Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Valur Páll Eiríksson skrifar 25. desember 2025 10:01 Arnór Ingvi var frábær með landsliðinu árið 2024 en hefur verið í minna hlutverki í ár. Getty/David Balogh Arnór Ingvi Traustason segist átta sig á því að landsliðsferli hans með Íslandi gæti verið lokið vegna skipta hans heim til KR frá Norrköping í Svíþjóð. Hann sé þó ávallt klár, komi kallið. Arnór Ingvi tekur nýtt skref í sínu lífi með því að loka atvinnumannaferli sínum til tólf ára er hann semur við KR út árið 2028. Arnór er 32 ára gamall og var ekki í landsliðshópi Íslands í síðasta verkefni en hefur þó leikið á þessu ári, undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Athygli hefur vakið að Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki fengið að spila fyrir landsliðið eftir skipti hans hingað heim í Bestu deildina og því vert að spyrja Arnór hvort hann sé mögulega að loka landsliðsferlinum, samhliða atvinnumannaferlinum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því. En ég hafði ekki verið valinn í síðustu nokkur skipti. Ég átti smá spjall við Arnar (Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara), ekki sérstaklega fyrir þessa ákvörðun, heldur áður,“ segir Arnór Ingvi sem er með margt annað í huga en landsliðið við þá ákvörðun að koma heim og semja við KR. „En ég er meira að hugsa um sjálfan mig akkúrat núna og sé að við eigum fullt af ungum og geggjuðum fótboltamönnum í minni stöðu sem hafa spilað síðustu tvo glugga. Ég hugsaði meira út í sjálfan mig (heldur en landsliðið) við þessa ákvörðun.“ „Ef kallið kemur er ég klár. Ég er ekki að búast við því. En ég loka aldrei dyrunum á landsliðið,“ segir Arnór Ingvi. Hann nefnir unga leikmenn í hans stöðu en þeir hafa einnig haldið áðurnefndum Gylfa Þór utan hópsins. Miðja Íslands er sérlega vel mönnuð þar sem Skagamennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa hvað helst heillað. „Það er bara geðveikt. Ég hef fengið að vera með þeim í nokkur ár í landsliðinu. Þeir eru svo góðir í fótbolta og eiga svo margt og mikið inni líka. Ég er ekki ósáttur ef þeir fá að spila fyrir Íslands hönd en ekki ég. Og þetta lið, það er eitthvað gott í vændum,“ segir Arnór Ingvi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Rætt er um landsliðið þegar tæplega átta mínútur eru liðnar á viðtalið. KR Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Arnór Ingvi tekur nýtt skref í sínu lífi með því að loka atvinnumannaferli sínum til tólf ára er hann semur við KR út árið 2028. Arnór er 32 ára gamall og var ekki í landsliðshópi Íslands í síðasta verkefni en hefur þó leikið á þessu ári, undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Athygli hefur vakið að Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki fengið að spila fyrir landsliðið eftir skipti hans hingað heim í Bestu deildina og því vert að spyrja Arnór hvort hann sé mögulega að loka landsliðsferlinum, samhliða atvinnumannaferlinum. „Ég geri mér alveg grein fyrir því. En ég hafði ekki verið valinn í síðustu nokkur skipti. Ég átti smá spjall við Arnar (Gunnlaugsson, landsliðsþjálfara), ekki sérstaklega fyrir þessa ákvörðun, heldur áður,“ segir Arnór Ingvi sem er með margt annað í huga en landsliðið við þá ákvörðun að koma heim og semja við KR. „En ég er meira að hugsa um sjálfan mig akkúrat núna og sé að við eigum fullt af ungum og geggjuðum fótboltamönnum í minni stöðu sem hafa spilað síðustu tvo glugga. Ég hugsaði meira út í sjálfan mig (heldur en landsliðið) við þessa ákvörðun.“ „Ef kallið kemur er ég klár. Ég er ekki að búast við því. En ég loka aldrei dyrunum á landsliðið,“ segir Arnór Ingvi. Hann nefnir unga leikmenn í hans stöðu en þeir hafa einnig haldið áðurnefndum Gylfa Þór utan hópsins. Miðja Íslands er sérlega vel mönnuð þar sem Skagamennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson hafa hvað helst heillað. „Það er bara geðveikt. Ég hef fengið að vera með þeim í nokkur ár í landsliðinu. Þeir eru svo góðir í fótbolta og eiga svo margt og mikið inni líka. Ég er ekki ósáttur ef þeir fá að spila fyrir Íslands hönd en ekki ég. Og þetta lið, það er eitthvað gott í vændum,“ segir Arnór Ingvi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Rætt er um landsliðið þegar tæplega átta mínútur eru liðnar á viðtalið.
KR Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira