Innlent

Ekki talinn tengjast aukinni eld­virkni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan tvö átti upptök sín vestan við Kleifarvatn.
Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan tvö átti upptök sín vestan við Kleifarvatn. Vísir/Arnar

Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni.

Nokkrir tugir minni skjálfta hafa fylgt í kjölfarið en Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi meðal annars fundist í Hafnarfirði. 

Jarðskjálftar eru algengir á svæðinu en Jarþrúður Ósk Jóhannesdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir um hefðbundinn atburð að ræða og skjálftann tengist ekki auknum líkum á eldvirkni. 

Þorvaldur Þórðarson hefur ítrekað spáð eldgosi í seinnihluta desember en goshléið er orðið það lengsta frá því að goshrinan hófst á svæðinu í dsember 2023.

Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu en Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu um skjálftann í nótt til að upplýsa almenning, þar sem hann fannst í byggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×