Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. desember 2025 23:20 Frá höfuðborginni Hargeisa. Gett Ísrael hefur formlega viðurkennt sjálfstæði Sómalílands sem klauf sig frá Sómalíu árið 1991 fyrst allra landa. Sómalílendingar fagna ákvörðuninni ákaft en stjórnvöld nágrannaríkja fordæma hana harkalega. Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins hyggst Ísrael þegar í stað auka samvinnu á sviðum landbúnaðar, heilbrigðismála og tækni. Abdirahman Mohamed Abdullahi forseti Sómalílands sagði þetta sögulega stund. Viðurkenningin hefur verið fordæmd af utanríkisráðherrum Sómalíu, Egyptalands, Tyrklands og Djíbútí sem lýstu sameiginlegri vanþóknun sinni á henni í yfirlýsingu. Ráðherrarnir ítrekuðu stuðning sinn við fullveldi og landhelgi Sómalíu og vöruðu við einhliða skrefum sem gætu verið til þess fallin að grafa undan stöðugleika á svæðinu og koma upp „hliðstæðum einingum“ við stjórnvöld í Mógadísjú. Þeir sögðu viðurkenninguna setja hættulegt fordæmi. Abdullahi forseti sagði Sómalíland staðráðið í að auka samstarf og stuðla að stöðugleika í Mið-Austurlöndum og Afríku. Þetta væri mikilvægt skref í þá áttina. Gideon Saar utanríkisráðherra Ísraels sagði sömuleiðis í yfirlýsingu að opnuð yrðu gagnkvæm sendiráð og sendiherrar yrðu skipaðir á næstunni. „Ég hef gefið ráðuneyti mínu fyrirmæli um að ganga tafarlaust til verka til að festa í sessi tengsl milli landanna tveggja á fjölmörgum sviðum,“ sagði Saar utanríkisráðherra á samfélagsmiðlum. Sómalíland leit dagsins ljós árið 1991 eftir að hafa gripið til vopna gegn þáverandi einráði í Sómalíu, Siad Barre, og hefur verið einangrað á alþjóðavísu siðan þá. Í Sómalílandi búa tæplega sex milljónir. Landið hefur sinn eigin gjaldmiðil, gefur út vegabréf í eigin nafni og heldur uppi lögreglu og annarri borgaraþjónustu. Það hefur sömuleiðis hernaðarlega mikilvæga staðsetningu við Adenflóa. Ísrael Sómalía Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins hyggst Ísrael þegar í stað auka samvinnu á sviðum landbúnaðar, heilbrigðismála og tækni. Abdirahman Mohamed Abdullahi forseti Sómalílands sagði þetta sögulega stund. Viðurkenningin hefur verið fordæmd af utanríkisráðherrum Sómalíu, Egyptalands, Tyrklands og Djíbútí sem lýstu sameiginlegri vanþóknun sinni á henni í yfirlýsingu. Ráðherrarnir ítrekuðu stuðning sinn við fullveldi og landhelgi Sómalíu og vöruðu við einhliða skrefum sem gætu verið til þess fallin að grafa undan stöðugleika á svæðinu og koma upp „hliðstæðum einingum“ við stjórnvöld í Mógadísjú. Þeir sögðu viðurkenninguna setja hættulegt fordæmi. Abdullahi forseti sagði Sómalíland staðráðið í að auka samstarf og stuðla að stöðugleika í Mið-Austurlöndum og Afríku. Þetta væri mikilvægt skref í þá áttina. Gideon Saar utanríkisráðherra Ísraels sagði sömuleiðis í yfirlýsingu að opnuð yrðu gagnkvæm sendiráð og sendiherrar yrðu skipaðir á næstunni. „Ég hef gefið ráðuneyti mínu fyrirmæli um að ganga tafarlaust til verka til að festa í sessi tengsl milli landanna tveggja á fjölmörgum sviðum,“ sagði Saar utanríkisráðherra á samfélagsmiðlum. Sómalíland leit dagsins ljós árið 1991 eftir að hafa gripið til vopna gegn þáverandi einráði í Sómalíu, Siad Barre, og hefur verið einangrað á alþjóðavísu siðan þá. Í Sómalílandi búa tæplega sex milljónir. Landið hefur sinn eigin gjaldmiðil, gefur út vegabréf í eigin nafni og heldur uppi lögreglu og annarri borgaraþjónustu. Það hefur sömuleiðis hernaðarlega mikilvæga staðsetningu við Adenflóa.
Ísrael Sómalía Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila