Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. desember 2025 16:00 Mennirnir reyndu að koma hingað til lands í vor. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, var í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni í Einni Pælingu á dögunum þar sem hann fjallaði meðal annars um stöðuna á landamærunum. Þar kom fram að lögreglan hefði stöðvað menn á flugvellinum sem voru með tengdir skipulagðri brotastarfsemi með tengingar við Norður Afríku, sem hefðu komið hingað til að fremja ákveðið ofbeldisverk. View this post on Instagram A post shared by Ein Pæling (@einpaeling) Ekki álitið sem hryðjuverk Ómar segir í samtali við fréttastofu að ofbeldisverknaðurinn sem mennirnir voru grunaðir um að hafa ætlað sér að fremja hafi ekki átt að beinast gegn almenningi. Ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk. „Þetta var ekki álitið sem hryðjuverk eða slíkt, ekki árás gegn almenningi. Koma þeirra tengdist skipulagðri brotastarfsemi, og þeir ætluðu að koma hingað og vinna ákveðið verk í tengslum við hana.“ „Ég sagði frá þessu í viðtalinu bara til að draga fram hvað skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við allsherjarreglu og öryggi samfélagsins.“ „Við vitum alveg að þegar það eru átök, þá er alltaf hætta á því að almenningur geti orðið á milli, þannig okkur er umhugað um það,“ segir Ómar. Í góðu alþjóðlegu samstarfi Ómar segir að mennirnir hafi komið til landsins frá öðru Evrópuríki, en hafi haft bakgrunn frá Norður-Afríku. Lögreglan sé almennt vel í stakk búin til að takast á við þessi mál á landamærunum. Þetta mál hafi uppgötvast í gegnum lögreglurannsókn og alþjóðasamstarf. „Já við erum í góðu alþjóðlegu samstarfi, en auðvitað má alltaf gera betur í þeim efnum. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að lögreglan sé vel í stakk búin, og sé með nægilegt fjármagn og mannskap til að geta tekist á við þessar ógnir.“ „Aðgerðir okkar innanlands skipta miklu máli, en líka að við séum á landamærunum með virkt og gott eftirlit, og sérstaklega gagnvart brotahópum og einstaklingum sem eru að koma hingað í tilgangi sem er ekki það sem Schengen-samstarfið gerir ráð fyrir,“ segir Ómar. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, var í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni í Einni Pælingu á dögunum þar sem hann fjallaði meðal annars um stöðuna á landamærunum. Þar kom fram að lögreglan hefði stöðvað menn á flugvellinum sem voru með tengdir skipulagðri brotastarfsemi með tengingar við Norður Afríku, sem hefðu komið hingað til að fremja ákveðið ofbeldisverk. View this post on Instagram A post shared by Ein Pæling (@einpaeling) Ekki álitið sem hryðjuverk Ómar segir í samtali við fréttastofu að ofbeldisverknaðurinn sem mennirnir voru grunaðir um að hafa ætlað sér að fremja hafi ekki átt að beinast gegn almenningi. Ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk. „Þetta var ekki álitið sem hryðjuverk eða slíkt, ekki árás gegn almenningi. Koma þeirra tengdist skipulagðri brotastarfsemi, og þeir ætluðu að koma hingað og vinna ákveðið verk í tengslum við hana.“ „Ég sagði frá þessu í viðtalinu bara til að draga fram hvað skipulögð brotastarfsemi er mikil ógn við allsherjarreglu og öryggi samfélagsins.“ „Við vitum alveg að þegar það eru átök, þá er alltaf hætta á því að almenningur geti orðið á milli, þannig okkur er umhugað um það,“ segir Ómar. Í góðu alþjóðlegu samstarfi Ómar segir að mennirnir hafi komið til landsins frá öðru Evrópuríki, en hafi haft bakgrunn frá Norður-Afríku. Lögreglan sé almennt vel í stakk búin til að takast á við þessi mál á landamærunum. Þetta mál hafi uppgötvast í gegnum lögreglurannsókn og alþjóðasamstarf. „Já við erum í góðu alþjóðlegu samstarfi, en auðvitað má alltaf gera betur í þeim efnum. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að lögreglan sé vel í stakk búin, og sé með nægilegt fjármagn og mannskap til að geta tekist á við þessar ógnir.“ „Aðgerðir okkar innanlands skipta miklu máli, en líka að við séum á landamærunum með virkt og gott eftirlit, og sérstaklega gagnvart brotahópum og einstaklingum sem eru að koma hingað í tilgangi sem er ekki það sem Schengen-samstarfið gerir ráð fyrir,“ segir Ómar.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira