir 10-11 verða opnar yfir jólin og flestar verslanir Krambúðarinnar verða opnar til klukkan fjögur í dag. Þá eru einnig flestar opnar á jóladag frá hádegi fram á kvöld. Apótek Flestar verslanir Lyfju eru opnar á milli níu og tólf, en allra lengst er opið á í Lágmúlanum og á Smáratorgi, eða frá átta til fimm. Á Raufarhöfn, Þórshöfn, Skagaströnd og Mývatni er lokað í dag. Lyf og heilsa opnar dyr sínar fyrir viðskiptavinum í Kringlunni og á Granda á milli tíu og eitt, á Glerártorgi á milli tíu og tólf og í Firðinum á milli níu og eitt. Þótt einhvern vanti lyf þarf ekki að örvænta en opið er hjá Lyfjavali í Hæðasmára allan sólarhringinn. Þá er opið á Vesturlandsvegi frá níu til fjögur og á Reykjanesi og Selfossi frá níu til tvö. Hins vegar verður verslununum í Suðurfelli, Glæsibæ og Urðarhvarfi lokað. Líkamsrækt Margar sundlaugar eru opnar til hádegis í dag en þó er það ansi breytilegt eftir laugum. Opnunartíma sundlauganna má sjá hér. Þeir sem vilja aðeins fá að lyfta lóðum geta kíkt í líkamræktarstöðvar World Class fyrir hádegi en lengst er opið í Laugum, til hálf fjögur. Hins vegar er opið allan sólarhringinn í Ögurhvarfi. Í Hreyfingu er opið frá átta til eitt en lokað á morgun. Í Kötlu Fitness er opið frá korter í sex til klukkan tíu í kvöld. Strætisvagnar Á höfuðborgarsvæðinu ekur Strætó samkvæmt laugardagsáætlun að viðbættum aukaferðum um morguninn. Seinustu ferðir leggja af stað í kringum þrjú. Ekið verður eftir sunnudagsáætlun á jóladag. Innanbæjarvagnar á Akureyri og í Reykjanesbæ hætta akstri klukkan tólf. Ekki verður ekið á morgun. Strætisvagnar keyra í flestum tilfellum eftir laugardagsáætlun utan höfuðborgarsvæðisins en það er breytilegt eftir ferðum. Hægt er að kynna sér áætlun strætisvagna hér. Fréttin var uppfærð og opnunartími Nettó leiðréttur. Jól Verslun Neytendur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Þeir sem eiga enn eftir að versla síðustu jólagjafirnar geta kíkt í verslanir Kringlunnar á milli tíu og eitt. Smáralindin er sömuleiðis opin frá tíu til eitt í dag svo það er vonandi nægur tími til að finna gjöfina eða jafnvel jóladressið. Glerártorg er opið frá tíu til tólf. Það kemur einnig fyrir að skjótast þurfi að kaupa eina vínflösku í viðbót fyrir kvöldið en opið er í öllum verslunum ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu milli tíu og eitt. Opnunartíminn er breytilegri á landsbyggðinni en almennt er opið milli ellefu og eitt. Matvöruverslanir Verslanir Nettó á höfuðborgarsvæðinu eru opnar í dag frá hálf átta til fjögur, fyrir utan Nettó í Mjóddinni sem er opin til klukkan fimm. Opið er í Nettó á Húsavík, Höfn, Ísafirði, Egilsstöðum, Austurvegi, Iðavöllum og í Borgarnesi frá níu til fjögur. Á Glerártorgi og í Hrísalundi er opið frá níu til tvö. Allar verslanir Krónunnar verða opnar í dag frá átta til þrjú en þeim verður síðan öllum lokað á jóladag nema í Vík í Mýrdal þar sem opið er frá tólf til sex. Hægt er að skreppa í allar verslanir Bónus í dag á milli tíu og tvö, nema á Smáratorgi þar sem opnar klukkan níu. Sömuleiðis verðum öllum verslununum lokað á morgun. Verslanir Hagkaupa í Skeifunni, Garðabæ, Spönginni og á Akureyri og Eiðistorgi verða opnar til klukkan fjögur síðdegis í dag. Í Kringlunni og Smáralind er opið frá níu til tvö en öllum verslununum er lokað á jóladag. Í Prís er opið frá átta til eitt í dag. Allar verslanir 10-11 verða opnar yfir jólin og flestar verslanir Krambúðarinnar verða opnar til klukkan fjögur í dag. Þá eru einnig flestar opnar á jóladag frá hádegi fram á kvöld. Apótek Flestar verslanir Lyfju eru opnar á milli níu og tólf, en allra lengst er opið á í Lágmúlanum og á Smáratorgi, eða frá átta til fimm. Á Raufarhöfn, Þórshöfn, Skagaströnd og Mývatni er lokað í dag. Lyf og heilsa opnar dyr sínar fyrir viðskiptavinum í Kringlunni og á Granda á milli tíu og eitt, á Glerártorgi á milli tíu og tólf og í Firðinum á milli níu og eitt. Þótt einhvern vanti lyf þarf ekki að örvænta en opið er hjá Lyfjavali í Hæðasmára allan sólarhringinn. Þá er opið á Vesturlandsvegi frá níu til fjögur og á Reykjanesi og Selfossi frá níu til tvö. Hins vegar verður verslununum í Suðurfelli, Glæsibæ og Urðarhvarfi lokað. Líkamsrækt Margar sundlaugar eru opnar til hádegis í dag en þó er það ansi breytilegt eftir laugum. Opnunartíma sundlauganna má sjá hér. Þeir sem vilja aðeins fá að lyfta lóðum geta kíkt í líkamræktarstöðvar World Class fyrir hádegi en lengst er opið í Laugum, til hálf fjögur. Hins vegar er opið allan sólarhringinn í Ögurhvarfi. Í Hreyfingu er opið frá átta til eitt en lokað á morgun. Í Kötlu Fitness er opið frá korter í sex til klukkan tíu í kvöld. Strætisvagnar Á höfuðborgarsvæðinu ekur Strætó samkvæmt laugardagsáætlun að viðbættum aukaferðum um morguninn. Seinustu ferðir leggja af stað í kringum þrjú. Ekið verður eftir sunnudagsáætlun á jóladag. Innanbæjarvagnar á Akureyri og í Reykjanesbæ hætta akstri klukkan tólf. Ekki verður ekið á morgun. Strætisvagnar keyra í flestum tilfellum eftir laugardagsáætlun utan höfuðborgarsvæðisins en það er breytilegt eftir ferðum. Hægt er að kynna sér áætlun strætisvagna hér. Fréttin var uppfærð og opnunartími Nettó leiðréttur.
Jól Verslun Neytendur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira